Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1921, Page 3

Skinfaxi - 01.12.1921, Page 3
SKINFAXI 39 1. Fjórðungslögin. Forseti skýrði frá því að það laegi fyrir í ýmsum atriðum að breyta þyrfti fjórðungslögunum. Var síðan kosin 3ja manna nefnd í málið. Kom nefndin fram með ýmsar breytingartillögur við fjórðungslögin og voru þær samþyktar í einu hljóði. Eftir hinum nýju lögum heitir sambandið: BandalagU. M. F. Vestfjarða*. Vegna breytinga á lögunum var svo- hljóðandi tillaga samþ. í einu hljóði: »Sökum breytinga þeírra, sem gerðar hafa verið á lögum sambandsins, leyfir Bandalagsfundurinn sér að fara þess á leit við stjórn Bandalagsins, að hún sendi hið allra fyrsta öllum félögunum í Bandalag- inu afrit af lögum þéss, sé ekki hægt að láta prenta þau bráðlega«. 2. Starfsmálanefnd. Svohljóðandi álit frá starfsmálanefnd samþykt með öllum greiddum atkvæðunr: a. íþróttanámsskeið. »Nefndin leggur til, að ungmennafélagið »Huld« beiti sér fyrir því, að haldið verði sund- og íþróttanáms- skeið á næstkomandi sumri á Reykjanesi og að Bandalagsstjórn U. M. F. Vest- fjarða ráði þar til hæfan kennara og styðji eftir getu, áðurnefnt félag til framkvæmda í þessu nauðsynlega máli«. b. Híraðsmál á Isafirði. »Nefndin leggur til að haldið verði alment héraðsmót á Isafirði á næstkomandi sumri, og að undir- búningur þess og framkvæmdir verði falin tveimur ungmennafélögum, sem næst séu samkomustaðnum — eða þeim Ungm.fél. »Arvakur« og »Þróttur«. Jafnframt var samþ. að leyfa félögum utan Bandalags- ins þátttöku í áður nefndu móti. 3. Fjallarnót. ».Nefndin leggur til að fjallamót fari fram á næstkomandi sumri ef auðið verður og leggur eindregið til að Bandalagsfundurinn ákveði stefnumóts- daginn og stefnumótsstaðinn. Að lokinni annari umræðu var samþ. með öllum gr. atkvæðum, að hafa fjallamótið á Vatna- fjalli í Onundarfirði sunnud. 31. júlí 1921 í björtu veðri, en væri ekki veðurs vegna hægt að hafa mótið áðurnefndan dag, var það ákveðið sunnudaginn 7. ágúst s. ár, kl. 11 — 1. 4. Fyrirlestrastarfsemi. — Ársfundur Bandalagsins samþykti að alþýðufyrirlestrar séu framkvæmdir á Bandalagssvæðinu á þessu ári. Felur hann stjórn Bandalags- ins að útvega menn til þess innan eða utan (fjórðungsins) Bandalagsins, og leggur til að farið sé fram á fjárstyrk til fyrir- lestra hjá sýslu- og bæjarfélögum á Banda- lagssvæðinu«. 5. Sambandsmerki. Svohljóðandi tillaga samþ. í einu hljóði: »Ársfundur Bandalags U. M. F. Vest- fjarða leyfir sér að skora á Sambandsþing Ungm.fél. í Reykjavík að afgreiða og samþykkja merki handa ungm.fclögum innan sambandsins, samkvæmt ósk þeirra, hið allra fyrsta«. 6. „0ddrún“. — Svohljóðandi till. samþ. í einu hljóði: »Fundurinn ályktar að breyta ferða- áætlun »Oddrúnar« þannig að hún fari frá »Vestra« til »Unglings« og ^vo sömu leið og áður. Óskað er að handrit að ljóðum og ritgerðum til hennar séu geymd í félögunum*. 7. Bannlögin. Tillaga frá forseta kom fram svohljóðandi og var samþ. í einu hlj.: »Bandalagsfundur U. M. F. Vestfjarða« heitir á öll félög bandalagsins að beita sér öfluglega fyrir verndun bannlaganna: a. Með því að auka skilning manna á því stórmáli innan sinna vébanda. b. Með því að hafa áhrif á utanfélags- menn, einkum hina yngri, og vinna að því að leiða hugi þeirra til fylgis við málið. c. Með því að styðja eftir megni Regl- una í aðalstarfi hennar nú hér á landi — verndun bannlaganna. 8. Frumvarp til fjárlaga fyrir Bandalag U. M. F. Vestfjarða frá 1. apríl 1921 til 31. mars 1922. Hljóðaði það svo:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.