Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1921, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1921, Blaðsíða 4
40 SKINFAXI T e k j u r: 1. Vangreiddur skattur f. f. ári áætl. r 12.00 2. Aætlaður skattur af 500 félags- mönnum á 0,75 aura............375.00 3. Frá íþróttafél. »Stefnir« í Súg- andafirði fyrir ferðakostnað Jóns Þorsteinssonar, áætlað............ 40.00 4. Styrkur til fyrirlestra frá V.ísa- fjarðarsýslu .....................100.00 5. Styrkur frá Samb. U. M. F. í. áætlað............................100.00 Samtals kr. 727.00 G j ö 1 d : 1. Skuld við form. Bandalagsins . 104.48 2. Kostnaður við Bandalagsfund . 30.00 3. Kostnaður við stjórn Bandalags- ins................................ 25.00 4. Til fyrirlestra...................300.00 5. Til íþrótta........................200.00 6. Óráðstafað......................... 67.52 Samtals kr. 727.00 9. Kosin stjórn Bandalags U. M. F. Vestfjarija. Kosningu hlutu: Björn Guðmundsson, Næfranesi, form. með öllum greiddum atkv. Bjarni Ivarsson, Alfadal Ingjaldssandi, ritari með 9 atkv. Kristján Davíðsson, gjaldkeri, með 12 atkv. Varastjórn: Jóhannes Davíðsson, form., Júlíus Rósinkransson, ritari, Stefán Páls- son, gjaldkeri. Næsti Bandalagsfundur. Ákveðið að hann yrði haldinn í Dýrafirði. Bjarni Ivarsson, ritari. Júlíus Rósi?ikra?isson, þingritari. * * * Þinggerð þessi kom eigi til blaðsins fyr en í öndverðum nóvember, og er það harla seint, eins og gefur að skilja! Ættu félagsstjórnir að athuga að þessháttar sé sent í tæka tíð. liitstj. Molar. Skinfaxi. Með þessu tölubl. endar XII. árg. Skinfaxa; um áramót verður sú breyt- ing að blaðið kostar kr. 3,00 árg. og ■ verður 8 arkir minst, en ég vona að Skin- faxi eigi svo marga ötula fylgismenn að hann nái þeirri útbreiðslu sem til þess þarf að hann geti komið út 12 sinnum á ári, og minnst ein örk í senn. Kæru fé- lagar! gerið þið öll það sem þið getið fyrir Skinfaxa og U. M. F. hreyfinguna yfirleitt. Þið megið trúa því, að velunnin störf fyrir gott málefni verða altaf sólskins- blettur á ókomnu æfiskeiði ykkar. Niðurlag. Um leið og ég enda þessa árs »mola« vil ég nota tækifærið til þess að skora á félög og einstaka menn innan U. M. F. í. að muna eftir Skinfaxa! Á ég þar fyrst og fremst við það að útbreiða blaðið og ekki síður að borga það tafar- laust eftir ármót, og að þeir greiði þá XII. árg. um leið og yfirleitt vona ég að sem flestir geri það. Þá megið þið ekki gleyma að senda Skinfaxa stutta fréttapistla það hefir sína þýðingu, og að síðustu : Ung- mennafélagar! Þokið ykkur saman, skiljist ekki við málefnin sem þið berjist fyrir fyr en þau hafa verið leidd til lykta á réttann hátt. Alt sem hindrar verður að víkja úr vegi. Við verðum að vera sam- taka og setja markið hátt! M. S. Fréttir. Sambandsstjóri, Magnús Stefánsson, hélt íþróttanámskeið við Þjórsárbrú síðast- liðna viku. Mun nánar skýrt frá því í næsta blaði. Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum ' í Kjós dvelur erlendis í vetur, á leikfimis- og íþróttaskóla í Danmörku. Er Þorgils víðkunnur sem ágætur íþróttamaður og áhugasamur ungmennafélagi, og má búast við að hann sendi »Skinfaxa« línu ein- hverntíma í vetur. Prentsmiðjan Acta 1921

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.