Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 1
Ungmennafélag Reykjavíkur. Ungmcnnafélag Reykjavíkur og „Ið- unn“ voru nie'ðal fyrstu ungmennafé- laga, sem stofnuð voru hér á landi. Fé- lög þcssi hafa jafnan stutt hvort annað við allar verklegar framkvæmdir og oft haft sameiginlega málfundi. Nú hafa félög þessi sameinast að fullu og Iðunn- arnafnið fallið niður. Um mörg ár störfuðu ýmsir áhuga- samir og mikilhæfir menn innan þess- ara félaga, og stýrðu málefnum þeirra ágætlega. Hafa þeir eflaust lilotið góð- an þroska af þeirri starfsemi, enda eru nú margir þeirra meðal helstu álirifa- manna þjóðarinnar. Félög þessi eignuðust snemma all- mikið bókasafn og unnu á ýmsan hátl að andlegri menningarstarfsemi, svo sem títl er um ungmennafélög. íþrótt- irnar munu þó liafa verið aðal-áhuga- mál þeirra, að minsta kosti lengi fram- an af, enda bar U. M. F. R. bestan hlut frá borði á allsherjar iþrótlamótum oftar en einu sinni. Reykvíksku ungmennafélögin létu gera skíðabrautina, sem er í grend við Reykjavík. Var það hið mesta þarfa- verk. Hafa margir haft gagn og ánægju af þeirri braut, þó hún sé notuð minna en vera ætti. Stolnun sundskálans við Skerjafjörð var einnig verk þessara fé- laga. Kom hann að góðu liði um nokk- ur ár, en hann entist skemur en til var ætlast. Bræðsluhús var reist við hliðina á honum, sem gerði hann ónothæfan. Ennfremur áttu félög þessi góðan þátt í því, að Reykvíkingar eignuðusl iþróttavöll. Húsnæðisleysið var lengi versta mein félaganna. peim lék því mikill hugur á að eignast hús, sem væri bæði rúmgoll og vandað. Unnu þau að þessu áhuga- máli sínu með því að safna fé í sjóð, sem ætlaður var til bygginga. En dýr- tíð stríðsáranna tafði framkvæmdir. Var ekki byrjað á að reisa húsið fyr en 1922. pó er bygging þessi svo langt á veg komin, að numið mun verða staðar með hana að sinni, enda á nú féíagið góðan samkomustað þar sem húsið er. Hús þctta er 12 X 12 m. áð utanmáli og einlyft. Byggingin er enn að eins lítill hluti af því, scm henni er ætlað að verða. Hún á að verða fjórar venjuleg- ar loflhæðir, auk kjallara. I kjallaranum er borðsalur, búr, eld- hús og geymsluklefar. Leigir þar mötu- neyti Samvinnuskólans og Kcnnara- skólans. Hefir það gefist ágætlega. Er skólunum bæði hagur og þægindi að því, að það komst á iot. Á fyrsta lofti er fundarsalur félagsins ásamt tveimur hliðarherbergjum. Gert er ráð fyrir, að þá er bygging þessi verður fullgerð, verði fyrsta og önnur bæð hennar notuð fyrir leikbús- sal. Vcrður hann með hækkandi sætum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.