Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 6
46 SKINFAXI Askov lýðháskóli- II. (Niðurl.) Eftir fyrirlesturinn hafa nemendur 10 min. frí. Sé veður gott, er gengið til leika. J?að er líf og fjör í fólkinu og þátttakan er almenn og' innileg. Skóla- klukkunni er hringt. Nemendur hverfa til sæta sinna. Klukkan slær tvö. Sam- tímis er skólaklukkunni hringt. Náms- sveina ber að úr öllum áttum og allir hverfa inn i borðsalinn. Brátt takast fjörugar samræður. Frú A{)pel kemur inn með fangið fult af blöðum og bréf- um. Nokkrir líta við sem snöggvast, án J>ess að slíta viðræðunum. sem nú ern orðnar allháværar. Frú Appel hefir lagt byrði sína niður við lilið sér. Hún slær eitt högg á borðklukkuna og sam- stundis er dauðaþögn í salnum. Allir drjúpa höfði og forstöðulconan flytur stutta borðbæn. Að henni lokinni hefj- ast viðræður á ný og glaumurinn fyll- ir salinn. pá er menn liafamatast, stend- ur forstöðukonan upp og kastar póst- bréfunum með mikilli leikni — jafnvel salinn á enda — til viðtakenda. pegar máltíðinni er lokið, er klukkunni hringl á ný og allir verða hljóðir. Stutt þakk- arbæn er flutt og þar næst staðið upp frá horðum. Nú fara menn í ýmsar átt- ir. Nokkrir genga út að íjörninni, sem liggur mjög skamt þaðan. Sé tjörnin lögð, binda menn á sig skauta. peir sem vilja lesa blöðin ganga inn í stóra stofu i aðalbyggingunni, sem að eins er ætluð til blaðalesturs. í einu horni stofunnar stendur skápur, sem öll blöð, sem skól- inn fær, eru geymd í. Enn aðrir ganga til „þöglu lestrarstofunnar“. par er geymdur sá hluti af skólabókasafninu, sem ekki er ætlaður til útlána. Eru þar margar ágætar bækur og meistaraverk. pegar Iengra líður á daginn, hefjast nokkrir tímar á ný, einkum fyrir eklri deild. Kl. 6 að kvöldi er liringt hátt og snjalt. Allir nemendur skólans mæt- ast í stóra fyrirlestrasalnum. Sálmur er sunginn og svo hefst fyrirlestur. Allir áheyrendur eru hlustandi hljóðir. Kl. 7 hefir kennarinn lokið máli sínu og er þá gengið til kveldverðar. — peir, sem mikið lesa, leita úr glaumnum, að lokn- um kvöldverði, til herbergja sinna og loka dyrum. Aðiár mynda smáhópa annaðhvort úti, í blaðastofunni eða á einkaherbergjum og ræða áhugamál sín um hrið. Kl. 11 eru ljósin slökt úti og í öllum göngum og kenslustofum. Að eins á herbergjum ncmenda mega lifa ljós eftir þann tíma. pó er alt háreysti fyrirboðið. 3. Skemtani r. pær eru margvíslegar á Askov, og vart verður sagt að nokkur ein tegund skemtana skipi þar öndvegi. Dansinn, sem víða er aðalskemtunin, einkum hjá hinu mentunarsnauðara fólki, er minna iðkaður á Askov en í nokkrum öðrum skóla, sem eg þekki. par er föst regla að halda þrjá dansleika á vetri, einn skömmu fyrir jól, annan á miðjum vetri og þriðja skömmu fyrir páska. Dansleikar þessir hefjast kl. 7 e. h. og standa til kl. 12 á miðnætti. Leileið er á fiðlur og horn fyrir dansinum. Auk þcss eru dansaðir þjóðdansar tvisvar eða þrisvar á vetri, þrjá tíma hvert kvöld. pegar slíks hófs er gætt, verður dansinn mikið skemtilegri. pátttakan verður almennari og innilegri. Á hverj- um sunnudegi halda kemianar skólans fyrirlestra lil skiftis um sjálfvalið cfni. Er þá oft mannkvæmt mjög, því að þar mega allir koma. Á sunnudags- og laugardagskvöldum er ætíð eitthvað til skemtana. Skemti- nefnd, sem kosin er cinu sinni í hverj- um mánuði, sér um skemtanir þessar. Er nefndin studd af kennurum skólans

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.