Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI Nýmæli. pað er íjömul reynsla, að öll nýmæli mæta mótspyrnu. Og oft liafa þau orðið að lúta fyrir hleypidómum fjöld- ans. En jafnan hafa þau risið upp aft- ur, hafi nokkur kjarni verið í þeim fólg- inn. Vanalega hafa þau þá komið fram i nýjum húningi, er væri sniðinn betur en áður, eftir kröfum tímans, og reynt að vinna alþýðuhylli á þann hátt. Um leið hefir þeim aukist ásmegin, og kostir þeirra vaxið. Eg tcl það nauðsynlegt hverju ný- mæli, að það mæti mótspymu í fyrstu. pað þótti tíðindum sæta, þegar ung- mennafélögin námu hér land fyrir rúm- um 18 árum síðan. — J?au mættu fyrst hörðum dómum og voru af mörgum tal- in einskis nýt. En við mótspyrnuna þroskuðust þau. þau risu upp viðsveg- ar um landið, kjarni æskulýðsins fylkti sér undir merki þeirra. Nú er svo komið, að þau eru virt af mildum þorra landsmanna og starfsemi þeirra viðurkend. En enginn má halda, að allir örðugleikar séu yfirstígnir. ]?að er einmitt einkenni margra nýjunga, að kraftar þeirra þverra ef mótspyrnan minkar. Nvi finst mér sá tími standa yfir, er stórum muni reyna á festu ungmenna- félaganna og samhald. ]?að er eftir örð- ugasti hjallinn, það cr eftir að lvoma góðu skipulagi á samstarfið og fylkja öllum félögunum undir sameiginlegt merki fórnfýsi og drengskapar. Æsku- brestirnir eru ekki yfirstignir. En altaf miðar þó í sólarátt. Eg örvænti eklvi um göfugt framtíð- arstarf félaganna, því eg er viss um að æskulýður Islands á þá krafta fólgna í sjálfum sér, er lyft geta yfir örðugasta hjallann. En tímabilið þangað til getur orðið mislangt og fer það mikið eftir því, hvernig um stjórnvölinn er haldið. Við þurfum gætna menn og greinda til stjórnarstarfa, en hugsjónamenn til vakningarstarfseminnar- Og jeg veit, að við eigum þá til, því eg trvii á bjarta framtið ungmennafélaganna og ham- ingju íslands. Stefán Ág. Kristjánsson, Fréttir. Austmenn. Gert er ráð fyrir, að 5 norskir ung- mennafélagar komi hingað til Reykja- víkur um miðjan þ. m. Dvelja þeir hér fram yfir Samb.þing U. M. F. I. og íþróttamót I- S. I. Að því búnu ferðast þeir um Borgarfjörð og þaðan austur um fjall lil pingvalla, Gullfoss og Geys- is og um Suðurlandsundirlendið alla leið austur í Fljótshlíð; koma svo aftur til Reykjavikur og fara þaðan vestur og norður um land. Um alt land hafa ungmennafélög lýst ánægju sinni yfir komu þessara gesta og' heitið þeim fylgd og fararbeina, enda ætti þessi heimsókn að verða til þcss, að meiri kynning og samvinna tækist milli íslenskra og norskra ungmennafélaga, en verið hefir. Kolbeinn ungi. Svo heitir vélritað blað, sem samb. skagfirskra ungmennafélaga gefur út. Formaður samb., Valgarð Blöndal, er ritstjóri og afgreiðslumaður blaðsins. Blaðið á að auka kynningu meðal félaga innan samh. og ræða áhugamál ung- mennafélaga yfir höfuð. Blaðið mun reynast vinsælt mcðal héraðsbúa eins og nafni þess var. — Skinfaxi óskar því góðs gengis. FJF.LAGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.