Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 4

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 4
SKLNFAXI 136 aða þjóð. En við nánari samvinnu og betra nám geta þessar raddir, litir og linur gefið enn þá meiri þroska, skapað lifandi og fjölskrúðuga líst. Það liafa þeir sýnt okkur Einar Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Ríkarður, o. m. fl. söngvarar og skáld. — En það eru líka til margar fleiri listir, sem a 11 i r geta lagt stund á. Heima- iðjan ber oft vott um mikla snilld, gefur tekjur og ynd- isstundir margar. — Það er iist að rækla landið, gróð- ursetja tré og blóm í garðinum sínum, græða skóg, breyta móum í tún og akra, byggja fögur og góð hús. — Og það er list að syngja vorhug inn í hjarta þjóðar- innar með einföldum tónum. Alll þetta bíður íslenzkra ungmennafélaga. Markið er bátt. Það er biutverk „Skinfaxa" að benda á leiðirn- ar að því og hvernig þær verði þræddar, og sameina a 11 a góða æskumenn um áhugamálin. Ábugamál og bugsjónir eru líftaugar U. M. F. 1. Treystum þessar líflaugar og eflum þær. Þá mun þjóð- in göfgast og þroskast og landið verða enn þá fegurra en það hefir nokkru sinni verið. Þá mun smáþjóðin, sem eitt sinn var kúguð og ennþá er sundruð, verða öndvegisþjóð. Látum ekki æskueldinn kulna, sem kviknaði í vor á sólríkum dögum og björtum nóttum. Látum ekki fé- lagsböndin slitna, sem við knýttum þá. Látum heit- strengingar, sem gerðar voru við liamraveggina, verða að veruleika. Látuin hugsjónirnar rætast, sem fæddust vorið 1930 á Þingvöllum við Öxará. Þóroddur Guðmundsson. Barnadeildir. U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit er að koma upp yngri deild hjá sér. Vonandi koina fleiri félög á eftir. Sambandsstjóra U. M. F. í. er sérstök ánægja, að fá að hjálpa til að koma slíkri starfsemi á fót.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.