Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 11
SKINFAXI 143 þegar sezt að horðum og voru nú margar ræður flutt- ar á norsku, íslenzku og færeysku, því að tveir Fær- eyingar voru með i förinni, H. A. Djuurhus skáld og' Pétur sonur Dalil prófasts í Færeyjum. Yar dvalið þarna í miklum fögnuði fram um miðnætti, að aftur var lmldið til Björgvinjar, eftir dýrlegan dag. Næsla dag, miðvikud. 23. júlí, var sólskin eins og hina dagana. Það er jafnan sagt, að alllaf rigni i Björg- vin, og fleslir liafa lieyrt gamansögur eins og þær, að þar fæddust börnin með regnhlif og að hestarnir fæld- ust ef þeir mættu regnhlífarlausum manni o. s. frv. Satt er það, að margir Björgvinjarbúar bera með sér regnhlíf, þó að sólskin sé, svona til vonar og vara -— eða af barnsvana -— en það rignir ekki alltaf í Björg- vin, það fann eg. — Um morguninn fengum við áætlun um ferð okkar til Niðaróss og þaðan til Oslóar, ásamt miklu farseðlaliefti er gilti þá leið alla. Yar áætlun þessi svo vel og greinilega úr garði ger og vel fyrir öllu séð, að ekki þurftum við annars áð gæta, en vera á ákveðinni mínútu á hverjum hurtfararstað — og það tókst okkur. Samkvæmt áætluninni fórum við frá Björgvin þenna dag kl. 3,55 síðd. eftir járnbraut til Voss. Er sú leið 107 km. Það, sem mest sérkennir þessa leið, er öll járnbrautargöngin gegn um fjöll og liálsa. Eru göngin alls 57 á leiðinni, sum stult, en þau lengstu 1286 metr- ar. Er heldur livimleitt að koma skyndilega í kolsvört göng, þegar maður er sem í sjöunda liimni að dást áð fögru landslagi, sem viða er á þessarri leið, en er svo horfið, þegar aftur er komið í dagsljósið. Og það varði heldur ekki lengi þar sem göngin eru svo þétt. En þessi inörgu göng sýna Ijósast, hve landið er mishæðótt og breytilegt á leið þessarri. Á eyju í Sörfjord, sem lengi er farið fram með, eru varðveittir óknyttadrengir og látnir vinna þar ýmislconar vinnu. — Til Voss komum við kl. tæpl. 9 um kvöhlið. Á stöðinni beið okkar Öy- stein Eskeland, skólastjóri á lýðskólanum i Voss, með

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.