Skinfaxi - 01.10.1930, Page 14
146
SKINFAXI
komin út á sjálfan Sognfjörð, sem er lengsti fjörður á
Vesturlandi (180 km.). Til Lærdal komum við kl. 10 um
kvöldið og fórum þaðan aftur kl. 12 og héldum áfram
á því skipi til kl. 1 næsta dag, að við koinuin lil Vad-
heim, og höfðum þá farið rúman liálfan fjörðinn. All-
ir firðir á Vesturlandi eru mjög þröngir. Sognfjörður
er einna breiðastur, og er liann þó hvergi meira en 4
km. á breidd, en samt er liann 1244 metra djúpur, þar
sem dýpst er. Bygðin er mestmegnis í smærri kaup-
stöðum og þorpum, þar sem, daladrög skerast inn milli
fjallanna. I Vadheim tóku á móti okkur Olaf Försund
frá Sogn Undomslag. Snæddum við á Valdheim hotel
og liélt liann þar snjalla ræðu fyrir minni Islands, um
leið og hann bauð okkur velkomin i Sogn. Eftir stundar-
dvöl var sezt í híl og haldið lil Sandane um kvöldið og
fylgdi Försund okkur alla leið, Var það betra en ekki,
því að hann fræddi okkur um marga hluti á þeirri leið.
Frá Vadheim liggur vegurinn fyrst um dal með 500
metra háum fjöllum á báðar hendur. Er sú hæð á fjöll-
um og þaðan af meiri ekki óalgeng á Vesturlandinu,
og þegar dalirnir milli fjallanna eru þröngir, þykir
okkur Islendingum full lítið útsýnið; þó ervíðaþrengra
en i Sogni og Sunnfirði. — Við stöldrum stundarkorn
við i Förde og höldum svo áfram til Vatnsenda. Er það
gistihús við suðurenda Jölstervatns, sem er lengsta vatn
á Vesturlandi, um 30 km. Síðan ökum við meðfram
vatninu, gegnum Vátedalen, sem er mjög hrikalegur
og draugalegur, enda kvað þar vera mikið af huldufólki
og margskonar forynjum, Þykir viðsjált að vera þar
einn á ferð er rökkva tekur. Um Vátedalen rennur jök-
ulsá, er kemur frá Jöstedalsjökli, sem sést vel frá veg-
inum og skriðjöklar úrhonum.Áþessi rennuriBreims-
vatn, sem er dýpsta vatn Noregs (273 metr.). — Á þess-
arri leið er mjög mikið af furuskógum og við livern bæ
eru stórir hlaðar af timbri, söguðu niður i þunnar,
stuttar fjalir. Þessar fjalir eru notaðar i síldartunnu-