Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 16

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 16
148 SKINFAXI á sjó, því að ella er yfir fjöll að fara, brött og ill yfir- ferðar. Fólk þetta er afbrigða gestrisið og gott lieim að sækja, enda er þar ekki gestkvæmt. — Geirang- ursfjörður er 15 km. langur og eru 1500 m. há fjöll a báðar hendur. Á vetrum er oft liættulegt að sigla um fjörðinn, því að snjóflóð falla þar títt, og oft út á miðjan fjörð og lengra. Margir fossar falla niður fjöllin, en merkastur er Knivsfláfossen, er fellur niður í sjö kvíslum og er því jafnan nefndur „Syst- urnar sjö“. í Geirangri eða Marák, eins og þorpið lieit- ir, er undirlendi ekkert. Frá bryggjunni til gistihússins Utsigten, eru 3 km. og ligg- ur það 300 m. yfir liafflöt. íbúarnir lifa nær eingöngu á ferðamannastraum, sem er þangað mikill. Liggur þaðan vegur upp í Jötun- heimafjöll og fleiri fjallveg- ir. Kvöldið, sem við komum þangað, fórum við í bíl upp fjall ofan við þorpið. Ókum við 17 km. og vorum þá komin í 1038 m. hæð. Liggur sá vegur í ótal bugðum, svo kröppum og brött- um, að hér á landi er enginn vegur neitt því líkur. Útsýni er stórfelt og hrikalegt, þegar upp er komið, ekki ólíkt og víða hér heima. Gróðurlaus fjöll með snjófönnum en jöklar í fjarska. Var þetta glæsileg- asta fjallaförin, er við enn höfðum farið. 27. júlí fórum við á skipi út Sunnylvfjörð, sem liggur út frá Stórfirði. Er hann líkur Geirangursfirði, með býlum á hamrastöllum. Er hér t. d. einu býli svo fyrir komið, að það er byggt undir liamravegg Geirangursfjörður.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.