Skinfaxi - 01.10.1930, Side 21
SKINFAXI
153
staður, eða skóli, fyrir það fólk, er löngun og liæfi-
leika liefir til þess að gefa sig við íslenzkri leiklist.
Eg þykist sjá hina fyllstu möguleika til samvinnu
milli þess félagsskapar, sem liefjast kynni handa um
íslenzka kvikmyndagerð, og þess fólks, sem í framtið-
inni kann að skipa sér á bekk sem landnámsmenn ís-
lenzkrar, þjóðlegrar leiklistar.
Eitt af höfuð-viðfangs- og áhugaefnum ungmenna-
íélaga íslands er allskonar íþróttir. Hugsið ykkur Iive
sterk og heilbrigð álirif til stuðnings líkamsatgervi
gæti komið frá þeim þætti íslenzkrar leiklistar, sem
gæfi sig af alúð við að leika fyrir myndatöku eftir
fornsögum vorum.
Hugsum oss: Skarphéðin við Markarfljót. Sund
Grettis ur Drangey. Kaf Halls Ótryggssonar eftir stjór-
anum við Iirisey (Ljósvetningasaga). Yígfimi Gunnars,
Ivára, Kjartans, og m. o. m. fl.
En það, sem eg liygg að yrði ef til vill höfuð-ávinn-
ingurinn, er þjóðernisvakning sú, er eg hygg, að eðli-
lega ætti sér stað, ef unnt yrði að sýna ýmsa atburði
fornsagna vorra á þann hátt, er eg hefi nefnt, og um
fram allt á öfgalausan liátt, undir eftirliti hinna sögu-
fróðustu manna.
Eg er sannfærður um, að mál þetta á eftir að verða
tekið lil meðferðar og fullra framkvæmda, áður langt
um líður, af einhverjum félagsskap. En eg vildi óska,
að það yrði ungmennafélagsskapurinn íslenzki, sem ætti
lieiðurinn af að brjóta ísinn, einmitt í þessu rnjög svo
mikilsverða máli, því að mér virðist, að þetta verkefni
sé honum fyrirhugað, og að metnaðar og drengskap-
ar síns vegna verði liann að vcrða fyrslur til að hefja
merkið.
Friðgeir H. Berg.