Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 22

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 22
154 SKINFAXI Minnismerki. Eg skora hér á alla góða drengi, sem eitthvað vilja heí'ja þetta land: Af alhug vinna að gæfu þess og gengi og glaðir hnýta við það tryggðaband, því minning þeirra manna stöðugt lifir. 1 minni þjóðar verður nafnið skráð; svo legstein þarf ei leiði þeirra yfir, því letur það fær tíminn stöðugt máð. Hver sem hefir eitllivert stórverk unnið, —- sem aðrir fleiri klæðist dauðans hjúp. -— Hann ávann nafn, sem ei fær gleymst né runnið með öðrum smærri nið’r i tímans djúp. Með fögru starfi á fósturjörðu sinni. fléttað margur licfir kranzinn sinn. Því að nafni heldur hæst í minni háleit sál, en ekki likaminn. Þó að velt sé þungum bautasteinum, á þeirra grafir eftir runnið skeið, og letrað nafnið gullnum stöfum greinum, með glöggar tölur — ár og tíma leið, slíkt lcemur oft á óverðuga niður og aðra en þá, sem fyrstir ruddu braut. Eu það mun eflaust þykja fagur siður og ])að er prýði á leiði þess, er lilaut. -—■ En til livers eru minnismerki gefin á manna leiði og slitur líkamans? Hvort veldur því ei óttinn sár og efinn um að týnist minning dánumanns?

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.