Skinfaxi - 01.10.1930, Qupperneq 24
15(3
SKINFAXI
Fjárlög voru seit fyrir sambandið og stjórn kosin til næstu
þriggja ára. Kosnir voru: Sambandsstjóri Aðalsteinn Sig-
mundsson, ritari Guðmundur frá Mosdal og féhirðir Kristján
Karlsson. Vegna anna baðst Sigurður Greipsson undan að
sitja í stjórn, og Kristján að vera sambandsstjóri. Voru báð-
um þökkuð ágæt störf á liðnum árum, í stöðum þenn, er
þeir viku úr.
Verðlaunaskjöldur Skarphéðins.
Skjöld þann, er
hér birtist mynd
af, hefir Ríkarð-
ur Jónsson gert
fyrir Héraðssam-
bandið Skarphéð-
in. Er hann hið
prýðilegasta lista-
verk, gerður úr
dökkum viði og
filabeini. Keppt
verður um skjöld-
inn árlega á hér-
aðsmótunum við
Þjórsárbrú, og
hlýtur það félag
hann til varð-
veizlu, er flesta
vinninga fær i
íþróttum. Nú er
hann í vörzlum
U. M. F. Skeiða-
nianna.
U. M. F. í. á AlJjingishátíð.
U. M. F. í. sýndi hændaglímu og vikivaka á Þingvöllum,
eins og til stóð. Sigurður Greipsson stýrði bændaglímunni, en
glímumenn voru viðs vegar að. Vikivakana steig barnaflokk-
ur frá U.M.F.Velvakandi, en honum stýrðu ungfrúrnar Ásthild-
ur Kolbeins, Ragnheiður Björnsson og Þórbjörg Guðjónsdóttir.
Báðar tókust sýningarnar vel, og um vikivakasýninguna létu
margir mælt, að hún hefði verið einn glæsilegasti atburður
hátiðarinnar. Var hún tvímælalaust U. M. F. til sæmdar og
vikivökunum lil fylgisauka.