Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 26
158
SKINFAXI
Bækur.
Jónas Rafnar: Staksteinar. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson,
Akureyri 1930. — Jónas læknir Rafnar gerðist þjóðkunnur
fyrir eina smásögu: „Talað á milli hjóna“, sem birtist i Skirni
fyrir nokkru. Síðan hefir fátt á prenti hirzt eftir hann, þar
til nú, að kemur 11 arka skáldsaga. Mun hún eigi spilla vin-
sældum höfundar. Sagan er látlaust sögð og skenmitilega, á
ljómandi alþýðumáli, persónurnar ljóslifandi og atburðirnir
eins og þeir gerast i lífinu. Væri óskandi, að Jónasi lækni
gæti unnizt meira tóm til sagnagerðar, en verið hefir.
Ársrit Nemendasambands Laugaskóla 1930. — 5. árgangur
þessa ágæta rits er nýkominn, vandaður og fjölhreyttur að
efni, merkileg sönnun þeirrar frjóþrungnu gróandi, sem al-
þýðuskólarnir fóstra, og Laugaskóli ekki sízt. Mikill hluti heft-
isins er helgaður Völundi heitnum Guðmundssyni, ritgerðir
og kvæði eftir og um hann, þar á meðal aðalnámsritgerð hans
i Laugaskóla 1927, um „líkingar i íslenzkum bókmenntum",
glæsilegt verk. — Ársritið er um allt svo úr garði gert, að
eigi á við, að það vanli i bókaskáp neins ungmennafélagá.
Nýföroyskur skaldskapur. Úrval. Tórshavn. Felagið Varðin.
1930. — Þetta er lítil bók, einar 80 blaðsíður, og hefir að
geyma úrval úr ljóðum átta núlifandi góðskálda færeyskra.
Mörg kvæðanna eru ágæt, og er gaman, eigi sízt fyrir íslend-
inga, að fá svo handhægt sýnishorn af færeyskum kveðskap.
Ætti bók þessi að ná verulegri útbreiðslu hér á landi, og vill
Skinfaxi mælast til, að ungmennafélagar hjálpi til þess.
Sambandslögin.
(Þess er getið í fréttum af sambandsþingi, á öðrum stað
í þessu hefti, að sambandslagafrumvarp milliþinganefndar var
eigi afgreitt sakir tímaskorts, en fram komu við það róttæk-
ar breytingatillögur. Mál þetta er ekki ómerkt og snertir alla
ungmennafélaga. Hér eru því prentaðar greinar þær, sem
skiftar eru skoðanir um, og breytingatillögur við þær. Frum-
varpið í heild verður sent öllum sambandsfélögum í október).