Skinfaxi - 01.10.1930, Side 27
SKINFAXI
159
1. grein.
Ungmennafélag íslands (U.M.F.Í.) er samband íslenzkra
ungmennafélaga. En ungmennafélög heila að lögum þessum
féliig þau, er hafa tilgang, starfskrá og skuldbindingu svo sem
segir í 2., 3. og 4. grein laga þessarra.
2. grein.
Tilgangur U. M. F. í. er sá:
I. Að vinna gagn íslandi og islenzkri menningu.
IT. Að draga athygli ungra íslendinga að velferðarmálum
lands og þjóðar, og kenna þeim að skilja hvers virði
það er, að vera Islendingur, og hverjar eru skyldur ís-
lendings við land sitt, tungu og þjóðerni.
III. Að hjálpa félagsmönnum til þroska, menningar og dreng-
skapar.
Kjörorð U. M. F. í. er: íslandi allt.
3. grein.
Öll göfug, góð og nytsöm verk eiga heima á starfskrá ung-
mennafélaga. En jafnan skal látið ganga fyrir öðru, að vinna
að verndun, viðhaldi, eflingu og sköpun þess, sem þjóðlegt
er og rammíslenzkt í hvívetna, og aukinni þekkingu og glædd-
um skilningi á íslenzkum efnum og anda. Megináherzla skal
lögð á þekkingu á móðurmálinu og vandaða meðferð þess.
4. grein.
Enginn er löglegur félagi né aukafélagi U. M. F. 1. né neinn-
ar deildar þess, nema hann riti undir og lifi svo sem geta
leyfir eftir skuldbindingu sambandsins, en hún er þessi:
Vér undirrituð lofum þvi og leggjum við drengskap vorn,
að meðan vér erum félagar einhverrar deildar U. M. F. í.,
skulum vér eigi neyta neinna áfengra drykkja, né valda þvi
visvitandi, að þeir séu öðrum veittir. Vér skulum vinna af
aíhug að blessun lands vors, sæmd og þrifum þjóðar vorrar,
framförum sjálfra vor andlega og líkamlega, og að heill og
þróun ungmennafélagsskaparins. Lögum og fyrirskipunum
ungmennafélaga viljum vér í öllu hlýða og leggja fram krafta
vora sérplægnilaust til slarfa þeirra, er oss kann að vera
falið að vinna fyrir U. M. F. í. eða deildir þess.
Þessar eru breytingatillögur U. M. S. K.:
Við I. grein:
í stað „tilgang, starfskrá“ komi: „stefnuskrá" og tilvitn-
unin í 4. gr. falli niður.