Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 28

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 28
160 SKINFAXI 2. grein hljóöi svo: Stefnuskrá U. M. F. í. er: Að auka þjóðrækni og þroska íslenzkra æskumanna. Nokkrar skýringar á stefnuskránni: 1. Þar sem þjóðrækni er fyrst og fremst ræktarsemi við land, þjóð og þjóðareinkenni, skulu ungmennafélögin kosta kapps um, að auka þekkingu félaga sinna á landi, tungu, sögu, siðum og bókmenntum þjóðar vorrar. 2. Þroski er bæði andlegs og líkamlegs eðlis, og þess vegna skulu ungmennafélögin leitast við: a. Að auka þekkingu félaga sinna, stæla vilja þeirra og göfga hugarfar þeirra. b. Að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum og aukinni líkamsmenntun félaga sinna. 3. Auk þess skulu ungmennafélögin starfa að vín- og tóbaks- bindindi, aukinni alþýðumenntun, alhliða ræktun lands- ins, endurreisn heimilisiðnaðar í þjóðlegum stil og öðru því, er horfir landi og lýð til heilla. 3. grein hljóði svo: Enginn er löglegur félagi né aukafélagi U. M. F. í. né neinn- ar deildar þess, nema hann staðfesti með undirskrift sinni skuldbindingu sambandsins, en hún er þessi: Vér undirrituð höfum kynnt oss stefnuskrá U. M. F. í. og lieitum því, að vinna samkvæmt henni að líkamlegum og and- legum þroska vorum og annarra og heill þjóðar vorrar. 4. grein (ný gr.) liljóði svo: Vínnautn skal stranglega bönnuð á fundum og samkomum ungmennafélaga. Stjórnir félaga og félagar allir skulu vaka yfir því, að stefnuskrá og skuldbinding séu í lieiðri hafðar. í lögum hvers félags skulu vera viðurlög við skuldbind- ingarbroti. Nú liggja tillögur þessar hvorartveggja fyrir til athugunar og umræðu. Skylt er um hvert mál að liafa það, sem hollast dæmist að beztu manna yfirsýn. En hugsa skyldu menn sig tvisvar um, áður liróflað sé við helgum hyrningarsteinum félags vors, skuldbindingunni t. d., svo að öruggt sé, að betra reynist hið nýja, en liið gamla var. F élagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.