Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 og að lokum notar hann að- eins þá vöðva, sem riauðsyn- legir eru til þess að fram- kvæma hreyfinguna. Hin stöðuga endurtekning hefur það einnig í för með sér, að taugaboðin berast hraðar. Verður því hreyfingin viss- ari og vissari, og að lokum alveg ósjálfráð, að öðru leyti en þvi, að koma þarf henni af stað, samanber að ganga og að hlaupa. Vel getur hugs- azt, að hinn óþjálfaði noti fleiri vöðva, vegna þess, að þeir vöðvar eða vöðvaþræðir, sem bezt liggja við átakinu, eru of veikir. Þeir vöðvar, sem grípa verður þá til, liggja ef til vill mjög illa við á- takinu, og nýtist kraftur þeirra hvergi nærri til fulls. Með æfingu styrkjast þeir vöðvar, sem hezt eru settir til starfsins, hinir verða því smám saman óþarfir fyrir hreyfinguna. - Árangurinn verður sá, að þegar aðeins er notaður hluti af þeim vöðv- um, sem í fyrstu voru nauð- synlegir, sparast miklir kraft- ar, þó að hrevfingin sé nú gerð betur og öruggar en áð- ur. Gott stökk — eða kastlag þýðir það, að íþróttamaður- inn liefur lært að heita rétt- um vöðvum á réttum tíma og með réttu afli. Bezta aðferð- in til þess að ná lagi í ein- Vilhjálmur Einarsson. hverri íþróttagrein, er að æfa einmitt þá íþróttagrein“. Uppmýking — hitun. Hver og einn, sem vill æfa íþrótt eða þjálfa sig, verður að þekkja nauðsyn þess að hita sig eða mýkja. Lifeðlis- fræðideild sænska íþrótta- kennaraskólans hefur fram- kvæmt rannsóknir varðandi áhrif mýkingar á árangur í hlaupum. Beztan árangur veitti látlaus vinna, t. d. hlaup og nokkrar leikfimis- æfingar. Þeir, sem tilraunin var gerð á, bættu tíma sína á 100 m. spretti um 3 til 6 ti- unduparta úr sek., ef þeir mýktu sig fyrir hlaupið. A 100 m. sprett bættu þeir tíma sína um 2 til 3.5 sek. og á 800 m. spretti um 3 til 6 sek. — Hæfilegastur uppmýkingar- tími við lióflegar æfingar reyndist vera 15 til 30 mín. Þó kom í ljós við tilraunirn- ar, að liðu meir en 15 mín. frá uppmýkingu til átaks, þá varð lítið liald i áhrifum upp- mýkingarinnar, þó iðkandinn væri hlýtt klæddur. Að end- ingu sýndi það sig, að á- reynslulaus hitun l. d. í hað- stofu, hefur eigi eins liald- góð áhrif og hitun (uppmýk- ing) við áreynslu, en þó bætti slík uppmýking árangur iðk- enda frá því, ef um enga var að ræða. Rannsóknin sýndi, að uppmýking á eins við kúluvarpara sem sundmenn. Það er óskynsamlegt að leggja á líkama sinn erfiðar þjálfunaræfingar án upp- mýkingar. Það er vænlegra til afreks að mýkja sig áður en lagt er í keppni. Þá minnk- ar áhættan á vöðvasliti við á- tök, ef áður hefur verið mýkt upp. Of langt mál yrði það Sldn- faxa að birta æfingaskrá vegna sérþjálfunar fyrir hverja iþróttagrein og því leyfi ég mér að vísa til bók- arinnar „Frjálsar íþróttir“ eftir St. Kristjánsson og Þ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.