Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 23
SKINFAXI 23 íí Z I1ÍJ 1 1 i 1 1 1 I S K Á K ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Skákáhugi hefur líklega aldrei verið meiri hér á Is- landi en einmitt nú. Við Is- lendingar höfum eignast stór- an hóp af mjög góðum skák- mönnum, og erum fyllilega samkeppnisfærir við flestar nágrannaþjóðir okkar. Víða um land, bæði í kaup- stöðum og til sveita liafa ver- ið stofnuð skákfélög, en þó vantar töluvert á i þessu máli. Þar sem skákiþróttin er með hollari tómstundaiðjum, sem íslenzkur æskulýður getur fengist við, ættu öll Ung- mennafélög að beita sér fyrir stofnun taflfélaga, þar sem þau eru ekki þegar fyrir hendi. Síðar gætu svo félögin keppt sín á milli og aukið á þann hátt það félagslíf, sem fyrir er. Væri ánægjulegt, ef inn færði honum blýhjartað og dauða fuglinn. Þú hefur valið rétt, sagði Guð. Þessi litli fugl skal syngja um eilífð og paradís og prinsinn hamingjusami lofa mig í háborg minni af gulli. Ólafur Jónsson þýddi. forráðamenn Ungmennafé- laganna sendu skákþætti „Skinfaxa" fréttir af skáklífi frá sem flestum stöðum á landinu. Nú langar mig til að minn- ast lítillega á einn af okkar yngri skákmönnum, en það er Sveinn Kristinsson. Hann er fæddur 2. marz 1925 í Skagafirði. Byrjaði hann að tefla um fermingaraldur með Taflfélagi Sauðárkróks. Árið 1945 fluttist hann til Reykja- víkur og um haustið næsta ár byrjaði hann að tefla á opin- berum mótum. 1 meistara- flokk komst liann 1947 og ár- ið 1951 vann hann haustmót Taflfélags Reykjavíkur, en síðan hefur hann verið i röð fremstu skákmanna okkar. Vorið 1955 keppti hann í sveit Islands á Alþjóðaskákmóti Stúdenta, sem fram fór í Ly- on í Frakklandi. Hafnaði sveitin þar i 6. sæti, sem þótti mjög góður árangur. Eftir- farandi skák tefldi hann á Iiaustmóti Taflfélags Reykja- víkur 1952: Sveinn Kristinsson. Hvítt: Jón Einarsson. Svart: Sveinn Kristinsson. Niemzo indversk vörn. 1. dJ, Rf6 2. cJ, e6 3. Rc3 BbJ, J,. e3 c5 5. a3 BxcSf 6. bxc3 (Byrjunin er Sámisch-afbrigði Niemzo-indversku varnarinnar. Hvítur hefur sterkt peðamiðborð og þar af leiðandi góðar kóngs- sóknarhorfur, en því til mótvæg- is er tvípeðið á c-línunni, sér i lagi peðið á c4, sem erfitt getur reynzt að veita fullnægjandi völdun. Spurningin er því þessi: tekst svörtum að treysta varnir sínar nægilega gegn kóngssókn- arformum hvíts og snúa sér síðar af alefli að veikleika hvíts á c- línunni, eða verður það hvítur sem brýtur varnir svarts á kóngsvæng á bak aftur með ó- stöðvandi kóngssókn?)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.