Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1957, Blaðsíða 27
SKINFaXI 27 áður en eðlishvatir til kyn- greininga gera vart við sig. Þá verður enginn útundan í þessari fögru almenningsíþrótt. Gautlöndum, 4. marz 1957. Böðvar Jónsson. O Peter Freuchen Núna í apríl kom hingað til landsins hinn víðkunni land- könnuður Peter Freuchen, í boði Stúdentafélags Reykjavík- ur. Freuchen hélt fyrirlestra og sýndi kvikmyndir frá Græn- landi, við mikla aðsókn hér í Reykjavík þá fáu daga, sem hann dvaldi á landi okkar. Seinni kona hans, frú Dagmar Freuchen, en hún er dönsk, var í för með manni sínum. Peter Freuchen er fæddur í Danmörku árið 1886 og varð stúdent þaðan árið 1904. Hóf hann nám í læknisfræði, en hvarf frá því námi, þegar hann gerðist þátttakandi í hinum danska könnunarleiðangri til Norðaustur-Grænlands, sem stjórnað var af Mylius Erichsen og þar aðstoðaði hann prófessor Wegener við veðurathuganir. Nokkru seinna vann Freuchen með Knud Rasmussen að stofn- un Thule stöðvarinnar og stóð þar fyrir verzlun til 1919. Þaðan fór hann í leiðangur með Knud Rasmussen yfir norðurhluta Grænlandsjökuls og fann þar áður ókunna landshluta. Knud Rasmussen er einn af mestu heimskautalandkönnuð- Peter l<‘reuchen. um allra tíma og þeir félagar voru sí og æ á ferðalögum með hundasleða yfir hafísbreiður og jökla Grænlands. Árin 1921—24 tók Freuchen þátt í einum mesta og árangurs- ríkasta leiðangri, sem farinn hefur verið um Norðurheim- skautslöndin, 5. Thuleleiðangr- inum, er ekið var á hundasleð- um frá Grænlandi alla leið til Alaska undir stjórn Knud Ras- mussen. í þeirri ferð varð Fre- uchen fyrir allmiklu kali á vinstra fæti, sem leiddi til þess að taka varð af honum fótinn og gengur hann nú við tréfót. Peter Freuchen er frægur fyrirlesari og rithöfundur. Hann hefur verið ritstjóri danska vikublaðsins Ude og Hjemme og er blaðamaður hjá Politiken. Þá hefur hann skrifað nær tvær tylftir bóka, skáldsögur, ferða- sögur og bækur um eigin ævi. Bækur hans eru byggðar á mikilli reynslu og skilning-s- góðri þekkingu á högum þeirra, er búa við hin nyrztu höf. Tvær af ferðabókum hans. Æskuár min á Grænlandi og Ævintýrin heilla, hafa verið gefnar út á íslenzku. Peter Freuchen hefir á seinni árum ýmist dvalizt í Danmörku eða í Ameríku. Hann hefur ferðazt um báðar álfur Ameríku þverar og endilangar og farið í tvo leiðangra til norðurhéraða Síberíu. Til Alaska gerði hann út kvikmyndaleiðangur 1932 og stjórnaði töku kvikmyndarinn- ar Eskimói, sem hlaut heims- frægð. í Thule kynntist Freuchen Eskimóum, sem voru nær ó- snortnir af menningu hins hvíta heims. Freuchen lærði að þekkja þetta fólk og meta, hann dæmir það og lýsir því eftir manngildi þess en ekki ytra út- liti. í Thule giftist hann Eski- móastúlku, Navarönu Meqúpa- lúk. í tilefni af komu Freuchens hingað til lands, gaf bókafor- lagið Helgafell út bók í smá- bókaflokki sínum, með völdum köflum af Jóni Eyþórssyni, úr Æskuár mín á Grænlandi, í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Formála rita þeir Sturla Frið- riksson og Sigurður Þórarins- son. Sigurður segir þar m. a. um Freuchen. „Þessi bláeygði hávaxni síðskeggur virðist hafa átt fleiri líf en kötturinn“. © Norðurlandaferð U.M.S.K. Framhald greinar þeirrar, sem Axel Jónsson skrifaði í síðasta hefti Skinfaxa, kemur í næsta hefti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.