Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 21

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 21
Unnur systir þeirra var stoö og stytta móður sinnar heima fyrir. Þann 28. ágúst 1949 festi Guðmundur Einarsson ráð sitt og gekk að eiga Guð- rúnu Sigurðardóttur frá Mánaskál I Laxárdal i Vindhælishreppi, myndar- konu til munns og handa. Hafði ævi hennar falliö i likan farveg og Guö- mundar. Um fjölda ára var hún ráös- kona hjá föður sínum og bræðrum, þvi faöir þeirra systkina var ekkjumaður. Var heimiliö á Mánaskál með mynd- arbrag um búskap, byggingar og raf- stöö, þvi þeir Mánaskálarbræður eru völundar miklir, en Guðrún systir þeirra ágæt saumakona og ræktaði trjágarð við býli þeirra. Mátti þvi telja jafnræði meö Guö- rúnu Sigurðardóttur og Guömundi Einarssyni f búskapnum og heimilis- haldi með slika reynslu að baki. Þau hjón eignuðust þessi börn: Sig- urbjörg, gift Jóni Bjarnasyni frá Haga i Þingi, búa þau á Blönduósi. Sigur- björg gekk i' Kvennaskólann á Blöndu- ósi og er sjúkraliöi. Einar, gekk I Bændaskólann á Hólum. Guðrún gekk i Kvennaskólann á Varmalandi. Þessi systkin búa heima á Mýrum. Þeir bræður, Guðmundur og Hall- grímur, héldu áfram sinum samyrkju- búskap, enda voru þeir alla tið sam- hentir um hann. Blómguðust hagir Neöri-Mýrar- fólks, enda var fylgzt vel með timan- um um vélakost, hirðing góð á hlutun- um og reglusemi mikil. Er nú um 40 hektara tún á Mýrum, er gefur af sér nær þrjú þúsund hesta i stað 90 hesta, er Einar Guðmundsson fékk fyrsta árið sem hann bjó á Mýr- um. Þaö stuðlaði og að hagsæld heimilis- ins aö jafnan var þar nægur vinnu- kraftur. Það er fallegt að lita heim aö Mýrum i gróandanum, er angan er úr jörðu og þeyr i lofti. Þau systkinin á Mýrum, Guömund- ur, Unnur og Hallgrimur, hafa hlotið umbun tryggöa sinnar við jöröina. Enda var Guðmundur tengdur órjúf- andi böndum við þessar lendur sinar til endadægurs. Hann hafði hlotið sama sjúkdóm og faðir hans, er hann mátti bera hátt á annan tug ára með hléum og fór þrisvar til uppskurðar á spitala i Reykjavik. Þvi meir sem á leið ævina þvarr þróttur Guðmundar til vinnuálags, einkum siðustu þrjú ár. En hugsun Guðmundar var allt til vordaga, föst og heilsteypt um hagi síns heimilis. Maöurinn var að upplagi óvenju þrekmikill og viljasterkur. Honum var það án efa ánægjuefni, að sonur hans, Einar, myndi taka við búskap á Mýrum, svo verki þeirra ætt- manna væri haldið i horfinu. Er ég kom öllum ókunnur fyrir 35 Sigmundur Friðrik Hall- dórsson frá Hallbjarnar- stöðum. f. 06.02. '00 — d. 29. 12. '75. Kveðja frá vinum Við yzta haf, þar sem vagga þin stóð i veröld sólbjartra daga, var mörkuð og skirð þin manndómsleið og mótuð þin ævisaga. Við söngvablæinn og lindaljóð var létt yfir svipnum bjarta. Þar gafst þú lifinu heilög heit af hreinleik hins unga hjarta. Þó vegir skiljist um stutta stund og stormarnir feyki i sporin, þó lifir hver minning svo ljúf og hlý og ljóminn um bernskuvorin. Við mætumst aftur i morgunsól þegar mjúkþeyrinn andar um geima. Þá göngum við frændi, á grænni jörð um gömlu slóðirnar heima. Valdimar Hólm Hallstaö árum I Höskuldsstaðaprestakall og frekar fákunnandi um sveitastörf, þá hófust kynni okkar Guðmundar, er ég einkum byggði á þvi að hann var ætt- aður af Nesinu eins og ég. Var hann mér hollráður um marga hluti og hélzt vinátta okkar alla tiö, og ég minnist hans með þakkarhug. Það voru honum blessaðir dagar, er hann, magnþrota, gat dvalizt fáeinar vikur heima framan af sumri. Kona hans, Guðrún var manni sín- um mikil stoð sem tryggur og ástrikur lifsförunautur, er hann gat deilt sinum áhyggjum með, unz hann kvaddi Mýr- ar til að dvelja á sjúkrahúsi á Blöndu- ósi. . Við erum jafnan minnt á, að lifiö ikringum okkur er ávallt að kvikna og slokkna. Margar eru myndirnar sem okkur gefast i preststörfum, eina slika á ég frá liönu sumri. Fárra mánaða drengur horfði for vitnum augum á afa sinn á banabeöi, jafnframt þvi sem hann laugaði sig I sólar.geislanum. Afinn horfði hýrleitur á drenginn, sem er að byrja vegferðina, þá sem hann er sjálfur aö ljúka, þvi Guöstrúin með lifsgeislum sinum hafði laugaö sálu hans, svo hann beið rólega hinnar nýju vegferðar. Þannig eru minningar minar um Guðmund á Mýrum á sjúkrabeði og dótturson hans, Bjarna. Pétur Þ. Ingólfsson. 2S islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.