Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Page 26
taldi hann sig með þvi e.t.v. sitja yfir
hlut annarra, en ekkert var honum
fjarri. Aldrei vissi sá, er þessar linur
skrifar til þess að hann niddist á
nokkru þvi máli sem honum var til
trúaö og oft mun það hafa komið fyrir,
að hann tæki ákvarðanir þvert ofan i
eigin hagsmuni, ef hann áleit að hags-
munum félaga sinna eða umbjóðenda
væri betur borgið á þann veg. Mætti
nefna dæmi þessu til staðfestu, þótt
ekki verði það gert hér.
Einna rikustu þættir i skapgerð Sig-
urðar voru drengskapur, hreinskilni
oghjálpsemi, en til hans leituðu marg-
ir af margvislegum sökum. öllum
reyndi hann að gera einhverja úrlausn
sinna mála, ef hann fann þörfina til
staðar og mörgum veitti hann aðstoð
ánþessaðumværi beðiðnéþaðtiundað
á nokkurn hátt. I fasi og framkomu
var Sigurður imynd hins atorkusama
og stefnufasta athafnamanns. Fasið
hiklaust og framkoman hispurslaus,
hver sem í hlut átti, hreinskilnin og
hreinskiptinn svo að eftir var tekið.
Göngulagið létten ákveðið og bar hann
hrattyfirsvosemtitterum mennmeð
hans skapgerð. Lundin var létt og stutt
i brosið en skapið mikið og þungt ef ó-
sanngirni eða yfirgangi var að mæta.
Sem forystumaöur á sviði margvis-
legra félags- og mannúðarmála hefði
hann sómt sér vel þvi meiri mála-
fylgjumaður var vart finnanlegur en
hann, þegar honum þótti við liggja.
Varð þá allt undcin að láta og gerði oft-
ast.
1 einkalifi sinu var Sigurður mikillar
gæfu aönjótandi, en þar ber hæst eig-
inkonu hans, Vigdisi Eiriksdóttur, sem
studdi hann dyggilega i öllu hans starfi
og skóp honum afburðafallegt og hlý-
legt heimili, sem honum þótti gott að
snúa til eftir erilssaman og lengstum
alltof langan starfsdag. Þá voru börn
hans honum mikill yndisauki, sem
hann leitaðist við að tengjast sem nán-
ustuita böndum félaga og vinar um leið
og hann beitti föðuráhrifum sinum af
mildi og skilningi. Börn þeirra eru:
Asta Guðrún, hárgreiðslumeistari, gift
Árna Isakssyni, fiskifræðingi og eiga
þau þrjú börn. Matthias, verzlunar-
stjóri, kvæntur Selmu Skúladóttur og
eru börn þeirra tvö. Yngstur er Eirik-
ur, verzlunarstjóri, heitbundinn Heglu
Gisladóttur. Barnabörnum sinum unni
Sigurður mjög og naut samverustund-
anna með þeim bæöi i húsi fjölskyld-
unnar á Eyrarbakka, en æskuheimili
frú Vigdisarþar á staönum keyptu þau
fyrir nokkrum árum, svo og heima i
Austurgerði.S.
Þegar nú er komið aö leiðarlokum
skulu Sigurði tjáð virðing og alúðar-
þakkir fyrir öll hans störf i þágu féiag-
anna Matkaups h.f. og Búrfells h.f. og
Steinberg
Ingólfsson
F. 14.7. 1928. D. 3.1. 1977.
Mér var það mikið og óvænt áfall, er
ég frétti úr fjarlægð lát vinar mins og
skólafélaga, Steinbergs Ingólfssonar,
kennara og járnsmiös, sem dó I
umferðarslysi á Akureyri þ. 3. janúar
s.l.
Kynni okkar Steinbergs hófust eftir
barnaskólaárin, á fyrri hluta heims-
styrjaldaráranna, og urðum við þá
strax I æsku góöir kunningjar og vinir,
sem svo hélzt fram á siðasta dag.
Strax á bernskuárunum, kynntist
Steinberg störfum járnsmiðsins I
smiðju Steindórs stjúpfööur sins, viö
Strandgötu á Akureyri.
Iðnnámi i plötu- og járnsmiði lauk
Steinberg frá Iðnskóla Akureyrar og
nokkrum árum siðar fór hann til fram-
haldsnáms í verklegri kennslu I járn-
iðn á Italíu, ásamt nokkrum öörum Is-
lenzkum iðnaðarmönnum. Eftir aö
hann kom heim frá þvi námi, var
honum boðiö starf við verklega
kennslu I járnsmiði og rafsuðu hjá Iðn-
skóla Akureyrar. Þvi starfi gegndi
Steinberg af mikilli samvizkusemi,
vandvirkni og ósérhlifni til dauðadags.
Steinberg var hlédrægur og orövar
hófsmaður. Trúmál og framlif að
þessu liðnu voru hugðarefni, sem viö
Steinberg ræddum stundum i einrúmi,
og er ég þess fullviss, að I þeim efnum
hefur hann veriö búinn aö mynda sér
ákveðnar skoðanir um framhald á llf-
inu eftir þetta tilverustig.
Nú, um leiö og ég kveð þig, vinur
sæll, hinztu kveðju og þakka innilega
allar ánægjulegar samverustundir
hérna megin moldar, vil ég einnig
senda DIsu og Ingu Stinu hugheilar
samúðarkveöjur minar og bið aö hinn
almáttugi verndari styrki þær og
blessi. Pálmilngólfsson.
mun minningin um vammlausan hal
og vitalausan iengi lifa i hugum
þeirra, er meðhonum störfuðu á þeim
vettvangi. Allir söknum við vinar og
félaga, sem ávallt var reiðubúinn aö
leggja hönd á plóginn og var sá haukur
ihorni sem alían vanda leysti ef ábját-
aði eða aðstoðar var þörf. Við söknum
einnig nærveru hans á fundum, hlý-
ieika og persónutöfra, sem öllum gat
komið Igottskap. Minningin um góðan
dreng mun ylja mörgum um hjarta-
ræturnar er þeir hugsa til hans er
stundir liða.
Fjölskyldu Sigurðar vottum við
djúpa samúð við missi elskulegs eigin-
manns og föður og afa og biðjum góð-
an guö að styrkja þau og leiða i þeirra
miklu sorg.
Ég vil svo að endingu ljúka þessum
fátæklegu orðum með frekari tilvitnun
i sálm Einars Benediktssonar, er ég
hafði að inngangsorðum hér að ofan:
Af eilifðar ljósi bjarma ber,
Sem brautina þungu greiöir.
Vort lif, sem svo stutt
og stopult er,
Það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér.
Mót ölium oss faðminn breiðir.
Blessuð sé minning Sigurðar Matthi-
assonar megi honum farnast á leiðum
þeim, er hann hefur nú lagt út á og láti
guð honum nú raun öllu lofi betri.
t.S
30
Islendingaþættir