Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 33

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 33
Guttormur Hermann Vigfússon Þann 2. febrúar síðastliðinn var til moldar borinn frá Kapell- unni i Fossvogi Guttormur Hermann VigfUsson. Hann fædist að Anastööum i Breiðdal hinn 27. jUni 1916 en lést 18. janUar s.l. i New York, þar sem hann var við skyldustörf á skipinu BrUar- fossi. Foreldrar hans voru hjónin Vig- fUs Guttormsson frá Stöð i Stöðvarfirði og Ingigerður Konráðsdóttir frá Brekku í Mjóafirði eystra. Þau bjuggu 18 ár á Anastöðum en eru bæði látin fyrir löngu. Þau eignuðust tvö börn, Sigriði og Hermann. Sigriður giftist ung en missti mann sinn af slysförum eftir stutta sambUð. Siðan giftist hUn afturen dó stuttu siðar af barnsförum. Eftir að VigfUs og Ingigerður brugðu bUi á Anastöðum voru þau eitt ár i Stöð en siðan lá leiðin til Noröfjarðar og þar lézt Ingigeröur árið 1927 er Hermann var aðeins 11 ára gamall. Arið 1950 giftist Hermann þýskri konu, Ingeborgu L. A. Zimmermann, en hUn hafði komið hingað til Islands er f jölskylda hennar sundraðist í sam- bandi við heimsstyrjöldina siðari. Þau Hermann og Ingeborg eignuðust tvo syni, Alvin VigfUs, f. 16. des. 1951, og Ingbert Jóakim, f. 6. mai 1953. Inge- borg og Hermann slitu samvistum áriö 1958 og nU eiga báðir synirnir heima I Þýzkalandi ásamt móður sinni en fylgdu föður sinum siðasta spölinn, þann spöl sem við öll göngum fyrr eða siðar. Þvi má og bæta við hér að ungur fékk Hermann veiki, lömunarveikina, er margan hefur leikið grátt og gekk hann aldrei heill til skógar eftir það. Lifið hefur margar hliðar. Sumar eru bjartar, aðrar dökkar. Um suma fer það mildum, liknandi höndum, aðra hrjUfum, óblfðum, særandi. Af þvi sem á undan segir er ljóst aö Her- mann var i hópi þeirra siðarnefndu. Sumir láta bugast viö hin óbliðu tök skapanornanna. Aðra herða þau og þroska með þeim þá eiginleika er hvert óspillt hjarta telur þá bestu sem til eru: umburöarlyndi, skyldurækni, viösýni, óeigingirni og hjálpsemi við aöra.Þessir eiginleikar voru aðal frænda mins, Hermanns VigfUssonar. Ellefu ára gamall stóð hann uppi móðurlaus. Þá tók hann að sér heimil- ið er faðir hans þurfti að vinna fyrir hinu daglega brauði og annaðist það sem bezta hUsmóöir. Ekki þykir mér ósennilegt að þá hafi verið lagður grundvöllurinn að hinu trausta og innilega sambandi milli feðganna sem hélst æ siðan en VigfUs lézt á niræðis- aldri. Þessi reynsla Hermanns mun hafa átt drjUgan þátt I þvi hvaða lifsstarf hann valdi sér. Hann gerðist þjónn eða framreiðslumaöur og starfaði á ýms- um skipum, m.a. hjá SkipaUtgerð rikisins, Eimskipafélagi Islands, Sam- einaða gufuskipafélaginu og einnig á Hótel Borg, einkum á veturna er minna var að gera á sjónum. Lengst mun hann hafa starfað á Heklu og Gullfossi. Mér er kunnugt um það aö Hermann rækti öll sin skyldustörf af einstakri lipurð og samviskusemi og var ákaf- lega vinsæll af samstarfsmönnum sin- um. Segja má að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. En þetta var aðeins önnur hliðin á störfum hans. Hin hliðin voru þau störf sem hann innti af höndum án þess að þiggja nokkur laun fyrir. Ef til vill hafa þau verið honum ljUfust og hann unnið þau af mestri ánægju. Ég minn- ist þess, einkum er hann starfaði á strandferðaskipinu Heklu, að oft var hann hlaðinn ýmiss konar pinklum og bögglum er hann tók að sér að koma til skila. Það þótti alveg sjálfsagt, hvar sem var á landinu, að biðja Hermann fyrirböggul sem af einhverjum ástæð- um komst ekki i pósti. Og oft gekk hann Ur rUmi fyrir farþegum sem plásslausir voru. Allir þekktu Her- mann og einstaka greiðvikni hans og hjálpsemi. Er ég dvaldist á Siglufiröi kom Her- mann stundum I heimsókn til min. Þá átti ég lítil börn. Mér stendur enn ljós- lifandi fyrir hugarsjónum hvernig hann umgekkst þau. Orlæti hans og brosið til þeirra yljaöi hverju hjarta. Min börn eru áreiðanlega ekki þau einu sem glaðst hafa vegna návistar hans. Mér er það ekki til efs að siöustu árin var Hermann oft einmana. En hann bar slikt meö karlmennsku og æðr- aðist aldrei. Er við nU fylgjum Hermanni áleiöis þann veg sem allir verða að lokum að ganga er ljós að hann á engum skuld að gjalda en margir honum. En hann mun aldrei hafa óskað greiðslu þeirra skulda. Til þess var hjarta hans of stórt. Við sem þekktum Hermann þökkum honum hjartanlega samfylgdina. Við komum á eftir fyrr eða síðar. Ég á þá ósk besta okkur til handa að skulda- baggi okkar verði ekki þyngri en hans. Þá er okkur borgið. Ég votta sonum hans dýpstu samuö mina. Flosi Sigurbjörnsson. 37~ Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.