Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Blaðsíða 1
Slcbó fyrir alla
19. árg-anjrur
Mánudagur 29. maí 1967
18. tölublað
Fjármálavandræðin hjá S.Í.S:
Vilja Framsókn í stjórn sér til björgunar — Forustumenn Framsóknar eru
andvígir en Eysteinn ræður — Eignir seldar í mðborginni —
Lengi utangátta
Eitt af kappsmálum yfirstjórnar Framsóknar-
flokksins, og alls ekki að vilja minni flokksleið-
toga, er að komast í stjórn til að bjarga Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga, sem sagt er, að standi
mjög illa nú. Sérfræðingur enskur, sem hér var fyr-
ir skö'mmu, lýsti því yfir, að ekkert þjóðfélag,
hversu öflugt að öðru leyti þyldi svona mikið bákn
innan ríkisins. SÍS er orðin einskonar risaeðla, sem
engin ræður við, og nú er svo komið, að rekstur
þess er í engu sambærilegur við þær kröfur sem á
SÍS liggja. Nýlega keypti ríkið lóð þess vestan Al-
þingishússins, og enn fleira mun vera í bígerð.
Útþenslan kæfði
Starfsemi SÍS og hin tak-
markalausa stækkun og útþensla
varð til, fyrst á mögru árun-
um, en síðar á stríðs- og eftir-
stríðsárunum, þegar hið ill-
ræmda kvótakerfi varð allsráð-
andi. Þá fengu stórlaxar íhalds-
ins í kaupmennsku ipnflutnings-
leyfi GEGN því að SÍS fengi
sinn margríflega kvóta. Um
tíma skiptu nokkrir einstakling-
ar og SÍS milli sín innflutningn
um og græddu stórlega fé. Er
smátt og smátt losnaði um verzl
Er það satt, að gestir.á Hótel
Holti fái hóffjaðrir til að
stinga úr tönnunum?
unarhöftin og eðlileg samkeþpni
hófst, ásamt því, að linari menn
tóku forstöðustárf við SÍS, fór
vegur þess versnandi og má
heita, að síðan frjáls samkeppni
varð að miklu leyti haftalaus,
hafi SÍS verið á niðurleið.
Búvélasöluhneykslið
Raunverulega er hcr ekki um
neitt sérstakt að ræða. SÍS-
báknið var og er of feiknlegt
og útþanið til að geta þroskazt
í smá þjóðfélagi með þeirri
veltu og framkvæmdum, sem
það hefur haft. Fyrirtækið er
marg-yfir keyrt og því verður
ekki fullbjargað nema með al-
gjörri breytingu á rekstri, stór-
felldum niðurskurði. Vélainn-
kaupin og sala þeirra til b'æncla
varð svo gífurleg, að nálega
þótti ekki taka því að gera við
bilaðar, dýrar vélar í Iandbún-
aði, heldur kaupa nýjar og hrá-
viði heyvinnuvéla á túnum og
engjum bænda allan veturtnn
varð þjóðarskömm. En SÍS lifði
áfram í vímu eftirstríðsáranna
unz það einn dag komst að því,
að nýir og dugmiklir einstak-
lingar voru farnir að flytja inn
og keppa.
Nú er svo komið, að Fram-
sókn hefur verið utangátta léngi
og krefst SÍS þess, að gerðar
verði atrennur til að komast í
stjórn og síðan hjálpa SÍS, ef
ekki væri nema í þakklætis-
skyni, því SÍS hlét Iengi taum-
unum í öllum fjármálum floksk
ins sem var — og er enn —
allháður Sambandinu.
Gamli andinn úreltur
Gallinn við SÍS er sá, að
rekstur þes er langt á eftir tím-
anum og það gerir sér ekki ljóst
hversu viðhorf hafa breyzt. Þar
rikir enn einokunarandi og hug
urinn við höft og takmarkanir.
Framsóknarmönnum er alls ekki
um þessar kröfur, en Eysteinn
foringi, er eiginlega bundinn í
báða skó og enn heldur hann
stjórnartaumunum og öllu valdi
innan flokksins. Hin eina lausn
er, að Ieysa upp óþarfa deildir,
Ieggja sumar niður og gjör-
breyta þeim anda, sem þarna
ríkir.
(Fyrrv. starfsmaður).
Draugaganga í
Reykjavík!!
Frjálsþýðingar þola ekki Keflavíkurgöngn
Þeir vilja öllu íórna fyrir sóma ættjarðarinnar,
segja þeir sjálfir. En það er of mikið að labba alla
leið frá Keflavíkurvelli. Litlu fæturnir þreyttust víst
og svo var það hálfbjálfalegt að skýla sér í amer-
ískum hermannatjöldum, drekkandi kók og amer-
ískar samlokur sér til næringar á leiðinni. Nú skal
slíkt ekki henda, að Reykvíkingar og allir lands-
menn hlægi að þessum friðardúfum okkar lengur,
né birti myndir af nokkrum hræðum hrekjast á veg-
inum frá Keflavík.
Nú e^það Reykjavíkurganga, 4. júní, til ,,að mót-
mæla fasisma., hernaðarstefnu Bandaríkjanna og er-
lendri ásælni” — stendur skrifað í „Frjálsri þjóð”.
Það er ekki lítið sem á að gera nú. En ósköp er
það smánarlegt að þessi grey skuli nú ekki vilja
fórna lengri göngu fyrir þjóðina, sem þeir þykjast
elska að boði Moskvu. Það yrði huggulegt ef þessi
flokkur ætti að verja landið sitt, jafnvel með afli,
eða taka þátt í slíkum vörnum. Mikið gæti þjóðin
treyst á harðfengi þeirra og dug.
Því ekki fara í heyvögnum, eins og menntaskóla-
nemar. Þá myndu ekki litlu saklausu, einöngruðu
tærnar ykkar svitna.
AJAX skrifar um:
ALÞINGISKOSNINGARNAR
Vesturlandsk/ördæmi
Nýju kjördæmin, sem voru
stofnuð með breytingunni á
kosningalögunum 1959, voru
byggð á hreinum landfræðileg-
um sjónarmiðum. Þá voru sam-
einuð í eitt kjördæmi héruð,
sem löngum hafa haft heldur
lítið saman að sælda, og svo
var um Vesturlandskjördæmi.
Svæðið milli Hvalfjarðar og
Gilsfjarðar er sundurleitt bæði
að atvinnuháttum og menningu
og öllum- brag.
Á Akranesi býr næstum því
þriðjungur kjósenda í kjördæm-
inu, svo að ekki er að furða þótt
frambjóðendur eyði miklu púðri
á Akurnesinga, sem reyndar
hafa aldrei verið neitt sérlega
pólitískir. Akranes hefur ger-
breytet á síðustu áratugum, svo
að þeir sem þekktu gamla Skag-
ann nudda augun, þegar þeir
koma þangað nú og spyrja
sjálfa sig, hvort þetta geti í
raun og veru verið sami stað-
urinn. Gamla Akranes var borg-
firzkt, það stóð í nánum tengsl-
um við sveitir héraðsins, mikið
af íbúunum var ættað þaðan og
átti frændfólk uppi um allar
sveitum. En svo hófst straumur
innflytjenda úr öllum áttum,
líklega þó mest af Vestfjörðum
og vesturhluta Norðurlands.
Tengslin milli Akraness og
borgfirzku sveitanna hafa að
mestu leyti rofnað, það er helzt
spítalinn þar, sem hefur þýð-
ingu fyrir sveitirnar. Verzlun
uppsveitanna við Akranes er að
mestu leyti á enda, þar er Borg-
arnes komið í staðinn. Akranes
er ekki lengur mikilvæg verzl-
unarmiðstöð fyrir héraðið. Og
atvinnuhættir á Skaganum
sjálfum hafa breytzt. Gömlu Ak-
urnesingarhir renndu öðru aug-
A VW\'WWV\WV\'VV'VW\\'WWV'WVVV\'WWVW\\AWWWW\WWA\AMW\\\WW\\WV'i
Lögregluliðin rekin — Fyrir
að hafa RANCT við
f sjónvarpinu fyrir stuttu var sýnt og sagt, að boð-
sundskeppni lögreglunnar hefði farið fram í sundlaug-
unum. Eögreglustjóri qg fyrirmenn voru mættir og ætl-
aði hann að afhenda verðlaun. Þegar til kom þurfti þess
nú ekki því að allar sveitimar voru dæmdar úr leik —
FYRIR AÐ HAFA RANGT VTÐ!!! Dómarar ku hafa
sagt, að lögregluþjónar kynnu ekki reglur og voru hinir
hörðustu. Eögreglustjórinn var svo „bit“ á sína menn,
að hann gekk þegjandi burtu.
A/W'WWVWVWVWWVWWWAAAAAAA tVVVVVVVVVV\AAAVVVVVVV\AAAAAAAAAAAAMA/WVVVVVWV
Ai ax skrifar um Vestfjarðakjör-
dæmi á 4. síðu blaðsin í dag
Atriði úr Hornakóralnum, sýnir þau Róbert Am-finnsson og Þóm Friðriksdóttur, móðurina. (Sjá
leikgagnrýni á 3. síðui).
aiiu út á sjóinn, en hinu upp til
landsins. Margir þeirra áttu
skepnur, og flestir kálgarð. Ak-
urnesingar nútímans hafa lítinn
áhuga á landbúnaði, áhuginn er
á sjónum og svo iðnaðinum í
bænum. Annars hefur verið
dauft yfir atvinnulífinu á Akra-
nesi núna síðustu árin, og tals-
vert af fólki flutzt þaðan, sum-
ir suður, srumir inn í Borgarnes.
í Borgamesi er aftur á móti
flest í blóma. Fólkinu fjölgar,
og mikið er byggt., Þó er þetta
víst hérumbil eina sjávarþorp-
ið á íslandi, þar sem sjór er
ekkert stundaður. Borgames lif-
ir á verzlun og iðnaði. Það hef-
ur náð undir sig allri verzlun
í Borgarfjarðarhéraði norðan
Skarðsheiðar og að miklu, leyti
einnig verzluninni á Snæfells-
nesi sunnan fjalla. Mikið af því
fólki, sem maður sér á götum
í Borgárnesi er aðkomufólk,
sveitafólk að verzla. Og Borg-
nesingar horfa á aðkomufólkið
af áhugaleysi, sem stundum get-
ur nálgast þóttafulla fyrirlitn-
ingu. Svona hefur þetta alltaf
verið í Borgamesi. Það hefur
annars aldrei skapazt neinn sér-
kennilegur bæjarbragur, eins og
var á gamla Akranesi. Eigínlegt
aristókratí hefur aldrei verið í
Borgarnesi, og staðurinn verkar
enn í dag ungur og ómótaður.
En atvinnulífið er í fullum
gangi, og flestir eru að flýta
sér.
Þorpin á norðanverðu Snæ-
fellsnesi em heldur í uppgangi.
Hellissandur er algerlega ó-
Framhald á5. síðu.
i