Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Side 3
Mánudagur 29. maí 1967
Mánudagsblaðið
3
Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda-
gjald kr. 325,00. Simi ritstjórnar: 13496 og 13975.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Auglýsingasimi 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans.
Flokkarnir og
baráttumálin
Það má heita furðulegt, að þrem vikum fyrir al-
þingiskosningar skuli tveir stærstu stjórnmalaflokk-
amir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, standa í
stórum -blaðaskrifum út af því hvor síóð fyrir hinu
illræda skömmtunarkerfi hér á árunum. Ætla mætti,
að ábyrg stjórnarandstaða, Framsókn, ætti eitthvað
haldbe.tra fram að færa en skömmtunina illræmdu,
og vildi bara hreint út, sem minnst minnast á þá
ófreskju. Á hinn bóginn er jafn furðulegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn lætur draga sig inn í svona skrif
og fara þó vart betur út úr þeim en raun er á.
1 rauninni er það furðulegt, að þótt Morgunblað-
ið gæti ráðið umræðuefnum blaðanna við kosning-
ar, þá er þess.mýmörg dæmi, að ýmist kommar eða
jafnvel enn smærri hópar ráða bæði leiðaraskrif-
um og flokksáróðri Mbl.
Sum málin eru hundómerkileg, en þó nógu stór
til þess að vekja athygli óánægðra, sem nota hvert
tækifæri, eins og bessi, til að réttlæta fyrir sjálfum
sér að hlaupa undan merkjum Sjálfstæðisflokksins.
Menn skyldu ætla að þau væru næg umræðu-
málin í sambandi víð kosningarnar, atvinnuástand,
stóriðjumálin, útgerð o.s.frv., þótt ekki væri hnakk-
rifist um gamla „drauga" sem ekki verða upp-
vaktir. Stjórnarandstaðan, sem í raun ætti að vera
svipa og aðhald að aðgerðum ríkisstjórnarinnar, er
í rauninni fálmkennd og öfgafull, stórlega óábyrg
og lofar meiru en nokkur snefill af von er til að
efna.
Þessar aðgerðir einar nægja hverjum hugsandi
manni til að athuga sinn gang um að skipta um
hest í miðju vaði. Stjórnin hefur sýnt framsýni og
stórhug í sumum málum, mistekizt í öðrum. Nú
er móðurinn runninn af þeim sem harðast fordæmdu
stóriðjuframkvæmdir.
Það yrði ærið erfitt NÚ að benda á „hættur"
stóriðjunnar, þótt jaðraði við að Jóhann Hafstein
væri kallaður landráðamaður fyrir afstöðu sína og
framkvæmd í því máli. Strax og vinna síldaraflans
rénaði og hætta var á, að máske gæti síldin brugð-
izt, þá kom í Ijós þörf stóriðju. Síðan hafa hvorki
kommar né aðrir andstæðingar hennar minnst á
„hættuna".
Enn fleiri þarfamál þyrftu betri og víðtækari
umræður, en því „höftin", þegar t.d. iðnaðurinn.
SÍS-veldið og óeðli þess. togaraútgerð, atvinnumál
o.s.frv. þurfa bæði lagfæringa og ýmissra breytinga
við. Heita má undantekning ef þessi mál eru rædd..
Nei, enn er langt í land til þess að alvarlegar,
skynsamlegar og jákvæðar umræður verði „tema"
kosningabaráttunnar. Við erum enn of bundnir
fullyrðingakerfinu. slagorðakastinu, loforðum sem
ekki er hægt að efna, — svo ekki sé gleymt „gömlu
syndunum".
Einhverntíma þarf fslendingurinn, eins og öll
nýtízkutækin hans, að komast sjálfur inn í sam^
tíðina. -
Þjóðleikhúsið:
HORNA-
KÓRALLINN
Höf.: Oddur Björnsson og Leifur Þórarinsson. Söng-
textar Kristján Árnason. Leikstj.: Benedikt Árnason.
Nýstárleg íslenzk komedía frumsýnd
Það er alltaf eftirvsenting þeg
ar nýtt íslenzkt leikrit eða leik
húsverk kemur á sviðið. Yfir-
leitt hefur leikritun verið veik
hlið bókmennta okkar, fá eða
engin stór snilldarverk, hvorki
fyrr né síðar en allbærilegar
sýningar hafa þó skotið upp koll
inum.
Prumsýning s.l. miðvikudags-
kvöld bauð upp á ,.Kling-Kiing-
komedíu“ — hvað sem það nú
þýðir, Homakóralinn eftir þá
Leif Þórarinsson og Odd Björns-
son með söngtextum eftir Krist
ján Árnason. Samkvæmt mörg-
um viðtölum segja höfundar, að
þetta sé gamanleikur með ádeilu
bragði. Þetta er ekki ný bóla
hja leikskáldum okkar t.d. Hall
dóri Laxness, en árangurinn hof
ur að ölu jöfnu verið lélegur og
oftast stórskemmt heldur en hitt.
Það sama má segja um þann
þátt í þessu leikhúsverki, ádeil-
an er margþvæld, léleg og yfir-
leit illa rituð. Það er undarlegt,
að ■ hvert íslenzkt leikritaskáld
telur sig sjálfsagðan móralskan
prédikara, hrópandi um galla
þjóðfélagsins. Er flestum miklu
skár að gera sér ljóst áður en af
stað er farið, að slík ádeila er
sennilega erfiðust í skáldskap,
hvort heldur í bókar eða lcik-
ritsformi, og ekki á færi nema
einstakra snillinga. Þá fara höf-
undar langt út í symbólikkina,
svo langt, að fæstir ef nokkrir
skildu hvert þeir voru að fara.
Klukkan, án vísa, og með kyrr-
stæðum pendúl, er auðvitað eitt
hvað ákaflega mikilsvert, og hin
ar sífelldu spurningar „hvað er
klukkan?" og svörin við henni,
missa t.d. algjörlega marks.
Hinsvegar er margt mjög gott
og skemmtilegt um sýninguna,
söngvar eru góðir, þótt ætla
megi að ekki nema einn eðl
tveir nái skjótum vinsældum hjá
almenningi. Samtölin eru viða
ágætlega samin, bráðfyndin og
komedían nær víða beztum á-
rangri þegar höfundar gleyma
ádeiluhlutverkum sínum, þjóð-
armeininu og breyskleika manns
ins. Skyldleikinn við Galdra
Loft er reyndar mjög svo vafa-
samur, en nokkur stertimenska
af höfunda hálfu að bera sig
saman við hið kyngimagnaða
verk Jóhanns Sigurjónssonar
eða hina magnþrungnu þjóðsögu
um skólapiltinn á Hólum. Aðal-
persónan Loftur hlýtur að vera
eitt af symbólum höfunda en
symból um hvað veit maður
ekki. Djöfullinn, sem hann vek-
ur upp með tækjum sem minna
á „græjur" úr geimíörum, er
hinsvegar rétt snilldarlega gerð
sviðspersóna, einkar viðfelldinn
og hresislegur karakter, höfund
um sinum til sóma. Móðirin er
og sæmilega gerð, og Dísa ágæt-
lega, blaðamenn nokkuð vel til
fundnir og viðskipti þeirra við
djöfsa bráðfyndin. Ýmsar minni
persónut’" efu í sénn vel gerðar
og ágætlega leiknar. Umbúðir
allar eru vandaðar og sviðs-
vinna öll sköpurum sínum til
sóma. Ljósin voru yfirleitt mjög
góð og búningar bjartir og við-
eigandi.
Leikstjórn Benetlikts Árnason-
ar var hröð, en nokkuð flaust-
urkennd. Grunar mig, að nú
sem oft fyrr hjá leikhúsum okk-
ar, hafi ekki verið nægilega æft,
því þótt um snuðrulitla texta-
kunnáttu sé að ræða, þá er
mikil þörf á að æfa fullkomlega
hið líkamlega, því víða þurfa,
þátttakendur að fremja kröfu-
hörð umsvif á sviðinu, sem
hljóta að þurfa ærna æfingu
ef vel á að fara. Eins og fyrr
ollu dansar vonbrigðum, og má
skrifa það á Fey Werner, en
annað bvort verða þessar stúlk-
ur að æfa eða ekki. Hraðinn í
heild var góður, atburðirnir
ráku hvern annan eðlilega, og
leiksljóra tóks viða að ná hinu
bezta úr leikendum.
Róbert Amfinnsson, Djöfsi,
bar hreinlega höfuð og herðar
yfir leikendur, lék hlutverk sitt
af stakri prýði og næstum kvik-
indislegri ánægju. Röddin og
brosið blíða, hláturinn, og allar
hreyfingar sýna, að Róbert
býr yfir < næstum óendan-
lcgum gervum á sviði. Þóra
Friðriksdóttir, móðirin, lék á-
gæta vel hlutverk sitt, og hefur
ekki lengi komizt nálægt slikri
frammistöðu á sviðinu. Einkum
voru hreyfingar hennar vel unn-
ar og hnitmiðaðar og vöktu
mikla athygli. Erlingur Gíslason
náði sæmilegu úr þokukenndu
hlutverki Lofts, reyndi lítið að
gera úr þeim möguleikum, sem
fyrir eru og er óskiljanlegt að
þetta fer fram hjá leikstjóra.
Sigríður Þorvaldsdóttir, Dísa,
lék nú skínandi vel, en röddin
er óþjálfuð. Sigríður er ein af
fáum stúlkum, sem þola mini-
pils, stuttu pilsin, er hin mesta
þokkagyðja, og gaf hlutverkinu
langtum meira en höfundar.
Flosi Ólafsson í mörgum hlut-
verkum, kom nú, loksins,
skemmtilega á óvart með bráð-
snjöllum leik og afbragðs per-
sónusköpun. Allt frá upphafi hef
ég ekki séð Flosa gera öllu bet
ur en nú, því hér var um að
ræða sjálfstæða karaktersköpun,
en hvorki ýkjur né eftiröpun.
Þá brá Baldvin Halldórsson upp
sérlega kátlegri mynd af blaða
manni svo og Bríet Héðinsdótt-
ir. Sjaldséður á sviði er Lárus
Ingólfsson nú, en mynd hans af
Múhamed sheik, vakti verðskuld
aða ánægju. Flugfreyjur voru
allsnotrar en, eins og áður segir,
vöktu dansar vonbrigði vegna
æfingaleysis, en þó bar Vala
Kristjánsson af, bæði í persónu-
leika og útliti.
í heild sagt þá skemmtu á-
horfendur sér prýðilega og er
það fyrir mestu. Segja má, að
stytta mætti leikinn nokkuð,
sum atriði of langdregin. Söngva
textar skildust illa, ef undan er
tekinn söngur Djöfsa, sem er í
senn ein bezta komposition
verksins og prýðilega sungin af
Róbert.
Leikmynd Gunnars Bjarnason
ar var mjög vel gerð, bar á sér
alþjóðabrag og féll skemmtilega
vel við verkið, karlmannabún-
ingar Elof Weissmans voru og
ágætlega gerðir. Leikskráin er
listaverk og frumleg mjög í stíl
við verkefnið, allt gert til að
breyta til, en þar sem stendur
Framhald á 6. síðu.
Þóra Friðriksdóttir