Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Blaðsíða 6
I UR EINU 1ANNAÐ Vel er, að malbikaðar séu götur borgarinnar, en þær hafa aldrei verig lélegri en nú í vor. En getur borgin ekki kom- izt að samningum við gatnagerðarmenn um að vinna í kvöld eða næturvinnu í stað þess að stöðva alla umferð um að- alæðar borgarinnar? Þetta er ófært ástand eins og nú er. Svo má spyrja hvort satt sé, að tjaran í malbikinu sé þriðja eða fjórða flokks og sé þar ein ástæðan fyrir því, að göfurnar eru svona leiknar eftir veturinn? Talið er að um 90% útvarpseigenda séu löngu hættir að hlusta á morgunútvarpið. Ástæðan er auðvitað hljómlistar- valið sem er með eindæmum lélegt. Klassiska músikkin er allsráðandi og vita allir hversu hún þykir í morgunsárið. Það verður að losa sig vió þau draugasjónarmið, sem nokkr ir gamlir menn ráða hjá útvarpinu. Þetta er þó almennings- eign, en ekki sérstakt leikfang fyrir menn, sem telja sig ráðandi í þessum efnum. „Leikhúsið var þéttskipað“ sagði Jón Múli s.l. fimmtudag í hádegisfréttum útvarpsins af frumsýningu Hornakóralsins s.l. miðvikudagskvöld. Spyrja má hver sé tilgangur frétta- stofiunnar að ljúga upp svona fréttum? Húsið var hálftómt, svalir báðar nær altómar en áhorfendur milli 3—400. Þetta er ekki ný bóla hjá fréttastofunni þegar hún flytur fréttir af leikhúsunum. En tilgangurinn er óskiljanlegur, og ætti \ að vera langt neðar virðingu fréttastofunnar. En máske er þetta eftir öðrum fréttaburði stofnunarinnar. Auðvelt hefði verið að hringja í miðasöluna, eða fæst þetta máske fyrir „frímiðann“. Lögregluþjónn skrifar: „Nú stendur yfir hörkuskotkeppni og olnbogaskot hjá okkur. í fyrra sigraði Óskar Ólason, yf- irlögregluþjónn, en hann notaði sér vel aðstöðu sína og æfði af kappi og er flinkur skotmaður, var sagður í gamla daga geta hitt. benzínskömmtunarseðla á afar löngu færi. En ég vil spyrja hvort nota megi aðra tegund byssu en allir hinir í svona keppni. Satt bezt sagt þori ég ekki að koma fram með fyrirspum hjá honum né í blöðum undir fullu nafni, því mér yrði hegnt fyrir. En svona er réttlsetið.** (Samkvæmt keppnisreglum á að nota sömu tegund byssu, en benzínmiðabrandarann skiljum við ekki. Ritsj.). Enn hefur þjóðin sett nýtt met. Nú eigum við fleiri fúsk- ara í málaralist en nokkur önnur, miðað við mannfjölda. Hver „málarinn“ á fætur öðrum heldur sýningar allt árið og lýðurinn kaupir þetta eins og alvörumálarar ættu í hlut. Það er huggulegt að vita til þess, að þessar klessumyndir skreyta nú veggi hinna nýriku, sem auðvitað þykjast njóta listaverkanna. Gallinn er sá, að þetta hefur hin verstu upp- eldisáhrif á blessuð afkvæmin þeirra, sem máske hafa mögu leika á að mannast og meta listaverk, ef þau yrðu ekki að horfa upp á þetta glansmynda- og klessurusl. Hve lengi á flokkahappdrættunum að líðast að véla fólk til miðakaupa og svíkja síðan að draga um vinninga á rétt- um tíma? Þetta er ekki undantekning heldur regla, og al- gjörlega óafsakanlegt hver sem í hlut á. Raunar er vand- séð hvaða heimild stjórnmálaflokkar hafa til happdrættis til að halda starfsemi sinni gangandi. Ef áhugi og fylgi er ekki fyrir hendi er ástæðulaust að betla jjil almennings til að halda starfseminni lifandi, eða hivar td. er grundvöllur fjrrir happdrætti flokks eins og Þjóðvamarflokks, sem ekk- ert fylgi hefur? Nóg er af merkjasölum samt. Það er dálítið spaugilegt að lesa um það þegar hver ræðu kona Sjálfstæðisflokksins eftir aðra rís á fætur á kaffi- fundum flokksins og heimtar meira frslsi, lýðræði, jafnrétti og álíka kröfur. Skyldu ekki blessaðir eiginmennirnir vera orðnir að kvikindum yfir þessum stanzláusu kröfum bvenna sinna, sem auðvitað þýða, að þær í rauninni eru að kvarfia um meðferðina á sjálfum sér. Konur, almennt, ættu vart að hætta sér út fyrir saumaklútobastigið. Það fer þeim bezt. ' Allt frá hattí oní skó H ERRADEIIP Kefíavíkur sjónvarpiB Sunnudagur 1400 Chapel of the Air 1430 This Is the Life 1500 Sports Greatest Fights 1630 Bell Telephone Hour Frægar óperukonur 1730 An Essay on Women 1800 Oceanography. Hafrann- sóknir 1830 Crossroads 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 News Special 2000 Ed Sullivan 2100 Bonanza 2200 Jim Bowie 2230 What‘s My Line 2300 News 2315 Shadows of Chinatown Mánudagur 1600 Coronado 9 1630 Dennis Day 1700 „Fresh from Paris“ Forrest Tucker, Margaret Whiting. 1830 Andy Griffith 1955 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 My Favorite Martian 2000 Daniel Boone 2100 Survival 2130 Password 2200 12 O’Clock High 2300 News 2315 Tonight Show Woody Allen, Joan Rivers, Cassius Clay Þriðjudagur 1600 Odyssey 1630 Joey Bishop 1700 „Miracle of the Bells“. Frank Sinatra, Fred MacMurray 1830 Dupont Cavalcade of America 1855 Clutch Cargo 1900 News 1930 News Special 2000 Lost in Space 2100 Green Acres 2130 Hollywood Palace Bihg Cfrósby, Louis Arm- strong, Red Buttons, Prag-ballett. 2230 I’ve Got a Secret 2300 News 2315 „Suez“. Tyrone Power, Loretta Young. Um Ferdin- and de Lesseps, franska diplomatinn, sem átti mest- an þátt í greftri Suezskurð arins og upptökin að Pan- amaskurðinum. Miðvikudagur 1600 1 2 3 Go 1630 Peter Gunn 1700 Sjá þriðjudag kl. 11. 1830 Pat Boone 1855 Clutch Cargo 1900 News ' 1925 Moments of Reflection 1930 Danny Kaye 2030 Smothers Brothers Barbara Eden, Carl Reiner, Paul Revere og The Raiders 2130 To Tell the Truth 2200 Lawrence Welk 2300 News 2315 „High Tension". Brian Donlevy, Glenda Farrell. Ævintýri og ástir. Fimmtudagur 1600 The Third Man 1630 My Little Margie 1700 Sjá miðvikudag kl. 11 1830 Social Security 1855 Clutch Cargo 1900 News 1930 Beverly Hillbillies . 2000 Wanted Dead or Alive 2030 Red Skelton Cliff Robertson 2130 News Special 2200 Untouchables 2300 News 2315 „Sea Devils“. Rock Hudson,' Yvonne de Carlo. Föstudagur 1600 Big Picture 1630 Danny Thomas 1700 Sjá fimmtudagur kl. II 1830 Roy Acuffs Open House 1855 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 The Addams Family 2000 Voyage to the Bottom of the Sea 2H>ð Dean Martin. Patricia Munsel, Sid Caesar, Trini Lopez, Adam West. 2200 Rawhide 2300 News 2315 Sjá þriðjudagkl. 5 Laugardagur 1030 Animal Secrets 1100 Captain Kangaroo Cartoon CamivaL 1330 Baseball 1700 Dick Van Dyke 1730 Roy Rogers 1800 Town Hall Party 1855 Chaplain’s Corner 1900 News 1915 Coronet Films 1930 Jackie Gleason 2030 Perry Mason 2130 Gunsmoke 2230 Get Smart 2300 News 2315 Sjá mánudag kl. 5 Grein Jónasar Framhald af 2. síðu. ingarstjórn snúið sér til bolsi- vikaríkja erlendis og tryggt sér þar vernd og nauðsynlega hjálp. Ef við værum orðnir sjálfstætt þjóðveldi værum við húsbænd- ur á okkar heimili og gætum ráðstafað okkar efstu stjórnar- málum. Engri lýðræðisþjóð kæmi til hugar að koma okkur til hjálpar. Við værum húsbænd ur 1 okkar landi. Ekki var þetta samtal lengra en hugir okkar andstæðinganna leituðu litla stund fram á veginn til kom- andi kynslóða og nýrra verk- efna. En það var undarleg til- viljun að örstuttum' tíma eftir að við Jón gistum í Haga kom í Reykjavík til bardaga um kaup og kjör, þá kom í ljós að Jón Þorláksson hafði séð fram í tímann, erfiðleika smáþjóðar að vernda sjálfstæði og frelsi. í næsta' þætti birtist fram- hald þessara athugana. Leikdómur Framhald af 3. síðu. „sýning hefst klukkan 20.00 og lýkur um kl. 10.30“ er ekki laust við að manni ói við en vera má, að ritstjóri hennar hafi fyrir sér hina symbólsku klukku sviðsins. Það er undarlegt að frum- sýna svona verk á þessum tíma, enda var húsið hálfsetið á frum sýningu. Leikárinu lýkur í næsta mánuði og vel hefði sýn- ingin þolað að bíða sumarlangt, myndi hafa fágast og slípast með lengri æfingu ýmissa at- riða. A. B. Bladfyrvr aila Mánudagur 29. maí Skoðanakönnun: Stjórnarfíokkarnir græða á upplausn andstöiunnar Mánudagsblaóið hefur tekið þátt í einskonar skoðana- könnun varðandi framboðin til kosninganna, spurt ýmsa málsmetandi menn hvemig þeir telji að kosningarar fari, einkum hér í Reykjavík, og þá sérlega með tilkomu nýju listanna. Flestir telja enn of snemmt að spá með nokkurri vissu, en furðu margir telja, að stjómarflokkarnir muni senni- lega græða á þeirri upplausn sem er í andstöðuflokkun- um, einkum kommum. Það er sýnilegt, segja margir, að almenningur hafi vantrú á flokkum, sem eru svo ósáttir innbyrðis að allt logar í eldi. Fyrir utan klofning Hannibalistanna, þá ríkir í Sósíalistaflokknum falinn eld- ur upplausnar, sem út getur brotizt fyrr en varir og brýzt áreiðanlega út ef flokkurinn vinnur á, jafnvel lieldur sínu. Kommar hafa litla eða enga möguleika til aukins fylgis, enda lítill ef nokkur jarðvegur fyrir þá stefnu hér á landi í dag. Framsókn tapar sí og æ meiru á þvi hve mikil tök Eysteinn hefiir, og hversu hann enn heldur niðri á- gætismönnum flokksins, yngrra fólki t.d. Einari Ágústs- syni, Jóni Skaftasyni o. fl., þótt þeir sjálfir, undir niðri, vilji aðra og víðsýnni stefnu, en hafa ekki bolmagn til að hrinda af sér fjötrum föður haftanna. , Talið er að Hannibal komizt að, því nú geta margir, sem vildu ekki kjósa hann fyrir daðrið við komma, kosið liinn nýja flokk og munu nokkrir óánægjumenn hinna flokkanna allra veita Hannibal eitthvert brautargengi. Fæstir telja nokkra von um áð flokkur Áka hái nokkr- um teljandi árangri. Áki er ekki lengur vinsæll maður og hefur jafnan þótt nokkuð tvískipur í pólitíkinni, flokkurinn stefnulítill nema í sambandi við hægri hand- ar akstur, en' þar hefur honum áskotnazt óvæntur og ötull sérfræðingur, þar sem er sr. Árelíus. Yfirgnæfandi skoðun hóps þess, sem blaðið hefur tal- að við telur að Alþýðuflokkurinn haldi sínu, en hann hefur verið mjög heill í allri samvinnu og furðu ákveð- inn, þótt umbrotamenn eins og Benedikt Gröndal sé ekki teljandi ágóði fyrir flokkinn í heild. Um Sjálfstæðisflokkinn gildir líku máli og þó mest vegna stóriðjunnar, sem daglega færir mönnum heim sanninn um nauðsyn sína, einkum’ þegar menn óttast aflaleysi og síldarbrest. Hin hatrama barátta vinstri flokkanna gegn stóriðju, fjarstæðufullur ótti við erlent fjármagn og sentimentalt kjaftæði um eyðileggingu á landslagi, hefur sýnt fólki fram á, að óábyrg stjómarandstaða, einkum sú vinstri, er stórhættuleg á þeim uppgangstímum, sem nú ríkja. Hin vinsæla hljómsvelt Olafs Gauks í Lídó hefur á sér hið bezta orð fyrir fjölbreytta og skemmti- lega músík. Sex þekktir hljóðfæraleikarar eru í hljómsveitinni ásamt einnu kunnustu söngkonu höfuðstaðarins. *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.