Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Side 5

Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Side 5
Mánudagnr 29. maí 1967 Mánudagsblaðið 5 VESTURLANDSKJÖRD/EMI Framhald a£ 1. síðu. þekkjanlegur frá því sem var fyrir einum aldarfjórðungi, þá var þar illa byggt og fátækt mikil. Þá var líka einhver ó- menningarbragur á fólkinu, fullorðið fólk stanzaði á götunni til að horfa með opin munn og undirskálaaugum á aðkomu- menn. Þetta er allt saman brevtt núna, það er orðið nokk- 'el byggt á Sandi, og fólkið nefur mannazt. Það var alltaf meiri menningarbragur á Ólafs- vík en á Sandi, þótt hún væri fjarri þvi að vera eins fín með sig og Stykkishólmur. Og Óls- örum hefur vegnað vel að und- anförnu, þar virðist flest vera í uppgangi. Enn er rígur til milli Ólsara og Sandara, þó að hann sé ekki eins illskeyttur og hér fyrr á árum. Það vár þá, sem Ólsarar bjuggu til hinn land- fleyga brandara um Sandara: „Sandarar fóru á grímuball og dulbjuggu sig svo að enginn þekkti þá. Og hvernig? Jú, þeir þvoðu sér í framan“. Ég hef alltaf gaman af því að koma í Stykkishólm og stúd- era mannlífið þar á götunum. Hólmurinn er í dag einstakur í sinni röð meðal íslenzkra þorpa. Hann aetti eiginlega að vera á Þjóðminjasafninu. Hvergi hefur blær gömlu selstöðuþorp- anna haldizt neitt svipað því og þarna, það er nærri því eins og að fara í tímavél eina öld aftur í tímann að koma í Hólm- inn. Hvílík settlegheit, hárfín framkoma, vandlega afmörkuð skref! Og hákurteis framkoma, sem þó er blandin þeirri öruggu og efalausu vissu, að hér búi rjómi mannkynsins, og að það sé i rauninni heiður fyrir mann að fá að tala við slíkt hefðar- fólk. Nú heyrist ekki lengur Vestfjarðakjördæmi Framhald af 4. síðu. eiga, atð hann hugsar meira um að frelsa heiminn en að pota sjálfum sér áfram. Listi Sjálfstæðisflohksins Fæðingarhríðir þess lista urðu geysiharðar og sögulegar eins og alkunnugt er. Og síðan hafa verið talsverðar viðsjár innan flokksins á Vestfjörðum. Mest kveður að óánægjunni með Matthías í Vestur-ísafjarðar- sýslu, þar sem Þorvaldur Garð- ar hefur átt mest persónufylgi. Á listanum er aðeins einn mað- ur úr sýslunni, og hann er ger- samlega óþekktur. Einnig er sagt að ýmsir sjálfstæðismenn í Strandasýslu séu ekki neitt glaðir yfir Matthíasi. Sennilega kjósa þó flestir hinna óánægðu listann með hangandi hendi, en hætt er við, að ýmsir þeirra etriki Matthías út. Engar deilur munu hafa verið úm það að hafa Sigurð Bjarna- son í efsta sætinu, hann er rót- gróinn þama. Hitt er svo annJ að mál, hvort Matthíasi er ekki farið að detta í hug að fara upp fyrir hann næst. Yfirleitt hefur Sigurður verið farsæll þing- maður, lipur og laginn, þó að ekki sé hann stórskörungur á við afa sinn og nafna, sem bar sigurorð af sjálfum Hannesi Hafstein. Svo er það Matthías- Hann á ekki fastar rætur í hér- aðinu eins og Sigurður. Og hann hefur engar sögulegar tradisjón- ir á bak við sig eins og Vigur- aristókratíið. En því meiri er vilj inn til að komast á oddinn, og líklega er hálfur sigurinn einmitt fólginn í honum. „Ef ég hrósa mér ekki sjálfur, er mín dýrð engin“, sagði Páll postuli. Matthías hefur hamazt á Vest- fjörðum eins og uxi í glervöru- búð. Og þetta hefur sannarlega borið ávöxt. Hann er búinn að sigra Kjartan lækni og Þorvald Garðar og hvern skyldi hann svo sigra næst? Líklega er Matthías bara sá rétti maður í pólitíkinni, eins og hún er orð- in. Ásberg Sigurðsson sýslumað- rir er maður af allt öðru tagi, laus við framhleypni og frekju. Hann er alinn upp á þjóðkunnu menningarheimili og ber þess alltaf merki. Ásberg er einn af fáum sýslumönnum þessa lands, sem enn eiga eitthvað eftir af fornum stíl. Listi Alþýðubandalagsins Þessi listi er allur annar en sá, sem upphaflega var lagður fram. Á fyrri listanum var Hannibal efstur, en hann er nú á bak og burt. Og allir hinir hörðu línukommúnistar eru horfnir, það eru yfirleitt hæg- fara Hannibalsmenn, sem eftir eru. Sumir hörðustu línukomm- únistamir skila liklega auðu, aðr ir þeirra kjósla líkl. listann með fýlusvip. Efsti maður listans er nú SteingTÍmur Pálsson, sem áð- ur var varamaður Hannibals. Það er haft fyrir satt að togazt hafi verið á um sál Steingríms upp á líf og dauða. Frá hægri togaði Hannibal, frá vinstri línumenn, en í þeirra hópi eru sumir venzlamenn Steingríms. Þessi barátta var lengi tvísýn, en svo fór að Hannibal sigraði. MÖguleikinn að komast á þing kann að hafa haft einhver á- hrif á ákvörðun Steingríms, en hann getur vel orðið landkjör- inn, þótt hann kunni að falla í kjördæminu. Auðvitað er Steingrímur ekki annað eins hörkutól í baráttunni og Hanni- bal. Ajax. töluð danska í Hólminum, en eitthvað þessu líkur hefur hinn hálfdanski selstöðublær verið árið 1867. Og víst er gaman að því, að settlegheit, viktoríönsk fínheit og still skuli ekki enn vera með öllu horfið á íslandi. Hin plebeiiska Reykjavík, þar sem varla nokkur manneskja kann lengur einföldustu manna- siði, gæti lært hitt og þetta af Hólminum. Hólmarar eru sko ekki að segja „Heyrðu‘!‘ við bláókunnugt fólk, eins og glym- ur í eyrum manns hérna í bæn- um alla daga. Grundarfjörður er gamall verzlunarstaður, en sem þorp er hann nýr af nálinni. íbúam- ir eru innflytjendur úr öllum áttum, og um nein sérkenni er ekki enn að ræða. En það er dugnaðarbragur á þessu unga þorpi og . alltaf öfunda ég Grunnfirðinga af Kirkjufelli. í Ðalasýslu er dauft í sveit- um, þó að líklega sé þar ekki hnípin þjóð í vanda. Það er alltaf heldur að fækka í Dölum, fólkið flyzt í burtu. Og fólkið er að verða litlaust, alþýðu- kveðskapurinn er að fjara út, nema helzt í Ljárskógum. Og hvar eru nú sérkennilegir menn í Dölum? Hvar er nú Bjarni í Ásgarði, Þorgils í Knarrarhöfn. Jörundur á Vatni, Finnbogi á Sauðafelli? flokksins hvor þeirra Friðjóns • Listi Þórðarsonar eða Ásgeirs Péturs- sonar ætti að skipa annað sæti listans, en kannske hafa þær sög ur verið eitthvað ýktar. Svo fór, Úrslitín í Vesturlandskjör- dæmi geta orðið spennandi. Sumir telja, að Alþýðubandalag ið hafi möguleika á að vinna sæti Alþýðuflokksins. Sú bar- átta getur orðið hörð, og úrslit- in oltið á fáum atkvæðum. Reyndar hitti ég nýlega Fram- sóknarmann úr kjördæminu, sem taldi möguleika á að flokk- ur hans hefði möguleika á að fá þrjú þingsæti þar. Það held ég þó að hljóti að vera of mikil bjartsýni hjá honum. Listi Alþýðuflokksins Sterkasti vígi Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi er Akra- nes. f Borgamesi á hann lítið fylgi, en dálítið í þorpunum á Snæfellsnesi. Benedikt Gröndal hefur um margt reynzt duglegur þingmaður, rólegur og ofstækis- laus. En sumum þykir hann of kurteis og mildur við andstæð- inga, því að þeir eiginleikar eru ekki alltaf mikils metnir í stjóm málabaráttunni nú á dögum. Listi Framsóknarflokksins Ásgeir Bjamason í Ásgarði er svona hérumbil eini þingmaður- inn, sem ég hef aldrei heyrt nokkurn mann tala illa um. Jafnvel andstæðingar hans hæla honum á hvert reipi. Þetta er öðlingur og Ijúfmenni, en mikill baráttumaður er hann ekki. Og þjóðsagnapersóna á við föður sinn verður hann aldrei, enda var Bjami i Ásgarði engum öðr um líkur. Eg hef heyrt tugi af þjóðsögum um Bjama, sumar á- reiðanlega sannar, aðrar eitt- hvað ýktar og lagaðar til. En ég er ekki enn farinn að heyra neina þjóðsögu um Ásgeir. Ás- geir er ekki stríðsins maður, en því harðari er Halldór Sigurðs- son. Hann elskar baráttuna af lífi og sál. Halldór er mjög vel máli farinn og manna harð- skeyttastur á þjóðmálafundum. Hann hefur ágætt vald á ís- lenzku máli, þetta liggur í kyn- inu, því að náfrændi hans var málsnillingurinn Sigurður Kristó fer Pétursson, sá er ritaði Hrynj andi íslenzkrar tungu. í Borgar- nesi hefur Halldór um sig harð- snúinn flokk. Þetta er eitt af fáum sjávarþorpum landsins, þar sem Framsókn er í hreinum meirihluta. Því er fleygt, að Halldór eigi að verða landbún- aðarráherra, ef Framsókn kemst í stjórnaraðstöðu. Daníel Ágúst- ínusson minnir mann á Ágúst Þorvaldsson, enda eru þeir Eyr- bekkingar báðir. Þegar Daníel kemur• fram á sviðið fer nú held ur betur að þjóta í hinum há- leitu og göfugu hugsjónum. Hann er ekki aðeins Framsóknar maður, heldur einnig ungmenna félagsfrömuður og stúkumaður ágætur. Kannske hann sé græn- metisæta lika — hvað ég þó ekki veit. Þegar Daníel fer að tala dettur mér alltaf í hug upp haf á ljóði, sem einn flokks- bróðir hans kvað fyrir um það bil þrjátíu árum og byrjar svona: Háleit og göfug er hugsjón sú heiminn að fegra og bseta. Og ekki hvarflaði það að blessuðum manninum, að neinn gæti farið að brosa að þessu. Þess ir menn eru nú ekki aldeilis á því að rækta garðinn sinn og láta garð nágrannans í friði, eins og Voltaire karlinn sagði. Nei, garði nágrannáns skal kippt í lag, hvort sem nágranninn vill eður ei, hann skal lagaður eftir mínum kokkabókum, en ekki hans. Lengi lifi idealisminn, hurray for the busybody, ekki satt, Daníel? Listi Sjálfstæðisflokksins Jón Árnason er góð sál, eins og hann á kyn til. Hann er lika svo sem allra þokkalegasti þing maður. Þetta væri allt í lagi, ef maður myndi ekki eftir Pétri Ottesen, og færi ósjálfrátt að bera þá saman. Og þá — það er bezt að segja ekki fleira. Ógæfa Jóns er hin sama og Guð laugs Gíslasonar. Akurnesingar þykjast eiga rétt á efsta manni listans, og þar er víst ekki um marga skörunga að velja — úr því að ekki má missa Pál Gísla son frá spítalanum. Sagt er, að deilur hafi staðið um það innan Alþýðubandalagsins Jónas Amason hefur á síðustu árum átt heima í Borgarfirði, að Friðjón fékk annað sætið, en Ásgeir hið þriðja. Friðjón Þórðarson sómir sér betur í hinum litríka Stykkis- hólmi, en í hinum grámusku- lega Búðardal. Það er stíll yfir Friðjóni, sem fer vel í hinu forna höfðingjaþorpi. Sumir sýslumennirnir í Hólminum á tuttugustu öldinni hafa verið þar eins og fiskar á þurru landi, enda þá oftast flýtt sér í burtu. í Friðjóni hefur gróinn bænda- kúltúr og émbættiskúltúr runn- ið saman í eitt. Sú kombínasjón var algeng á nítjándu öld og reyndar lengur fram, en er það ekki nú á dögum. Ásgeir Pétursson er harðari flokksmaður en Friðjón Þórðar- son, hann hefur lifað og hrærzt í pólitísku andrúmslofti frá bemsku. Eg er ekki viss um, að hann kunni neitt ákaflega vel við sig í þessu höfuðvígi Fram- sóknar, Borgarnesi, með harðar Framsóknarsveitir á báðar hend ur. Margir af frændum hans þar í sveitunum eru pólitískir and- stæðingar hans. En öll er Gils- bakkaættin mikils metin í Borg arfirði, svo og greinar skyldar henni. Og prýðisdrengur er Ás- geir, eins og hann á kyn til. Afi hans, séra Magnús 'Andrésson á Gilsbakka, var einn mest metni hefðarklerkur landsins í upphafi þessarar aldar. kennimaður ágæt ur, læknir og þjóðfrægur kenn- ari verið kennari í Reykholti. Hann hefur orðið vinsæll í héraði og orðið lyftistöng leiklistar þar um slóðir. Mönnum úr öllum flokkum þama efra er blýtt til -Jónasar. Eins og ég sagði áðan, telja sumir, að hann hafi mögu leika á að vinna þingsæti. Ef svo yrði, byggist það meira á persónulegum vinsældum en flokkspólitík. Jónas mun ekki hafa tekið neinn þátt í deilum innan Alþýðubandalagsins milli Hannibalsmanna og línumanna, svo að þær verka líklega ekki mikið þama. Annars eru í Borg arnesi sumir af hörðustu Kína- kommúnistpm á landinu. Eg hef stundum verið að furða mig á þvi, að maður með jafn ríka kímnigáfu og Jónas Ámason skuli vera svona ákafur í pólitíkinni, því að skopskyn og ídealismi fara ekki oft sam- an. Tekur þessi gáfaði og ver- aldarvani maður virkilega bram bolt mannfólksins svona hátíð- lega? Trúir hann á hvítt og svart í mannheimum? Er hann aldrei gripinn efa á sinn mál- stað og reyndar alla málstaði? Það virðist ekki vere svo. Og kannske ættum við að öfunda hann af þessu. Ef til viH er þetta náðargjöf, kannske ham- ingjan sjálf Svo sagði að minnsta kosti Ibsen, sem aldrei öðlaðist sjálfur hamingju efa- lausrar sannfæringar. AJAX. Þeir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni í Mánudags- blaðið _ þurfa að koma því til ritstj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi SPflRlfl TIMA OG FYRIRHDFN BÍÍALF/GAN RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.