Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1967, Síða 1

Mánudagsblaðið - 24.07.1967, Síða 1
nlaS Jyrir alla 19. árgangrur. Mánudagur 24. júfi 1967 25. tölublað STEYPT UNDAN EYSTEINI JÓNSSYNI? Eysielnsklíkan harðnar — Átök eiga að vera hljóðleg. Margir miðaldra menn og konur muna hvilíkra vinsælda hrafn- ar nutu er þeir lögðust á unglömb eða afvelta sauðfé, kroppuðu úr þeim augun og léku illa áður en dýrin drápust. Bændum og búaliði þótti sjálfsagt að steypa undan þessum ófögnuði og gerðu jafnvel út vinnumenn til að uppræta varp meindýrsins. Nú er komið álíka fyrir Eysteini, formanni Framsóknar, meðal ýmissa yngri manna flokksins, og sumra hinna eldri og gætnari. Margir hugsa sér, að tími sé til kominn, að steypa undan Eysteini, eyði- leggja fyrir fullt og allt, hið pólitiska hreiður, sem virðist dafna undir reittum vængjum, en þar gætir allskyns pólitískra óþrifa, sem flokksmenn telja, að ráðið hafi miklu um hrakfarir hans i siðustu kosningum. dánægja I leynt> eins Og áður, því það er Vissulega er svo komið, að orðið á vitorði allra að máls- óánægjan í flokknum fer ekki | metandi menn flokksins eru Smá- fjármálamistök í Bæjar- átgerð Hafnarfjarðar dvinir Kristins Gunnarssonar rægja hann — hérumbil — saklausan Upp er komið fui-ðulegt, en ekki óvenjulegt mál í nágrannaborg okkar Hafnarfirði. Er svo að sjá, að einn lielzti maður þar í bæ, Kristinn Gunnarsson ,hafi fundið upp bráðskemmtilega aðferð i úttektarmálum í sambandi við auðfyrirtækið, Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar. Vitanlega er hér um algerlega heiðarlega aðferð að ræða, svo heiðariega, að stjórn Bæjarútgerðarinnar Iiefur tví- eða þrívegis komið saman til fundar til að fjalla um snilli Kristins, og mun endanlega gera út-um málið n.k. þriðjudag. EKKI I FELUM Fyrst í stað hugði endurskoð- un fyrirtækisins, að um eina milljón eða u.þ. bil væri að ræða, sem orðið hefði fyrir ein- hverju óeðlilegu í þessum efn- um. Var þar, að sögn m.a. þriðj ungur milljónar, sem Kristinn hafði látið færa sér til afnota, en svo og einhverjir ofnar, sem hann hafði talið sjálfsagt að þetta auðfyrirtæki greiddi. Má það líka til sanns vegar færa, því enginn hefur barizt harðar fyrir lífi Bæjarútgerðarinnar en sá hinn sami Kristinn. Ekki var hann, skal tekið fram, að fara í felur með færslur þessar, en taldi þær sjálfsagðar og fundust þær við endurskoðun. Sjálfur kvaðst Kristinn mundu greiða Framhald á 5. síðu. orðnir uggandi vegna afstöðu Tímans, ekki aðeins hinni nei- kvæðu afstöðu blaðsins í þjóð- málum, heldur og hin megna andstaða hans gegn öllu vest- rænu, hvort heldur austan hafs eða vestan. Loforðin frægu, hót anir og annað, sem birtist í póli- tískum hita fyrir kosningar gekk svo langt, að jafnvel hiti bar- áttunnar var ekki talinn næg afsökun og kjósendur sáu glöggt, að hér var ævintýramennska á versta stigi. Harðskeyttur kjarni Fylgjendur Eysteins eru fáir en harðskeyttir, og enn heldur hann undirtökum í flokknum. Fer þar saman einbeittni Ey- steins, og slóttugheit hinna nán ustu. Tíminn, sem er að verða einskonar væg útgáfa af Þjóð- viljanum, hatast út í bæði J?ört og óþörf málefni (Árbæjarsafn- ið undantekning), tekur ekki já kvæða afstöðu til, að heita má, nokkurs nýtilegs máls. Það sorg lega í þessu er það, að flokkur- inn hefur, eins og hér hefur oft verið tekið fram, mörgum gagn merkum mönnum á að skipa í röðum yngri manna. kórarinn. Indriði Fremstir í baráttu blaðsins fyr ir hinu neikvæða eru þeir rit- stjórarnir Þórarinn Þórainsson, sem leggur til hugsunina og „planið“ í áróðrinum og svo hinn happsnauði skáldjöfur, Indriði G. Þorsteinsson, sem meltir og birtir hugmyndir Þór- arins, stjórnar áróðri gegn vest- rænni menningu en sérdeild-hans Framhald á 4. síðu. eru Bandarikin, sem hann telur höfuðóvin sinn, og með nokkurri ástæðu. Þessir menn voru hvað mest ábyrgir fyrir skrifum Tím- ans fyrir kosningar, hafa af- sakað margt og reynt að færa á betri veg síðan úrslitin dundu yfir. Hörmulcgt ástand Nú er svo hörmulega málum komið, að hið „varfærna'* blað .Morgunblaðið hrópar daglega á síðum sínum um óefni Fram- sóknarflokksins, yfirvofandi spark Eysteins, óánægjuna um ábyrgðarleysið, loforðin og styrrinn í herbúðum flokksins, SÍS-vandkvæðin og alla þá óár- an, sem steðjar að þessum flokki, sem menn bjuggust við að viðhefði ábyrga stjórnar- andstöðu. Engu er líkara en að ráðandi klíka Eysteins hafi magnazt og ætli að falla með vopn í hendi að sið hinna mestu kappa. Frámhald á 4. siðu. Svívirðilegt okur kaupmanna Innkaupsveið kjúklinga kr. 100.00 útsölu- veið ki. 180,00. Enginn mælir verðlagseftirliti bót. Víðast í heiminum eru kaupmenn þannig gerðir að þeir sjá sér hag í að stilla vamingsverði í hóf, enda hefur almenningur þar vakandi auga á fjárplógsstarfsemi og er fljótur að láta í sér heyra ef einhver kaupmaður eða heild gerir sig sekan um óhóf- lega álagningu. íslenzkir kaupmenn, sumir, eru af allt öðrum toga spunnir. Kaupsýslumannastéttin er tíltölulega ung, og hef- ur frá fyrstu miðað starfsemi sína við háttu og siðu danskra kaupmanna, sem hér réðu einir málum um alda- skeið og höfðu allar klær frammi til að reyta eignir og fé af alþýðu. Eitt dæmið um óhófslega álagningu er t.d. verðið á kjúklingum, nýrri ágætisvöru, sem nokkrir dugmiklir ungir menn hafa lært að ala upp og rækta í afbragðs- góðan mát, fyllilega sambærilega við erienda kjúklinga. íslenzki kjúklingabóndinn mun að meðaltali selja vaming sinn í matarbúðir á um kr. 100,00 — eitt hundrað — en kjúklingurinn mun vega um kíló. íslenzki „Sjælokkinn" í kaupmennslcunni tekur nú kr. 180.00 — eitt hundrað og áttatiu — fyrir að rétta kjúklinginn yfir búðardiskinn. Við höfum átt tal við framleiðendur og telja þeir að meðalverð siKt sé um kr. 100,00 en þeir geti að sjálfsögðu ekki við gert hversu kaupmanninum ferst eftir að varan er komin í hans hendur tii dreyfingar og sölu. Þetta er eitt af týpiskustu dæmum íslenzkrar kaup- mennsku upp á sitt versta og full ástæða tíl að birta nöfn á fyrirtækjum, sem svo hörmulega brjóta þann trúnað sem almenningur sýnir þeim. Einmitt svona dæmi, sem auðvelt er að sanna, valda þvi, að al- menningur veltir þvi fyrir sér hvernig sé um annan varning, sem kaupmönnum berst, ef svo hrikalega er okrað á þessum. Kjúklingar eru ein léttasta og holl- asta fæða sem fæst, mikil lausn á öllu þungmetinu, söltuðu og reyktu, en svívirðilegt álag kaupmannsins gerir þetta að slíkri munaðarvöru að öll alþýða á sér þess engan kost að njóta hennar. Það er i þessum tilfellum, sem samtök húsmæðra ættu að láta til sín taka. Mannát og nauðganir eru enn hermannasport í Congo InnaitiOdsiáðhenann játai illvirkin — Höimungaifréttir Haldið að það væri huggulegt að vera fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og að t-d.' maður sá, sem næstur sætí, horfði á mann eins og ágætís hráefni í hádegisverðinn, væntanlega steik á pönnur sina. Við ætlum okkur ekki þá dul að skýra þessa fallegu mynd. Þetta er ekki svo fráleitt. Inn- anríkisráðherra „Congo-lýðveld- isins", Etienne Thisekedi, hefur gefið út yfirlýsingu um það, lýsti yfir að hermenn þar, svart- ir, hefðu étið nokkra hvítamenn og hótaði öllu illu ef til þeirra næðist, sem ódæðið unnu. Kunn- ugir segja, áð útilokað sé að aga þennan villimannaher, því hermennirnir séu ýmist fullir eða óðir af ýmsum eiturtegund- um og hlýði engum fyrirskipun- um. Venjulega er það gleði þeirra í svona ástandi að nauðga hvítum konum hópum saman, eru þá venjulega í biðröðum, eins og henti um daginn 20 hvít ar stúlkur í Kongo. Ungur Grikki var barinn í óvit þegar hann reyndi að verja kærustu sína frá að verða nauðgað af hópi „hermanna'. Hundruð hvítra fanga var hrúgað í skóla- hús og ýms hroðaverk voru unn in, ekki sízt vegna hinna blóð- þyrstu útvarpstilkynninga stjórn arinnar. Einn slapp tvisvar í röð frá að vera drepinn með því að gefa þessum villimönnum peninga, en þegar þriðji hópur- inn kom á heimili háns í sömu erindagjörðum, þá var fé ekki fyrir hendi, og var hann skotinn til bana á stundinni. Nú má auðvitað ekki skipta sér af innanlandsmálum þessara nýju lýðræðisþjóða, en ýmsum mun finnast, að þeir aettu að geta leyst þessi vandamál sín án þess að ráðast á hvíta menn, sem kennt hafa þeim þann litla snefil af menningu sem þeir búa við. Væru þeir flestir annars enn í strákofum sínum og kyn- flokkarnir að veiða hvem ann- an í matinn. Nú, segja þeir, sem þarna hafa búið, er herinn þann ig, að liðið sé mestmegnis dmkk ið eða tyggi „hemp“ — æsilyf — og sé í þokkabót hálfringlað af tilfinningu um að nú hafi þeir vald. Er þá útilokað að hafa hemil á þeim. Diplomatar Kongo í London og víðar neita öllu mannáti Framhald á 6. síðu. Er það satt, að eitt herbergið í Norræna húsinu verði notað til að ræða um lendingarleyfi Loftleiða á Norðurlöndum?

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.