Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Síða 8

Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Síða 8
úr EINU j AMIMflÐ Inspiration ofaná — Þotan og reglugerðir — SÍS og sölu- mannamorgunverður — Laxness kassastykki — Hermanna- siðir iöggunnar — Hestamannablað EINS OG KUNNUGT ER, þá halda barþjónar keppni ár hvert ti! að skera úr um hver sjóði saman beztu cock tail-blönduna og veltur á ýmsu, enda hafa margar gómsætar blöndur séð dagsins Ijós á þessum keppnum. Eitt er þó skrítið. Aðeins ein blanda, Inspiration (sem sumir kalla Desperation — eink- um eiginmenn í útlegð) blönduð af hæfileikamanninum, hinum lærða og makráða barstjóra Astrabars Sögu, Stefáni Þor- valdssyni, hefur haldið velli, þótt hún hafi aldrei verið númer eitt í þessum keppnum. Inspiratian er óneitanlega gómsæt blanda, hressandi og kitlar vel bragðlauka manna, enda sýnir eftirspurnin, bæði innlend og erlend, að gestir kunna að meta Inspiration-ina. •------------------------- VIÐ HÖFUM stundum minnzt á óþarfa reglugerðir hér í blað- inu, enda er þess ekki vanþörf. Fyrir tveim misserum varð hinn mesti úlfaþytur út af því að þota Flugfélagsins lenti á Reykjavíkurflugvelli og lofaði Þá ráðherra því hátiðiega, að henni yrði aðeins leyft að lenda þegar aðrir flugvellir væru lokaðir eða um neyðarlendingu væri að ræða. Nú lenda þess- ar þotur daglega á Reykjavíkurvelli og er það látið gott heita. Okkur stendur nákvæmlega á sama um hvort þessi fluga lendir þar eða ekki, en þetta er bara eitt dæmið um öfgarnar og viðbrögðin — reglur, nýjar reglur og enn fleiri reglur. Ekki að furða þótt íslenzkar reglur og fyrirmæli séu þver- brotin. ERLENDUR EINARSSON, forstjóri SÍS, skrapp einu sinni til Akureyrar á áriðandi fund með KEA-mönnum. Um kvöldið var sameiginlegt borðhald og skemmtun mikil, eins og siður er þegar höfðingjar hittast og undu allir glaðir við sitt. Morg- uninn eftir kom Erlendur niður í matsal Hótel KEA og settist við borð sitt. Þjónninn kom von bráðar og spurði hvers hann óskaði. Erlendur leit yfir matseðilinn og sagði síðan: ,,Ég vil gjarna prófa einn af þessum 800 króna morgun- verðum, sem sölumennirnir okkar láta skrifa hjá okkur Þegar þeir koma hingað." ÞAÐ ER TALIÐ öldungis víst, að Þjóðleikhúsið hafi nú á hönd- um sér eitt af meiriháttar kassastykkjum sínum þar sem Sjálf- stætt fólk Laxness er nú sýnt þar. Sýningarnar, sem af eru, hafa vakið mikið klapp og kátínu enda flestum vel kunnugt um efni sögunnar og leikur forvitni að sjá hana í leikformi. Athygli vekur hve gífurlega er hlegið á sýningunni og svo frammistaða einstakra leikenda, t. d. Vals Gíslasonar og Rúriks Haraldssonar. VÆRI EKKI RÁÐ, að lögreglan léti nokkra frambærilega lög- regluþjóna æfa göngu, ,,heilsanir“ að hermannasið, og aðra framkomu, sem nauðsynleg þykir er hefðarmenn og höfðingj- ar sækja okkur heim erlendis frá. Það er ósköp stirðbusalegt, jafnvel afkáralegt að raða upp ólærðum mönnum, sem ekkert gera í takt, heldur þumbast hver ,,með sínu lagi" fyrir framan þjóðhöfðingja. Allstaðar í heiminum eru slíkir heiðursverðir æfðir og þjálfaðir en hér ríkir sama afkáralega búramennsk- an og í öðru, sveitamennskan uppmáluð. OKKUR HEFUR borizt eintak af 1. tölublaði 13. árgangs „Hestsins okkar", ársfjórðungsrits Landssambands hesta- mannafélaga. Er þetta blað óvenjulega vel úr garði gert bæði að efni og útliti. M. a. eru þar fjöldi mynda frá ýmsum ferða- lögum Fáksmanna, grein um beztu hesta Fáks, augnabliks- myndir af einstökum félögum og kvennadeild félagsins, en um þessar mundir er fimmtugs afmæli félagsins og Ijósmyndir úr afmælishófinu. Þá er ársskýrsla Landssambands hesta- manna og svo viðtöl við Sveinbjörn Dagfinnsson, formann Fáks og einnig við hinn kunna hestamann og söngvara Sig- urð Ólafsson. Rit Þeta er hestamönnum til sóma og reyndar góð lesning öllum hvort heldur eru hestamenn eður ei. Fegurð sœnsks kvenfólks er rómuð og heldur er það talið vera laust í rásinni svo að marga fýsir sjálfsagt að sœkja það heim. En það er dýrt að dv eljast hjá sænsku hlómarósunmn hér á myndinni Það er dýrt að sækja þessar sænsku blómarósir heim 1 ■ Nú er senn kominn sá tími i þegar íslendingar taka aS flykkj- i ast suður á bóginn til að njóta i sumars og sólar, enda þótt ferða 4 mannastraumurinn sé ekki leng- i ur allur yfir hásumarið, eins og I áður tíðkaðist. Það er enda frá- í leitt að fara frá íslandi, einmitt i um hásumarið, og leggja þá leið í sína suður í hin hlýju sólarlönd í syðst í álfunni. Ef vel viðrar hér 1 heima er líklega hvergi betra að vera þegar sól er hæst á lofti og dagurinn lengstur, en þá venju- lega alltof 'heitt í veðri suður i Íálfunni, m.a.s. fyrir heimamenn þar, hvað þá okkur, sem erum algerlega óvanir slíkum hitum. Eigi menn allra kosta völ ættu þeir ekki að fara langt yfir skammt heitustu mánuði ársins, heldur láta sér nægja að heim- sækja nágrannalöndin í norður- hluta álfunnar, eins og t.d. Norð urlönd. Það gera reyndar margir i — en þeir finna þá fljótlega fyr- ir því að pyngjan léttist: Það er , nefnilega óvíða dýrara að dvelj- 1 ast fyrir ferðalang en einmitt á | Smælki 1 ■ Svíar ætla að hætta að veita \ innlendum mönnum orður og I önnur heiðursmerki. Framvegis \ verða orðurnar aðeins veittar er- 4 lendum þjóðhöfðingjum, dipló- mötum eða öðrum útlendingum, sem hafa reynzt Svíum sérstak- lega vel að einhverju leyti. Ein undantekning er þó frá regl- unni: Menn sem starfað hafa hjá ríkinu í þrjátíu ár geta fengið Íheiðursmerki, ef þeir vilja, en eiga þess annars kost að fá gull- úr í viðurkenningarskyni fyrir unnin störf. ★ ■ Dönsk skattayfirvöid hafa sent Margréti drottningu og familíu hennar háan reikning. Þau gera kröfu til þess að fjórir Ifimmtu hlutar af þeim eignum sem Friðrik níundi lét eftir sig verði greiddir í erfðaskatt. Hafi hann ekki smngið því meira undan skatti verður því varla mjög mikið sem kemur í hlut hvers erfingja, Margrétar og systra hennar tveggja. En Mar- grét er svo sem ekki á flæðiskeri stödd: Hún fær á annað hundr- að miljónir króna greiddar skatt frjálsar úr ríkissjóði árlega. Norðurlöndum. Samkvæmt yfir- liti sem birtist nýlega í þýzka vikublaðinu „Der Stern" er Sví- þjóð dýrasta ferðamannaland í Evrópu, en önnur Norðurlönd fylgja fast á eftir: Finnland er þriðja í röðinni að dýrleika til, Danmörk fimmta og Noregur er í sjötta sæti. Sviss og ísland hafa annað og fjórða sætið. Það er þess vegna ósköp eðli- legt að menn sæki lengra suður á bóginn þar sem verðlag er allt miklu skaplegra, en það er ein- mitt ódýrast að dveljast sem ferðalangur í flesmm löndunum syðst í álfunni, og nú er hægt að komast alla þá löngu leið fyrir vægt verð í hópferðum. Af þeim 24 löndum sem talin eru i skrá „Der Stern" eru í neðstu sex sætunum þessi lönd, talin „Bara lítill og ■ Marlon Brando sem nú er rétt innan við fimmtugt skaut upp á stjörnuhimin Hollywoods þegar hann var rétt rúmlega tví- tugur. Hann var talinn ímynd bandarísks æskumanns í þá daga og honum því jafnan valin hlut- verk í samræmi við það. Þegar árin tóku að færast yfir hann töldu kvikmyndaframleiðendur að hans tími væri liðinn, stjarna hans fölnaði og mörg ár eru nú liðin síðan hann fékk veiga- mikið hlutverk í kvikmynd. En nú skín stjarna hans bjart- ar en nokkru sinni — eftir þann mikla sigur sem hann vann í hlutverki mafíuforingjans í kvik myndinni „The Godfather" sem neðan frá: Tyrkland, Búlgaría, Spánn, Júgóslavía, Rúmenía og Ítalía. Þar geta peningarnir enzt nærri því helmingi lengur en á Norðurlöndum. En rétt er að taka fram að hér er miðað við meðalkostnað, en auðvitað er ferðakostnaður einstaklingsbund inn eins og hvað annað. Þó gefur skráin í „Der Stern" áreiðanlega rétta heildarmynd. Þó ættu menn að hafa í huga að ef fjárráð þeirra eru ekki ýkja mikil skyldu þeir ekki hyggja á langdvalir á Norðurlöndum, heldur fara suður á sólríkar strendur landanna við Miðjarð- arhaf og Svartahaf. En bezti tíminn til áð fara þangað er á vorin og haustin, eða snemm- sumars og síðsumars. Verið því heima yfir hásumarið! feitur kall' ? er talin mun slá öll met í að- sókn: Undanfarið hefur aðgangs eyririnn að sýningum á „The Gadfather" í Bandaríkjunum numið einni miljón dollara á dag. — Hér að ofan sést hann í hlutverki í annarri kvikmynd, „Hinir illu andar", ásamt leik- konunni Stephanie Beacham. Þau virðast láta blítt hvort að öðru, en annað var upp á ten- ingnum, þegar kvikmyndavélin var ekki nærri. Þá sagði Stef- anía um Brando: „Hann er bara lítill og feimr karl." Hún sér vafalaust eftir þeim orðum núna, þegar Marlon er aftur kominn á hátind frægð- arinnar. !

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.