Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 3
aö kaupa 1—2 olíuflutningaskip, ca. 10—15 þús. smálestir, og 2—4 flutningaskip, ca. 2 þús.
smál., til þessara flutninga. ÞaS vœru hyggindi, sem í hag koma. En þaS er eins og öll slík mál
sem þessi, þurfi aö svœfa og velta fyrir sér, þar til einn góSan veSurdag a<5 einhver stjórnmála-
flokkurinn getur tileinkaS sér og þakkaö framgang málsins. Þá skorti eigi á svartletursgreinar og
yfirlýsingar um nauösyn þess. Þetta vœ.ri nú gott og blessaö, ef eigi þyrfti að bíöa eftir því árum
saman, meöan dýrmœtur gjaldeyrir rennur út úr landinu að óþörfu.
í sambandi viö þennan lið má benda á annaö, sem menn viröast vera lengi að koma auga á.
Ariö 1952 voru t. d. fluttar inn 2.474.280 kg. af smurolíum. Var verömætiö kr. 10.116.131,
samkv. áreiöanlegum heimildum. Þdð mætti nú viröast svo, að þaö ætti aö gleöja alla góöa
Islendinga, ef aö þjóö okkar, sem hungrar eftir erlendum gjaldeyri til þarflegra hluta, gœti
sparaö þótt eigi vœri nema nokkur hundruö þúsund, eöa jafnvel milljónir, eins og nú skal bent
á, aö auöveldlega mœtti gjöra, á þann einfalda hátt, aö margnýta þessa smurolíu, í staö þess aö
kasta henni eftir fyrstií notkun. Nokkur fyrirtæki íslenzk láta aö vísu hreinsa sína smurolíu, en
þaö kvaö ekki vera nema ca. 4—5% af því, er til landsins er flutt. Má af því marka, hve gífur-
legu verömœti er hér á glœ kastaö, fyrir sakir hiröuleysis og kæruleysis, svo aö annars sé ekki
minnst.
I ameríska tímaritinu „Popular Mechanics“ er þess getiö, aö í því landi sé meginhluti smur-
olíu margnýttur í sjálfu landi olíunnar. Hvaö œttum viö þá aö gjóra, þegar þaö er einnig sannaö,
aö olían veröur betri viö endurhreinsun? Þar segir: „Sérfræöingur aö nafni Windlow H. Hershel,
rannsakaöi og staöfesti þaö, sem nú er komiö á daginn, aö olían slitnar ekki viö notkun, en veröur
aöeins óhrein, og hann sýndi hvernig hœgt er aö endurnýja hana og gjöra hana jafngóöa eöa betri,
og nú er langt síöan olíusérfrœöingar, efnafrœöingar og vélaviögeröarmenn hafa séö kosti hinnar
endurhreinsuöu olíu og lofaö þá“.
En hjá okkur er þetta enn mjög skammt á vegi. Viö hreinsum ennþá ekki nema ca. 4—5%
af því, sem til landsins er flutt. Þegar þess er gœtt, aö meö þessu gœtum viö minnkaö um helming
árlegan innflutning, þá er hér ekki um smáupphœö aö ræöa, sem er á glœ kastaö. Viö flytjum
inn fyrir yfir 10 milljónir árlega, og gætum því sparaö 5 milljónir í erlendum gjaldeyri. Þessíi og
því um líku œttu menn aö gefa meiri gaum en gjört er. A landinu er ein slík hreinsunarstöö,
Olíuhreinsunarstööin Sœtúni 4, Reykjavík.
Um upphœö þá, er sparast viö þetta, má bæta því viö, aö í sumum tilfellum mun eigi vera
meira en sem svarar 25—30% sem fara í súginn viö notkun og hreinsun, svo aö sparnaöur gœti
oröiö allt aö 75%.
Nú gætu þeir, sem vita live mikiö þeir kaupa af smurningsolíum árlega, séö í hendi sér
hve mikiö þeir gœtu sparaö, t. d. fært niöur útgeröarkostnaö á þessum eina liö. Gœti þá komiö
í Ijós, aö um allverulega upphœö vœri aö rœöa. En því miöur er þaö svo hjá oss ennþá, aö slíkir
hlutir eru ekki teknir svo alvarlega sem skyldi. Haldiö er áfram aö rífast og togast á um auka-
atriöin, látiö reka á reiöanum í mörgu falli og mun minni hagsýni gœtt og minna afkastaö fyrir
þá sök en mœtti, ef menn settu sér þaö mark, aö hugsa eigi síöur um hag alþjóöar en sinn eigin.
V I K I N □ U R
43