Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 20
* Bjarni Halldórsson. Bjarni sýslumaður Halldórsson að Þingeyrum (f. 1701, d. 1773) var einhver hinn mesti stórbokki á íslandi á 18. öldinni. Hann var bæði illyrtur, bráður og lang- rækinn. Svo var hann vinnuharður við fólk sitt, að það hafði varla matfrið. Bjarni var svo feitur, að hann vó 36 fjórðunga, en þótt hann væri þungfær, var hann jafnan snemma á fótum og vakti hvern mann á bænum með hnefahöggi. Það var vani hans, að standa yfir fólkinu, meðan það mataðist, og skipaði hann því að flýta sér að láta ganga í helvítis kjaftinn á sér. Þegar fólk hans var við heyvinnu, mátti enginn klæða sig meira en í nærfötin, og enginn mátti hafa vettlinga á höndunum. Gekk hann oft til fólksins og tók í hendur því, til þess að vita, hvort því væri heitt á höndunum. Ef mönnum var kalt, laust hann þá. Einu sinni var vinnumaður hjá Bjarna, sem Salómon hét, karlmenni mikið. Eitt sinn kom Bjarni ríðandi á engjar, sem vandi hans var til. Hann fór af baki og tók að atyrða Salómon, en hann þagði og hélt áfram að slá, meðan Bjarni lét dæluna ganga, þangað til hann var kominn rétt að sýslumanni. Þá sagði hann: „Varaðu folann þinn, kunningi“. Að svo mæltu hljóp hann undir Bjarna og lyfti honum af baki, en sló í hestinn með orfinu, svo að hann tók á sprett heimleiðis. Eftir þetta illyrti Bjami • ekki Salómon. Aftur var Bjami hinn bezti við fólk sitt með sprettum og hélt því jólagleði mikla á hverjum vetri. Hún var haldin í skála einum miklum, og tók sýslumaður sjálfur þátt í gleðinni með börnum sínum. Hlutaðist þá eitt sinn svo til, að Þorbjörg, dóttir Bjarna, er síðar giftist Jóni varalögmanni Ólafssyni, skyldi leika með böðli Bjarna, er Sigurður hét. Varð henni þá vísa þessi af munni: Mitt þá ekki mótkast dvín, má það sannast þarna, ef hann skal verða heillin mín, helvítið að tarna. * — Hafið þér miklar árstekjur? spurði maður nokkur tilvonandi tengdason. — Þær geta orðið yfir 50 þúsund krónur, ef heppnin er með, svaraði hinn. — Nú, eru þær eitthvað óákveðnar? — Já, ég á nefnilega einn miða í happdrættinu. A FRÍVi Magnús spuni, Þórunn Eyjólfsdóttir frá Háu-Þverá í Fljótshlíð, er árið 1849 gekk að eiga Böðvar Jónsson bónda í Dag- verðarnesi, var talin með glæsilegustu konum, fríð og höfðingleg og vel verki farin. Þegar hún var að alast upp í föðurgarði í Dagverðarnesi, var piltur sá í Butru í Fljótshlíð, er Árni Gíslason hét. Þau Þórunn og hann felldu hugi saman og voru heitbundin hvort öðru. Varð hún þunguð af hans völdum. Ámi fór til vers, eins og siður var margra austanmanna fyrrum, og reri suður í Höfnum. Þar drukknaði hann á vertíðinni 1846, aðeins 22 ára gamall. Tregði Þórunn hann mjög. Son hafði Árni getið við Þórunni. Hét hann Magnús. Ólst hann upp með móður sinni í Dagverðarnesi. Magnús gerðii-st hinn mesti snillingur til allrar vinnu, og mátti kalla, að allt léki 1 höndunum á honum, jafnt kvennavinna sem karla. Var hann meðal annars orðlagður snillingur að spinna á rokk. Fékk hann af því viðurnefni og var kallaður Magnús spuni. Jón á Ægisíðu lýsir Magnúsi á þessa leið í ættartölubókum sínum: „Magnús var í Dagverðamesi og þar lengstum, giftist ekki, geðjaðist ekki búskapur, sem var kennt gerningum kvenmanns, sem vildi ná í hann ungan. Hann tvívegis reyndi búskap, sitt með hvorum kvenmanni, festi þá ekki yndi, nema karlmaður svæfi hjá honum um nætur, sem og varð að sækja til annarra bæja. En svo var hann góður vinnumaður, að fáir við jafnast, flugfær á alla vinnu, jafnt kvenna sem karla, spann eitthvert reiðinnar ofboð, alveg jafnt fínasta þráð sem búkhár og hrosshár, allt á sama rokkinn á víxl, kunni vel að stemma skrjóðinn, þá ekki heldur seinn að prjóna, mjaltaði stundum mikinn fénað, sem ei var venja karlmanna. Svo var um hvað eina. Hann átti langspil og söng vel á. Þótti það mörgum ærin skemmtan. Þegar hans kæra móðir andaðist, losnaði um hann frá Dagverðarnesi; var þá lengi fjósamaður á stórbæjunum Móeiðarhvoli, Breiða- bólstað, og Elliðavatni. Hann var vel á sig kominn, karlmannlegur, óheimskur og minnugur. Deyði loks uppgefinn og slitinn". Einu sinni lá Magnús í kali fjarri heimili sínu, lík- lega í Ölvesholti í Holtum. Spann hann þá í fertuga voð með heila fætinum, meðan hinn greri. (Þjóðs. Guðna Jónssonar). * — Ertu búinn að selja harmonikuna þína? — Já, ég þorði ekki annað, þegar ég sá að maðurinn, sem býr hérna uppi, keypti skammbyssu. * — Mér er sagt, að trúlofunin þín sé á enda. — Já, og Steini hagaði sér mjög andstyggilega. 60 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.