Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 5
Árið 1886 höfðu Engeyjarbændur látið smíða seglskútu í Noregi, sem þeir nefndu Engey. Þetta var lítið skip, aðeins 27 smálestir, mjög sterklega byggt en sigldi heldur illa. Til vetrar- vertíðarinnar 1888 réðst ég á þessa skútu, og hinn 1. marz fór ég gangandi af Kjalarnesi í skiprúmið. Þá voru frost mikil og ísalög, höfnin öll lögð út undir Engey. Eg gekk beint um borð í skipið. Allt til fyrsta túrsins var flutt um borð á sleðum. Þegar ísinn fór, var siglt út á fiski- miðin. Þessi vertíð var afar erfið hvað tíðarfar snerti. Fiskaðist því heldur lítið. Eg var alla vertíðina að drepast í sjóveiki, stóð samt allar mínar dekkvaktir, en var lægstur allra í fisk- drætti, sem von var. Þetta byrjaði því hörmu- lega fyrir mér, og ég var satt að segja alveg gugnaður með skútuveruna. Edilon sál. Gríms- son var skipstjórinn. Um lokin héldu þeir fund, faðir minn, Brynjólfur í Engey, útgerðarstjór- inn, og skipstjórinn. Utgerðarstjórinn og faðir minn vildu láta mig fara í land, álitu varla forsvaranlegt að leggja þetta á mig, og á hinn bóginn gagnslaust bæði fyrir mig og útgerðina. Edilon hélt því hins vegar fram, að þetta væri enn ekki fullreynt. Vertíðin hefði verið afar vond, vorið gæti orðið gott, og ef ég þá ekki dygði, væri sjálfsagt að henda mér í land. Hinir gengu inn á þetta. Eg fór út í túrinn og kveið duglega fyrir. En hvað skeður: Vorið var einmuna-gott, fiskaðist heldur vel, og þrátt fyrir þótt þarna væru ágætir fiskimenn um borð, var ég hæstur í fiskdrætti. Var ég það upp frá því, næstum hvern einasta túr, er Engeyjan fór þau 5 úthöld, sem ég var á skipinu. Síðar meir var ég ekki lítið þakklátur Edilon fyrir tillögu hans og einbeittni að halda mér kyrrum um borð, á móti vilja okkar þriggja, þótt ég legði þar raunar ekkert til málanna. I Stýrimannaskólann fór ég veturinn 1891— 1892 og næsta vetur, báða veturna frá fyrsta okt. til 1. marz, —tók burtfararpróf úrskólanum fyrstu dagana í marz 1893. Við tókum 4 próf saman, Kristinn Magnússon skipstjóri, Þorvald- ur Jónsson skipstjóri, Pétur Ingjaldsson á Lax- fossi og ég. Þetta var fyrsta skipstjóraprófið, sem tekið var við löggiltan stýrimannaskóla á Islandi, því lög fyrir Stýrimannaskólann höfðu verið samþykkt á Alþingi árið áður. Eg þurfti ekki að bíða eftir atvinnu, því meðan ég var að ljúka prófinu, beið mín stýrimannsstaða á l'itlum kútter, sem hét Sleipnir. Sigurður Jónssoní Görð- unum var skipstjórinn. Eg var þar stýrimaður aðeins til lokanna, og tók þá við skipinú, því Sigurður fékk annað skip. Mér gekk strax ágæt- lega að fiska á þetta skip, var langhæstur í fiskidrætti, passaði auk þess íshúsið og skammt- aði beitusíldina. Það sem reið baggamuninn um að ég færi í skólann, var það, að Bjarni Magnússon skip- stjóri á Engeynni og bóndi í Engey bauð mér, ef ég vildi fara í skólann, að lána mér allar bækur, kort og áhöld tilheyrandi stýrimanna- fræðinni endurgjaldslaust. Þetta hafði hann sjálfur áður notað. Þetta kostaði það mikið fé, Fischersbryggja um aldamótin 1900. \ V I K I N G U R 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.