Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 8
Kútter Georg fyrir fullum segl- um. Skipi þessu stjðrnaði Þor- steinn Þorsteinsson í 5 ár og aflaði jafnan afburðavel. ■— E'igendur GeorgsvoruÞorsteinn Þorsteinsson, Tryggvi Gunnars- son og Bjarni Jónsson. skýra frá ganginum í þessu, síðan skipið sigldi frá Hull. Eitt ofsarok fékk ég á Fríðu hér vestur í Faxabugtinni. Einn sjórinn lagði skipið á hlið- ina og tók mig út, svo að ég vissi ekkert af mér góða stund. Þegar skipið réttist aftur og öldu- stokkurinn kom uppúr, rankaði ég við mér. Ég lá á maganum á öldustoklmum, með annan fótinn og annan handlegginn fyrir utan, hinn fyrir innan. Hafði ég tekið þanhig dauðahaldi í öldustokkinn. Ekkert sakaði annað en þetta. En það var mjótt á milli. Ég var staddur hálfur niðri í káetunni, þegar sjórinn reið yfir, og skildi ekkert í hvemig sjórinn gat náð mér þarna upp úr og skellt mér út á lunningu. Ég missti af mér sjóhattinn og fékk að vita nokkurn veginn hvernig er að deyja í sjó. Mér fannst það ekki sérlega amalegt fyrir sjálfan 'mig, en ég viðurkenni og veit, að það horfir öðruvísi við fyrir aðstandendur í landi. Eftir baðið fór ég niður í káetu og fékk mér þurr föt. Svo var allt jafngott og eins og ekkert hefði í skorizt. Ekkert bilaði, og menn, sem voru á vakt, stóðu eins og alltaf var vani í slíkum veðrum, við bátinn í skjóli við framvantinn. Um þessar mundir hafði Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypt 8 kúttara í Englandi til þess að hjálpa áhugamönnum til að eignast stór og góð fiskiskip, sem gátu verið úti í hvaða veðri 4B sem var og aflað mikið. Lán var veitt úr fiski- veiðasjóði til kaupanna. Margir höfðu mikinn áhuga á að eignast þessi skip. Þar á meðal var ég eltur á röndum af ýmsum, sem vildu fá mig með sér í slík kaup. Mig langaði líka til að eignast part í skipi, en á hinn bóginn fannst mér viðurhlutamikið að segja skilið við Geir Zoega, þar sem mér hafði gengið ljómandi vel, og hann hélt þessi lifandis ósköp upp á mig. Þetta endaði samt þannig, að við keyptum einn kúttarann þrír saman, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Bjarni Jónsson snikkari og ég, fyrir 8000 krónur, við fengum 4000 kr. lán úr fiskiveiðasjóði til kaupanna. Skipið hét „Georg Hall“, við styttum nafnið og nefndum það Georg. Ég var ráðinn skips|;jórinn, — og útgerðar- stjórinn. Nú kveið ég ennþá meira fyrir að fara til Geirs Zoega til þess að segja honum upp skiprúmi, heldur en í hitt skiptið, þegar ég bað hann um skiprúm, af því ég vissi fyrirfram að honum myndi þykja það ákaflega slæmt. Þetta varð þó svo að vera, úr því sem komið var. Þegar ég kom til hans, þótti honum slæmar fréttirnar, skildi ekki í mér að haf-s. ekki látið sig vita áður en ég fastréði þetta. Hann bauð mér, endurgjaldslaust, part í hverju af skipum sínum sem ég vildi, ef ég gæti hætt við hitt, en það gat ég ekki. Það var fastákveðið. Þannig skildi með okkur. FramhalcL. V í K I N G U R /

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.