Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 10
í Ijóðum sínum, enda voru þeir ekki taldir „normal“. „Vertu trúr allt til dauðans“, segir í hinni heilögu bók. Það mun vart um deilt, að sjómannastéttin er trú í sínu starfi, en um hitt má deila, á hvern hátt hún verður sjálfri sér trúust, þar koma fram hinar breytilegu lífsskoðanir, sem svo aftur valda því, að við erum ekki allir á sama máli. Allir sannir sjómenn keppa að einu og sama marki í því, að vera sem virðulegastur fulltrúi sinnar stéttar og þjóðar. Það má segja í mörgum tilfellum, að sjo- maðurinn standi álengdar og hlusti, en ályktanir hans eru aftur á móti alþjóð of huldar. Svo á þetta ekki að vera, hann á að láta skoð- anir sínar í ljós á sem flestum sviðum. Þá mun hans málum betur borgið en ella. Við höfum setið í glæsilegum sölum og hlustað á fræðandi fyrirlestra hinna hámenntuðustu manna þjóðarinnar. Vissulega hefur verið þar margt gott um að fræðast, þó í mörgu skjátlist þeim sem öðrum. Þrátt fyrir það vildi ég ekki hafa skipti á þeim fróðleik og samræðum sumi’a sjómanna í hásetaklefa. Að sjálfsögðu voru þær ræður ekki kryddaðar jafn mikilli orðgnótt andans og menntamannanna, en þær umræður voru hins vegar framkomnar af þekkingu og reynslu hins stríðandi manns, þess manns, sem ekki rökræddi annað en það, sem lífsspekin hafði kennt honum. Af þeim umræðum vildi ég ekki hafa misst. Þær eru mín gullkorn. Ég vona að ég hneyksli ekki neinn fræða- og menntamanninn, þó ég segi þetta. Sé svo þá skulu þeir kanna þá vegu, sem ég og aðrir sjó- menn hafa gert og segja mér niðurstöður sínar. Tvímælalaust kemur bezt fram hinn hversdags- legi hugsunarháttur sjómannsins í sögum Guðm. G. Hagalíns og frásögnum Gils Guð- mundssonar, en hjá báðum þessum ágætismönn- um vantar að fram komi sálrænar hug- sjónir, sem nú til dags þróast svo mjög meðal stéttarinnar, hin rétta mynd nútímamannsins. Það er gott og lærdómsríkt að vita hvað var, en við eigum líka að vita hvað gerist meðal okkar nú til dags. Framþróunin er ör og við þurfum að fylgja henni eftir, svo bezt nýtur hver síns. Sjómenn, fyrsta takmarkið til að ná sönnum árangri í lífsbaráttu ykkar og skilningi á öllum ykkar högum og aðstöðu til þjóðfélagsins er sú, að þið takið sjálfir virkan þátt í því, að láta ykkar eifjin ljós skína, ekki síður í orði en á borði. GLEÐILEGT ÁR 1953. Ekki má skemma Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn er stærsta og bezta höfn landsins, sem byggð hefur verið af manna- höndum. Reykjavíkurhöfn er ekki mikil höfn á mælikvarða stórveldanna, en þó var hún þýð- ingarmikil bækistöð stórvelda á stríðsárunum, eins og kunnugt er. Reykjavíkurhöfn er mesta verzlunar- og fiskveiðahöfn landsins og eina höfnin á öllu landinu, sem með fullum rétti mætti kalla „landshöfn“. Reykjavíkurhöfn er þannig löguð og í sveit sett, að allir Islendingar geta verið stoltir af henni. Öllum Islendingum á líka að þykja vænt um þessa góðu höfn sína, þó ekki sé hún alveg gallalaus. Allir íslendingar eiga Reykjavíkurhöfn, hvar í sveit sem þeir eru settir og hvar í stöðu sem þeir standa. Öllum fslendingum ber því skylda til að standa vörð w um Reykjavíkurhöfn, stuðla að frekari upp- byggingu hennar, hver eftir sinni getu, og vaka yfir því, að ekkert sé gert, sem orðið getur henni til miska eða gerir hana verri en hún upphaflega var. Þegar litið er á það, hversu langt er liðið síðan Reykjavíkurhöfn var byggð, hversu fs- lendingar voru fátækir og skammt á veg komnir í verklegum framkvæmdum, þá hljóta menn að undrast stórhug, dugnað og framsýni þeirra manna, sem hugmyndina lögðu til og hrintu henni í framkvæmd með þeim myndarbrag, sem raun ber vitni. Frá hendi þeirra manna, sem höfnina byggðu, var hún rúmgóð með greið- færri innsiglingu, sem miðaðist við það, að öll skip, sem á annað borð flutu í höfninni, gætu farið ferða sinna út og inn höfnina í rftisjöfnu veðri. fnnsiglingin á Reykjavíkurhöfn er fjör- egg hafnarinnar. Þeir, sem réðu hafnarmálum Reykjavíkur um miðjan annan tug þessarar aldar, hafa auðsjáanlega skilið þau sannindi. Þeir, sem ráða hafnarmálum Reykjavíkur nú, virðast ekki skilja þetta jafn vel, eða þeim hefur skjátlast óviljandi. Á það bendir nýjasta fram- lag þeirra til hafnarmálanna. Það er garður, sem verið er að leggja í austurhöfninni og látinn er stefna í veg fyrir skipin, sem fara um hafnar- opið. Þar sem garður þessi minnkar svigrúm skipanna á versta stað í höfninni, rétt innan við hafnaropið, verður að líta svo á, að hann skemmi höfnina og geri hana verri en hún upp- haflega var, en það er einmitt það, sem ekki má. Ekki má skemma Reykjavíkurhöfn. Grímur Þorkelsson. 50 V I K I N □ L) R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.