Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 14
-V
«8íSSw«tf«««
A vertíðinni.
Ljósm.: Þorst. Jósepsson.
arnar, sem eiga sér stað í ,,stöðinni“ hita vatnið
upp í gufu, sem túrbínur skipsins ganga fyrir.
Ljósavélar kafbátsins og aðrar smávélar fá
einnig aflgjafa sinn frá þessum gufukrafti.
Vatnið, sem þannig er hitað upp, verður að
'vera alveg hreint, vegna þess að annars er hætta
á því að það verði geislavirkt.
Þurfi einhverra hluta vegna að stöðva „atom-
stöðina", er strax hægt að setja í gang díesel-
rafstöðvar, eða skipta yfir á rafgeyma, sem eru
til taks í slíkum tilfellum.
54
I
Eitt meginatriðið í útbúnaði Nautilus er að-
búnaður skipshafnarinnar, þar sem kafbátnum
er ætlað að vera neðansjávar vikum eða jafnvel
mánuðum saman. Fyrst í stað býr skipshöfnin
að súrefni, sem þjappað er saman með há-
þrýstingi, en svo er útbúnaður til þess að vinna
súrefni úr vatni. Loftið er stöðugt hreinsað
með fullkomnum tækjum, og geta menn reykt
að vild. Jafnframt þessu er kafbáturinn út-
búinn hinum svonefndu „Schnorkel“-tækjum,
sem Þjóðverjar notuðu í síðasta stríði. Til að
V í K I N G U R