Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 17
frá borginni, þar sem verksmiðjur Storm & Blom
voru. Þau litu eftirvæntingarfull á Larsen.
„Jæja, lagsi, hvað er nú á seyði?“ spurði Bergmann.
Larsen mældi hann með augunum frá hvirfli til ilja.
Hann hneppti að sér jakkanum og stakk símskeytinu
í vasann.
„Farið til fjandans", sagði hann skýrt og greinilega,
„öll saman!“
Þau gláptu á hann. Var þetta Larsen? Góðlátlegi þolin-
móði Larsen, sem þau höfðu aldrei heyrt segja styggðar-
yrði! Var maðurinn orðinn geðveikur? Snarvitlaus?
„Nei, heyrðið nú!“ sagði Bergmann.
„Bergmann!“ sagði Larsen og teygði úr sér eins og
unnt var. „Þér eruð padda. Þið eruð öll pöddur. Burt
með ykkur!“
Og þar með ýtti hann þeim til hliðar og rigsaði
tignarlega gegnum skrifstofuna og hvarf fram í gang-
inn.
Litla, nýja hraðritunarstúlkan hljóp til og gægðist
gegnum hurðarglerið.
„Ó,vitið þið bara, hann fer inn til Bangsa!“ sagði
hún skelfingu lostin.
„Guð komi til!“ sagði Bergmann hásum rómi.
Björn stórkaupmaður leit ekki upp, þegar Larsen
kom inn. Miklir menn líta ekki upp, þó einhver komi.
Hver sekúnda er dýrmætari en svo. Og sá, sem er mikill
fyrir, verður enn meiri, þegar einhver stendur og bíður
framan við skrifborðið.
Larsen hafði áður komið inn í skrifstofu Björns,
hneygt sig og beygt í þrælslegri auðmýkt.
En það. var fyrir daga símskeytisins.
Það var hljótt sem í kirkju, þarna sem Björn stór-
kaupmaður sat við gljáslípað maghoniskrifborðið og
urgaði pennanum eftir pappírnum.
Björn stórkaupmaður leit ekki upp.
En það gerði Larsen!
„Björn!“ sagði hann ívasst. Lindarpenninn hætti
urginu. Stórkaupmaðurinn leit dolfallinn upp á Larsen.
„I morgun opnaði ég greiðsluumslagið mitt —“ byrj-
aði Larsen.
„Hvað kölluðuð þér mig?“ spurði Björn, og fékk
skyndilega málið á ný.
„Eg opnaði umslagið mitt“, hélt Larsen áfram, „og
í því voru nákvæmlega 410 krónur".
„Hvað kölluðuð þér mig?“
„í níu löng ár“, sagði Larsen, „hef ég opnað þessi
bölvuðu greiðsluumslög og fundið í þeim 400 krónur.
Aðeins einu sinni fékk ég af vangá tíu króna kaup-
hækkun. Þannig var það, þar til í dag. Ég opnaði
umslagið, og hvað fann ég?“
„Hvað kölluðuð —?“
„Hvað fann ég?“ spurði Larsen. „Fjögur hund —“.
„Hvað köll------?“
„Hvað fann eg? Já, ég skal segja yður, hvað ég
kallaði yður: feita svínið. 410 krónur var allt og sumt,
sem ég fann. Þarna sitjið þér og hlaðið á yður árið út
og inn. Þér safnið ístru, sem er smánarblettur á þjóð-
félaginu og kýlið vömbina á kræsingum og dýrum
drykkjum".
„Björn!" stundi mikilmennið. „Svo sannarlega hjálpi
mér guð, kallaði hann mig ekki Björn!“
„Já, Úlfur ætti betur við, ekki neita ég því“, sagði
Larsen. „Nú hef ég þrælað hér á tíunda ár og fæ enn
410 krónur á mánuði.
Björn stórkaupmaður rétti úr sér.
„Björn“, stundi hann. „Hann kallaði mig Björn!“
Honum var loks orðið.ljóst það takmarkaleysi ósvífn-
innar, sem í slíku ávarpi fólst.
„Út!“ æpti hann. „Strax. Eg —“.
Larsen laut meinfýsinn fram yfir skrifborðið.
„Tuttugu skref burt — akfeita svínið þitt!“ hvæsti '
hann.
„Maðurinn er brjálaður!“ stundi stórkaupmaðurinn.
„ Stj örnu-kol-br j álaður! “
„Níu ár“, sagði Larsen. „Níu löng og andstyggileg
ár hef ég fært bækurnar yðar og endurskoðað reikninga
yðar. I níu ár hef ég þrælað þolinmóður án þess að
kvarta og hjálpað yður til að raka saman peningum
handa yður og yðar hálfvitlausa fólki!“
„Larsen", hrópaði Björn. „Ég —“.
„í níu ár, fýrir 410 krónur á mánuði! Ég hef beðið
um kauphækkun. Ég fékk hana ekki. Af hverju? Af
því þér þykist ekkert tillit þurfa að taka til mín.
Þér þykist geta notað mig sem skóþurrku. Þér þykist
geta boðið fólki eins og mér —“.
„Larsen!“
„Haldið kjafti!“ Larsen barði. hnefanum í borðið:
„Þér hafið litið á mig einsog þræl. En þar skjátlaðist
yður, yður og hinum líka. Ég átti að segja „herra“
og tilbiðja yður! En nú er það búið að vera, get ég
sagt yður. Frá í dag er firmað án minnar þjónustu.
Skiljið þér það?“
„Drottinn minn dýri!“ Bjöm stórkaupmaður hallaði
sér aftur á bak í hægindastólnum og þurrkaði svitann
af enninu.
„Var það svo nokkuð fleira?" sagði hann.
„Já. Margt og mikið. En ef ég segði það, yrði ég
tekinn fastur. Farið og vinnið sjálfur fyrir peningum,
eins og aðrir verða að gera, þá hugsa ég þér mynduð
horast. Þér getið nú haft þetta til að melta“, lauk hann
máli sínu og gekk til dyranna. „Blóðsuga!“
Þar með skellti hann hurðinni aftur á eftir sér.
Frammi í skrifstofunni rigndi spurningunum yfir
hann.
„Larsen, þú hefur þó ekki —?“
„XJrrrrrl“
„Nú hringir hann“, sagði Larsen. „Bíðið með það,
sem þið ætlið að segja, þangað til ég er búinn að afgreiða
hann!“
Honum til mikillar furðu sat Bjöm stórkaupmaður
og hló svo ístran gekk upp og niður. Hann benti með
pennanum á stól.
„I níu ár“, sagði hann. „Já, alla mína ævi sem kaup-
sýslumaður hef ég árangurslaust leitað að manni, sem
hefði hugrekki til að segja meiningu sína, hverjar sem
afleiðingamar yrðu.
Innheimtudeildina vantar nýjan forstjóra. Maður, sem
ekki lætur vaða ofan í sig, verður það að vera. Ég held
þér séuð vel hæfur til starfans. Já, Larsen, ég meina
það. Eg held við sleppum því, sem hér var sagt áðan.
Ég skil meira en fólk mitt heldur. Eg hef greitt yður
410 krónur á mánuði. Viðskipti fyrst og síðast, er mítt
V í K I N G U R
57