Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 19
Olíuflutnin gaskip
Um nokkurt skeiS hefur veriS vaxandi áhugi á því, aS íslendingar eignufiust olíuflutninga-
skip, eitt e8a fleiri, sem annazt gœtu olíuflutninga til landsins. Ásgeir Sigiu'Ssson skipstjóri,
forseti F. F. S. í. rœddi þetta mál í snjallri rœfiu á sjómannadaginn s. I. vor.og hvatti mjög ein-
dregió til framkvœmda. Víkur liann einnig aS þessu efni í pistlum sínum fremst í þessu blaSi.
Rétt áSur en Víkingur fór í prentun aS þessu sinni, frétti ritstjóri lians aö Oddur Helgason
útgerSarmaSur hefSi um nokkurt skeiS unniS aS athugunum á því, hvort tók vœru á slíkum
skipakaupum. Átti ritstjórinn samtal viS Odd um máliS. Oddi fórust orS á þessa leiS:
Eg hef nú um tveggja ára skeiS unniS aS athugunum á því, hvort skynsamlegt vœri og
kleift aS festa kaup á stórum olíuflulningaskipum, sem annazt gœtu olíuflutninga hingaS til
lands, en flutningar á olíu hafa veriS algerlcga á erlendum höndum, svo sem kunnugt er. HingaS
er árlega flutt mjög mikiS magn af olíu, og fer þaS stöSugt vaxandi, mun nú vera nokkuS á
þriSja liundraS þúsund tonn. Fyrir fllilning á olíum greiSum viS árlega milli 30 og 40 milljónir
króna í fargjöld til erlendra aSila.
Samkvœmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflaS mér úr ýmsum áttum, einkum frá Englandi,
tel ég hagkvœmt, aS viS íslendingar keyptum eSa létum smíSa tvö olíuflutningaskip, um 12 þús.
tonn D. W. Sú stœrS myndi aS líkindum henta okkur bezt.
ByggingarkostnaSur tveggja slíkra skipa mun nema 70—80 milljónum króna. Get ég út-
vegaS lánsfé erlendis til kaupa eSa nýbygginga á slíkum skipum, sé ríkisábyrgS fyrir hendi.
AS mínum dómi er hér um sjálfsagt og algerlega áhcettulaust fyrirtœki aS rœSa. Rpkstur
tveggja slíkra olíuskipa er fullkomlega öruggur fjárhagslega, þar eS skipin myndu hafa nœg
verkefni. ÞjóShagslega séS er auSsœr stórliagur aS kaupunum, þar eS skipin myndu allt frá
upphafi spara mun meiri gjaldeyri en fara myndi til greiSslu vaxta og afborgana af stofnláninu.
Benda má á þaS, aS aukning siglingaflotans hlýtur aS vera okkur íslendingum metnaSarmál.
Loks er þess aS geta, aS á tveimur olíuflutningaskipum myndu vera um 90 sjómenn, svo
aS liér vœri um aS rœSa allmikilvœga atvinnuaukningu fyrir sjómannastéttina.
Þannig fórust Oddi Helgasyni orS. Víkingur telur, aS hér sé mjóg mikilvœgt mál á ferSinni,
sem ástœSa sé til aS veita fulla athygli. Þó aS nefndar séu allliáar tölur, mega menn ekki láta
sér vaxa þaS í augum, ef skynsamlegur rekstrargrundvöllur er fyrir hendi, og um þaS mun
naumast þurfa aS efast.
Víkingurinn birtir á forsíSu mynd af olíuflutningaskipi af svipaSri gerS og Oddur Helgason
telur okkur henta bezt.
VÍKINGUR
59