Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 21
KTINNI
— Nú, ég hélt, að þú hefðir slitið trúlofuninni.
— Já, en honum stóð algerlega á sama.
*
— Heyrðu, er það satt, að konan þín sé ákaflega
forvitin?
— Biddu fyrir þér! Hún fæddist af eintómri forvitni.
*
Árið 1894 á vertíðinni gekk skæður inflúenzufaraldur
í verstöðvunum Eyrarbakka og Stokkseyri. Lögðust þá
margir, og nokkrir dóu. Meðal þeirra, sem létuzt úr
faraldri þessum, voru Ásgrímur Eyjólfssfon verzlunar-
maður á Eyrarbakka og Guðrún Guðmundsdóttir frá
Baugsstöðum í Flóa. Var þá haft eftir Jóni Jónssyni í
Eystri-Móhúsum, að hann hefði sagt við Símon, tengda-
föður sinn, sem átti nokkrar eigur og lagðist í faraldri
þessum: „Nú er Ásgrímur dauður og nú er Guðrún
dauð, en ekki mun þér þyngja mikið, Símon“.
*
— Ef þetta er frú Þorbjörg, þá er ég ekki heima.
Vinnukonan (kemur aftur): — Þetta var hún, og
hún sagðist vera ósköp fegin.
*
— Veiztu, að Magga ætlar að giftast röntgenlækni?
— Ekki skil ég, hvað hann hefur séð í henni.
*
— Maja: „Þú sagðir Kalla þá samt sem áður, að þú
elskaðir hann“.
— Magga: „Ég ætlaði ekki að gera það, en hann
kreisti það út úr mér“.
— Ræður hún öllu í hjúskapnum?
— Það er víst ekki ofsagt. Hún gæti ritað dagbókina
sína fyrirfram.
*
— „Hvers vegna ertu svona áhyggjufullur á svip?“
— „Ég er að reyna að ákveða, hvort ég á að vera við-
staddur brúðkaup á morgun“.
— „Brúðkaup hvers?“
— „Mitt“.
*
— „Getur þú hugsað þér annað eins? Hann hljóp frá
öllu saman, þegar þau voru komin að altarinu".
— „Varð hræddur, trúi ég?“
— „Nei, herti upp hugann".
*
— „Svo að þú tapaðir henni?"
— „Já, en græddi samt“.
— „Hvernig þá?“
— „Hún sendi mér aftur gjafimar, og lét óvart fljóta
með fáeinar, sem einhverjir aðrir höfðu gefið henni“.
— Jæja, þá er Grímsi loksins orðinn skipstjóri á
h j úskaparfleytunni.
— Ó-nei, blessaður vertu. Konan er áreiðanlega skip-
stjórinn. Hún var þar að auki ekkja, svo ég held að
Grímsi sé einungis annar stýrimaður.
Lögfesta
Eftirfarandi skjal, sem mönnum nú á tímum mun
þykja all-einkennilegt, var lesið upp við Breiðaból-
staðar-, Eyvindarmúla- og Teigskirkjur í Rangár-
vallasýslu á annan og þriðja í hvítasunnu árið 1770:
„Hér með festi eg og lögfesti undirskrifaður
eiginkonu mína Hildi Pálsdóttur, og fyrirbýð á
allta kröftugasta máta, eftir lagaleyfi, svo vel prest-
inum síra Magnúsi Einarssyni á Butru, sem hverj-
um öðrum að hýsa hana eða heimila, burttæla eða
lokka frá mér móti guðs og manna lögum og boð-
orðum. Því ég lýsi hana mína eign og eiginkonu,
ef ég má óræntur vera, í öllum kristilegum egta-
skaparkærleika, á beggja okkar bólfestu, Snotru í
Landeyjum. Óska ég að sveitarmenn í Fljótshlíð
flytji hana og færi til mín, hvar sem hitta kynnu,
eins og til var sett og ráð fyrir gert á seinasta
Kirkjulækjar manntalsþingi. Þessari lögfestu til
staðfestu er mitt undirskrifað nafn og hjásett inn-
sigli. Sveinbjörn Þorgilsson.
*
— „Þú átt að gefa honum undir fótinn. Það þarf að
segja sumum mönnum til í þessum efnum“.
— „Ég hef gefið honum undir fótinn. í gærkvöldi
settist ég á legubekkinn, en hann tyllti sér á stólinn,
sem fjarst var. Þá sagði ég, hvað það væri einkenni-
legt, að karlmannshandleggur væri alltaf jafnlangur og
ummál kvenmannsmittis. Hvað heldur þú, að hann
hafi gert?“
— „Það, sem hver skynsamur maður hefði gert —•
mælt og reynt".
— „Nei, hann spurði bara, hvort ég ætti snærisspotta
til að mæla með“.
*
— „Ég er að skrifa Pétri og leiða honum fyrir sjónir,
-að ég hafi ekki meint það, sem ég sagði í síðasta bréfi
mínu til hans“.
— „Hvað sagðir þú í því bréfi?"
— „Að ég meinti ekki það, sem ég sagði í því þar á
undan".
VÍKINGUR
61