Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 23
2/2. Sjór hefur gengið 70 km á land upp í Hollandi. Gífurlegt tjón hefur orðið í Belgíu, Bret- landi og Frakklandi. Er þetta talið mesta fárviðri í fjórar aldir. — í Durban í Suður-Afríku varð úrkoma 330 mm á 17 klst. og er þetta mesta úrkoma þar, sem mælst hefur. — Taugaveiki hef- ur nú komið upp í Þýzkalandi. • 3/2. Milljónir manna í nauðum í Hollandi. Þar og í Bretlandi er vitað um nærri 900 manns, sem hafa farizt. Margra hundraða er saknað enn. — Ekkert hefur heyrzt til um 200 brezkra togara, sem voru á veiðum á fárviðra- svæðinu. — Eisenhower kallar 7. flotann baadaríska frá Formósu. • 4/2. Norðmenn veiða minni síld en í fyrra. — Rússar eru að eyði- leggja fiskimiðin við Bjarnarey af ásettu ráði, segja norsku sjómennirnir. — Fólkið í Hollandi bíður á húsþökum og trjám, en brimið molar húsin smátt og smátt. Fjöldi fólks drukknaði í gær, er hús og tré féllu í flóðið. — Rússar hafa byggt fimm stóra flugvelli við landamæri Noregs. Á Múrmansk-svæðinu eru 50 flug- vellir, og þar hafa 900 flugvélar aðsetur. — Fiskþurrð í Grimsby í s. 1. viku. Þá fengust 5 stpd. fyrir kit. — Kirkjuklukkurnar hringdu „garðabrot“ um allt Hol- land, og vitað er um, að þrettán hundruð manns hafa farizt í flóðunum. • 5/2. Búizt er við ofviðri á ný á flóðasvæðunum. Hætta er á að stóraukin rottuplága breiði út sjúkdóma í Ostende. — íran sviptir Rússa einkaleyfi til styrju- 'veiða. Hafði aðeins fengið 15% hagnaðarins. — Vindhraði á Norð arsjó og flóðasvæðinu komst upp í 100 km í nótt. — Bretar veita fé til endurnýjunar fiskveiðiflot- anum. Þingið ræðir 30 milljóna punda framlag í þessu skyni. • 6/2. 175 þúsund hektarar akur- lendis eru nú undir vatni í Hol- landi. — Frost og fannkyngi er víða í Evrópu. — Mestu ógnirn- ar á flóðasvæðunum loks um garð gengnar. — 50 stiga frost mældist í Norður-Finnlandi í fyrrinótt. Er það mesta frost í manna minnum þar. • 7/2. Jamaika fær fulla sjálf- stjórn.— Eyjan St. Phil við Hol- land er með öllu horfin. Ekki er kunnugt um afdrif íbúanna, 400 talsins. — Einkaréttur til inn- flutnings lyfja í Noregi. Norska þingið samþykkti í dag að ríkið tæki hann í sínar Iiendur. — Mesti skipsbruni frá stríðslokum varð í Hamborg á dögunum. Eld- urinn kom upp í sænska kola- skipinu „Antarctic Ocean“. — Stórbruni varð í pappírsverk- smiðju í Sarpsborg. — Flotafor- ingi Bandarikjanna á Iíyrrahafi vill hafnbann á Kína. Segir það xitiloka afskipti Rússa af mögu- legum vopnaviðskiptum Formósu- manna og Kínverja á meginland- inu. — Flóð brýtur ný skörð í varnargarða á Englandi. Yfir 1600 manns hafa orðið flóðunum að bráð. — Queen Mary lagðist hjálparlaust, án hafnsögumanna- báta, upp að bryggju í New York í gær. En verkfallið stendur enn yfir þár. — Rússar fjölga flug- völlum, munu hafa milli 70-90 flugvelli meðfram vesturlanda- mærum sínum. • 10/2. ísbrjótar eru að verki á Eyrarsundi. Þúsundir danskra heimila vatnslaus vegna frosta. — Hollendingar unna sér engrar hvíldar við björgunarstarfið. Hús- þökin standa upp úr vatnselgnum. ■• 11/2. Brezka stjórnin er and- víg hafnbanni á Kína. — Óttazt er að höfnina I Álaborg kunni að leggja. — Finnar vilja alþjóðlega hjálparstofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna. — Þýzkum stúdent- um leyft að heyja einvígi og þar með gömul erfðavenja tekin upp aftur. — Færeyingar fá nýjan „Tjaldur“, glæsilegt skip og vand- að. Hann mun leysa af hólmi góðan kunningja, gamla Gullfoss okkar Islendinga. • 12/2. Stóraukin flóðahætta í Englandi. Þrjú fljót flæða yfir bakka sína, þar sem sjávarflóðin hafa gert mestan usla. — Tjónið í HoIIandi áætlað 4,4 milljarðar króna. — Eisenhower hafnar náð- unarbeiðni Rosenbergshjónanna. Athugaðir möguleikar á freðfisk- sölu til Indlands og Ástralíu. SH hyggst senda menn til að athuga skilyrðin. — Rússar slíta stjórn- málabandi við Israel. • 13/2. Mikil síldveiði við Noreg. Veiðin nemur 4,6 millj. hl. — Norðurlandaráðið kemur saman í dag í Kaupmannahöfn. — Bretar og Egyptar hafa komizt að sam- komulagi um Súdan. Súdansþing ákveður eftir þrjú ár, hvort land- ið verði sjálfstætt eða sameinað Egyptalandi. — Gin- og klaufa- veikin hefur magnazt nokkuð í Danmörku og Hollandi. • 14/2. Hollendingar eiga mikið undir því, að ekki fari að hvessa á útnorðan. Stærsti straumur ársins yfir helgina. / • 16/2. Varnargarðar biluðu hvergi um helgina, en fannkoma teppir enn þjóðvegi á Bretlands- eyjum. • 17/2. Norðmenn vilja fá hol- lenzkar stúlkur í sveitirnar. — Eisenhower vill að Yaltasamning- urinn verði ógiltur. — 11 þúsund lesta franskt skip leitaði hafnar í Napoli, vegna þess að eldur hafði komið upp í því. — Reglu- Framhald á bls. 67. VIKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.