Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 24
Minningarorð: OSKAR HALLDORSSOA tTGERÐARMABUR Hinn 15. jan. s. 1. barst sú harmafregn til þjóðarinnar, að Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, Ingólfsstræti 21 í Reykjavík væri dáinn. Saga þjóðarinnar mun ávallt geyma minningu hug- sjóna-, framkvæmda- og drengskaparmannsins Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Óskar var fæddur á Akranesi 17. júní 1893. Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir Ottesen og Halldór Guð- bjarnarson, bátaformaður á Akranesi. Ungur fór Óskar í búnaðarskólann á Hvanneyri. 15 ára var hann út- skrifaður búfræðingur. — 16 ára fór Óskar til Dan- merkur. Hjá bónda þeim á Amager, sem hann vann hjá, fékk hann harðan skóla, krafðist því ætíð mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum, fór snemma á fætur og seint að sofa. Ástundaði alla æfi langan vinnudag. Óskar stundaði garðyrkjustörf hér heima árin 1913— 1914 og ræktaði fyrstur manna tómata á íslandi, svo vitað sé. Óskar vann, sem plæingamaður, hjá Búnaðar- sambandi Kjalarnesþings, og gaman var að sjá glamp- ann í augum hans, er hann sýndi sáðsléttumar sínar og sagði frá vinnubrögðum þeirra tíma. — Síðan fór hann í þann góða skóla, að bræða þorskalifur. Slor og grútur voru engin skammaryrði í hans munni. Til Siglufjarðar kom hann fyrst með lifrarbræðslupottana tvo og 15 tómar lýsistunnur árla morguns 10. júní 1917. Óskar Halldórsson leit Siglufjörð fyrst frá hafinu. Sjálfur lýsir hann því þannig: „Snemma morguns — klukkan að ganga 6, hinn 10. júní, er ég vaknaður og sé þá inn í mynni Siglufjarðar, Siglunes á bakborða, Strákarnir á stjómborða. Sjórinn spegilsléttur, sól og hiti, fjöllin há og tignarleg á báðar hliðar. Hafði ég engan fjörð séð fallegri fyrr, að undanteknum Dýra- firði“. Andrés Hafliðason varð fyrstur manna á Siglufirði til að leiðbeina Óskari um staðsetningu lifrarbræðslu- tækjanna. Eftir þriggja tíma veru var Óskar orðinn lóð- areigandi og byrjaður að byggja hús við Álalækinn. Árið eftir byrjar Óskar síldarsöltun og síðar útgerð. Ekki valdi Óskar Halldórsson sér bezta plássið í höfninni. O, nei. Við brimsorfna kletta út við Bakka, þar sem út- hafsaldan var kraftmest og ísrekið mest, byrjaði hann síldarsöltun. Um margra ára skeið gekk hann undir nafninu Óskar á Bakka. Sjálfur segir hann: „Ég var stundum undir bakkanum og stundum ofan á honum, því jafnan valt á ýmsu í síldarútveginum, þangað til síldarverksmiðjurnar komu til sögunnar." Af veru sinni á Bakka hefur Óskari ábyggilega hug- kvæmst margt í sambandi við bryggjubyggingu og hafnarumbætur. — Enda'eins og alþjóð veit, athafna- samur um þau mál, og mörg byggðarlög landsins njóta þess í dag, þó Keflavík á Reykjanesskaga muni þar af bera. Óskar Halldórsson vissi vel, að síldin er gullið Is- lendinga. Þessi mikli gullgrafari benti því öðrum mönnum fremur á leiðir til að notfæra sér þennan auð. Óskar Halldórsson átti hugmyndina að stofnun Síldar- verksmiðja ríkisins og allri þeirri stóriðju, sem við þær eru bundnar. Margir góðir menn fylgdu honum þar að málum, en mest og bezt Magnús heitinn Kristjánsson alþ.m. og síðar fjármálaráðherra. Sjálfan langaði Óskar til að reisa á Siglufirði síldar- verksmiðju, og voru vélarnar komnar á staðinn, en atvikin urðu þau, að þær fóru í síldarbræðsluskipið „Hæring“, þar sem hann var hluthafi að Vi. Óskar hefur ávallt rekið síldarsöltun í stórum stíl, eftir því sem veiði hefur leyft. Tvö s. 1. sumur hefur hann haldið sig að Raufarhöfn, en þar hefur hann reist fullkomnustu síldarsöltunarstöð á Islandi./Óskar byggði á Siglufirði íshús 1925, og keypti frystihús Ásgeirs Péturssonar 1942. 64 VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.