Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 25
Á korti því er hér birtist af íslandi og hafinu umhverfis það, sjást fjórar linur. Innsta línan er landhelgislínan gamla. Önnur er núverandi friðunarlína. Þriðja línan er dregin 16 sjómílur utan við yztu annes. Yzt er lina, sem fylgir takmörkum landgrunnsins. Síldarfrystingu til beitu rak Óskar í stærri stíl en nokkur annar. Vinnudagur Óskars Halldórssonar var langur á sumr- in. Vafasamt er, hvort nokkur maður á íslandi hefur haft lengri vinnudag. Alltaf opið útvarp stillt á báta- bylgjuna. Fyrstur manna í talbrúna, þá hann heyrði, að einhver fór í báta. Þær voru margar nætumar, sem hann sofnaði vart blund. Óskar gerði út mörg skip um dagana, línuveiðara, mótorbáta og botnvörpunginn „Faxa“. 1936 gerði Óskar út m. b. Snorra Goða til fisk- veiða við Grænland. Óskar átti í mörgum hraðfrysti- húsum og var þaulkunnugur þeim atvinnurekstri. Óskar var stórkaupandi að lýsi og lifur til dauðadags. Óskar var ágætlega ritfær maður og skrifaði oft í blöðin, bréf til þjóðarinnar, eins og hann orðaði það. Óskar kvæntist árið 1915, Guðrúnu Ólafsdóttur frá Litla- Skarði í Stafholtstungum. Þeim hjónum varð 8 barna auðið. Tvö eru látin, Guðný, 6 ára, og Theódór, sem fórst með Jarlinum í Englandssiglingu árið 1941. Eitt mesta lán Óskars í lífinu var barnalánið. Myndarskap foreldra sinna eiga þau öll í ríkum mæli. Óskar kvæntist aftur árið 1946, Ebbu Soffíu Kruuse, listmálara. Missti hann hana eftir skamma sambúð. Guðríður Jakobsdóttir frá Hreðavatni hefur verið ráðskona hjá Óskari og reynzt börnum hans og barna- börnum af þeirri frábæru sæmd og prýði, sem Óskar einn réttilega kunni að lýsa. Óskar og börn hans gáfu ríkinu vaxmyndasafn, til minningar um Theódór heitinn, sem fyrr greinir frá. Óskar var listelskur og átti mikið og fallegt málverka- safn. Óskar Halldórsson var höfðingi mikill svo að af bar. Þá fyrst leið honum vel, er hann hafði fjölda vina og viðskiptamanna í kringum sig. Það var mikill mennta- sjór af samræðum manna frá mörgum stéttum og alls staðar frá af landinu, er Óskar stýrði fundi og lagði fram fyrirspurnir. Þar voru málin rædd frá mis- munandi sjónarmiðum, og alla jafna af lífsreyndum og greindum athafnamönnum. Húsbóndinn mikli er horfinn sjónum vorum, en eftir lifir minning mæt. Hvíl þú í friði, góði samverkamaður og vinur. Eyþór Hallsson. VIKlN □ U R 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.