Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Blaðsíða 15
að rit Humboldts, Narrative of the American Travels, frá árun- um 1799—1804, höfðu gagnger áhrif á líf Darwins og stefnu. 1 riti þessu lýsir Humboldt greini- lega hinum nýju dýrum, sem hann fann á Suður-Ameríku-svæðinu. Meðal annars rafmagnsálnum, ameríska krókódílnum og apan- um. Lýsingar hans náðu jafnvel yfir lífsvenjur dýranna. Og í fé- lagi við eðlisfræðinginn Guy-Lus- sac gerði hann fyrstu rannsóknir á andardrætti fiskanna. Gerið ykkur í hugarlund hvort slík vit- neskja hafi ekki átt greiðan að- gang að huga þess manns, sem var ætlað eða hugðist breyta svo miklu með kenningum sínum „um uppruna tegundanna." í rauninni var Alexander von Humboldt fyrsti landfræðingur hins nýja tíma og um leið land- könnuður. Á ferðum sínum aflaði hann sér mikils forða af þekk- ingu með eigin sjón og reynzlu. Og það sem meira var vert, hann losaði sig við, eða hætti að hugsa eða leita eftir troðnum slóðum. Hann fann nýjar leiðir til gagna- söfnunar af eigin hyggjuviti. Og aðferðir hans áttu eftir að hafa mikil áhrif. Hann var t.d. sá fyrsti, sem notaði þá aðferð við gagnasöfnun, að fá samtímis upp- lýsingar frá mörgum fjarlægum stöðum. Þetta var tímafrekt og erfitt, því samgöngur voru ófull- komnar í þá daga. Hann fékk ýmsar þjóðir til að taka þátt í vísindatilraunum hans. Þær létu skrá nákvæmlega um náttúrufyr- irbrigði og senda reglulega til Humboldts. Þessar skýrslur gerðu honum kleift að skera úr um eðli og lögmál svokallaðra náttúru- storma, „natural storms," en svo kallaði hann óvenju miklar trufl- anir í segulsviði jarðar. Er þetta eitt af mörgum dæm- um um vísindalegar aðferðir hans við að leysa sérhvert vanda- mál. Hann safnaði öllum fáanleg- um staðreyndum, eða eins og hann kallaði það, sjáanlegum hlutum „observable beings," sem athafnasamir safnarar á næstlið- inni öld höfðu viðað að sér. En hann fór feti lengra. Hann skráði þær eftir vísindalegum reglum. Og þar sem eyður voru í þekk- ingu manna, leitaði hann sjálfur að svari á rannsóknarferðum sín- um, eða leitaði aðstoðar annarra vísindamanna við að fylla í eyð- urnar. Nútíma vísindamenn, þó studd- ir séu tækjum, sem Humboldt ekki einu sinni dreymdi um, eru stöðugt undir áhrifum af upp- götvunum hans. Hann var einna fyrstur til að sýna með fullum rökum, að myndun lands og sjáv- ar hafa áhrif á veðurfar, líf plantna og dýra á manninn sjálf- an. Hugmyndin var að vísu ekki ný. En það þurfti snilling á borð við Humboldt til þess að skýva hana út svo að hún yrði almenn- ingi skiljanleg. Hin frábæru vísindaritverk skipa Alexander von Humboldt með réttu þann sess að vera faðir nútíma náttúrufræðilegrar landa- fræði og veðurfræði. Hann inn- leiddi í athugunum sínum svo- nefnd ísothern, þ.e. línur á landa- bréfum er tengja punkta er hafa sama hitastig. Og auðveldar það samanburð á veðurfari í ýmsum löndum. Hann rannsakaði fyrst- ur manna og sýndi fram á lækk- un meðalhita í aukinni hæð frá jörðu. Með eftirgrennslunum sín- um um orsakir hitabeltisstorma, fann hann fyrsta lykilinn að þeim lögmálum, sem valda truflunum í hinum hærri lögum gufuhvolfs- ins. Rit hans um landafræði plantnanna, sem byggt var á, þá nýstárlegri rannsókn á lífrænni dreifingu þeirra, hefir síðan haft áhrif á hugmyndir grasafræð- inga. Rannsóknir hans á segul- magni leiddi í ljós breytingu (rénun) á orku jarðsegulsaflsins eftir því sem nær dregur mið- jarðarlínu og kölluð er variation, atriði, sem sérhver siglingafræð- ingur verður að taka með í reikn- ing sinn, er hann setur stefnu skipsins. Loft- og stjörnumæling- ar hans voru svo nákvæmar, að þær urðu undirstaðan að kort- lagningu Mið- og Suður-Ameríku. Hann tók upp nýja og nú mikið notaða aðferð við gerð hliðar- mynda, til þess að sýna mismun- andi landfræðileg einkenni. Vísindastarf hans að jarðfræði- rannsóknum var einkum í sam- bandi við Andesfjallgarðinn. — Hann rannsakaði eldfjöll í Suð- ur-Ameríku á árunum 1799-1804, og komst að raun um að þau voru í einskonar þyrpingum, sem þó mynduðu áframhaldandi línu. Þetta féll saman við síðar upp- götvaðar neðansjávar sprungur, sem ná umhverfis jörðina pól- anna á milli. (Eru þetta sprung- ur, sem vitnað er til í „The Lost Continent of Mu,“ sögu, sem birt- ist í „The Copas,“ marz-apríl- hefti 1962). Sprungur þessar hafa síðan valdið svo mikilli eyði- leggingu bæði í Alaska og Chile. Ef til vill tekst með „Mohole“- áætluninni að finna ástæðuna fyr- ir þessu náttúrufyrirbrigði, sem Humboldt uppgötvaði fyrir meira en 1150 árum. Þegar dró að lokum hinnar löngu æfi hans, sagði Humboldt: „Það hefir orðið mitt hlutskipti að lifa lengur en allir aðrir, f jöl- skylda mín og konungar. Ég hefi lifað svo lengi, að ég hefi nálega tapað tímaskynjun. Ég heyri til öld Jefferson, Madison, Galatin og Beethoven." En vísindamenn um víða veröld voru á öðru máli er hann andaðist í Berlín 6. maí 1859. Hann var almennt syrgð- ur.“ Mesti maðurinn, sem verið hefir uppi síðan Aristotele leið,“ komst einn rithöfundum að orði um hann. Louis Agassiz dró saman í fá en sérlega táknandi orð, álit vís- indamanna almennt á þessu mik- ilmenni. Hann segir árið 1860, er hundrað ára afmælis hans var minnst: „Háttur hans við störf að verkefnum sínum og meðfædd- ur ákafi, hefir leitt marga sér- fræðinga til að vanmeta þekk- ingu Humboldts á ýmsum sér- greinum vísindamanna, eins og yfirburða þekking yrði aðeins sýnd með smámunalegum aðferð- um og orðavali. Hve mikið við Ameríkanar eigum honum að þakka, vita þeir einir, sem eru VÍKINGUR 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.