Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Blaðsíða 32
Og blaðið segir aS síSustu: — Það er ástæða til að óska ís- lendingum og hinum íslenzku út- gerðarmönnum til hamingju með þetta framtak. Strax á árinu 1964 benti N.H. og S.T. lesendum sínum á þessa nýjung til fram- dráttar síldveiðanna og flutning annars fisks. Hugmyndin var þá 10 ára gömul og fyrsta skipið út- búið á þennan hátt hafði verið í notkun í 7 ár í Ameríku. Það er svipað og hið íslenzka, ca. 145 l’et á lengd. Verða 8 ár þar til við fetum í fótspor Islendinga, eins og með kraftblökkina ? 8 moksíld - veiðiár? Þýtt, M. J. ' » " " "',l— Eftir Allan A. Michies ----forauaa------ °9 aerningahernaiur Björn Ólafsson þýddi. Grein þessi er tekin úr bók Allan A. Michies, er hann skrifaói um lofthernað Bandamanna í Evrópu í síðasta stríði, og út kom 1947. — Hann fylgdist með lofthernaði Bandamanna frá byrjun stríðsins, og hann var með hersveitum General Eisen- hovvers, þegar Bandamenn gerðu innrásina í Normandi. Meðan hann vann að þessari bók sinni, hafði hann aðgang að leyniskjölum Royaie Air Force, og því sem eftir var af plöggum þýzka flughersins, svo segja má, að hann hafi haft tækifæri til að kynna sér þessi mál betur en nokkur annar núlifandi rit>- höfundur. Hann segir hér skemmtilega frá því hvernig Þjóðverjar voru blekktir með innrásarstað, og hvernig innrásin fór fram í ioft- inu. — Þetta voru allt hernaðarlejiidarmál á sínum tíma, en hefur nú verið leyft að sjá dagsins Ijós. Grein þessi kemur svo mikið við Radíó-viðskipti og Radar- þjónustu, að ég tel að hún geti átt erindi til margra, sem áhuga hafa á þeim málum, þó nokkurs áróðurs gæti að sjálfsögðu í henni, og tek ég mér það bessaleyfi að birta hana hér. B. 0. iiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiiimiiiiiiiiiiiiiiii SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Sími 16593 Pósthólf 425 X- Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 3—5.30. laugardaga 10—12. •1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Eftir heræfingar Þjóðverja hinar miklu í Dippe 1942, létu þeir það óspart í ljósi, að móttök- ur þær, sem innrásarher Banda- manna fengi, ef hann vogaði sér að gera innrás á meginlandið, skyldu verða honum heitar og ó- blíðar. En er til innrásarinnar kom þann 6. júní 1944, gátu um 6000 skip Bandamanna allt að því ó- hindrað komist til Normandi og komið innrásarhernum á land, áð- ur en Þjóðverjar gátu gert sér grein fyrir hvað raunverulega var að ske. Á þessumþýðingarmikluaugna- blikum höfðu þýzku varnarsveit- irnar verið blekktar svo stórkost- lega með mesta herkænskubragði stríðsins, að þær komu engum vörnum við. Gerfi-innrás var útbúin, og Radarvarðstöðvar Þjóðverja reiknuðu með, að innrás Banda- manna yrði gerð 1 Pas de Calais, um 320 kílómetrum norðar en hin raunverulega innrás var gerð. Þessar blekkingar og ímynd- uðu innrásir, sem þarna voru framkvæmdar, eru hápunktur „stríðsins í Edernum“; þetta Radíó-stríð, ef það mætti kallast svo, hafði verið undirbúið af sér- fræðingum í fjögur ár af mikilli leynd og samvinna höfð um und- irbúninginn við flugher Banda- manna. Þessi vopnlausa loftorusta end- aði með miklum og afdrifaríkum sigri Bandamanna og sparaði þeim tap á ótölulegum fjölda flugvéla og gerði þeim jafnframt kleift að halda sínum dýrkeyptu VÍKINGUR 178

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.