Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Qupperneq 42
LYSIXG A LANDHELGISGÆZLIIMI óam Lu. tíu jyrepu óLijju ía (j in u 1. Upphaf og stofnun. í júlí 1926 hófst regluleg- útgerð varðskipa, til að taka við gæzlu landhelginnar af dönskura varðskipum. Stofnunin fær nafn: Landhelgisgæzla íslands, með lögum 1967. 2. Markmið. Varðskipin eru frá upphafi gerð út til löggæzlu- og björgunarstarfa, vopnuð og búin björgunartækjum. Með lögum 1967, sem koma í stað laga frá 1935, er varðskipum falin björgun og lög- gæzla innan og utan landhelgi, og áhafnir gerðar að ríkislögreglu- mönnum. 3. Athafnasvæði. Aðalathafna- svæði Landhelgisgæzlunnar (LHG) er landhelgi íslands og úthafið um- hverfis hana. Ennfremur veitir LGH landsbyggðinni sérhverja hjálp í mannúðarmálum, þar sem starfsafla hennar verður beitt. LHG starfar á sjó, í lofti og á landi. 4. Skipulag. Dómsmálaráðherra er æðsti maður LHG. Ráðherrann stjórnar LHG gegnum stöðu ráðu- neytisstjóra. Yfirmaður starfsemi LHG er forstjóri, sem sér um dag- legan rekstur. Forstjóri stjórnar rekstri starfsflota og rekstursdeilda. Skipherrar stjórna skipum og yfir- menn eru fyrir deildum. 5. Almenn störf og þjálfun. Varð- skip eru stöðugt að gæzlu kringum landið. Stöðug hlustvarzla er á 2182 kr/s. Megnið af deginum og kl. 20.oo og 22.oo GMT er hlustað á 500 kr/s. Varðskip sinna sérhverju neyðar- kalli eða hjálparbeiðni, sem þeim berst og hafa almenna björgunar- gæzlu. Áhafnir varðskipa fá mikla reynslu við öll björgunarstörf á sjó og eru sérstaklega þjálfaðar til þeirra starfa. Áhafnir flugvéla eru reyndar og þjálfaðar til leitar og björgunarstarfa úr lofti. 6. Starfsemi. Starfsemi starfsflota LHG er stjórnað frá stjórnmiðstöð í aðalskrifstofu LHG. Skip og flug- vélar LHG eru sjálfstæðar bjöi'gun- areiningar, þegar þau eru að gæzlu. Sérhver aðili eða einstaklingur get- ur gert LHG aðvart um hættu eða beiðst hjálpar. Fer eftir aðstæðum hverju sinni, hvort tilkynnt er til stjórnmiðstöðvar LHG eða beint til varðskipa. Algengast er að skip á sjó eða aðrir aðilar geri varðskipum aðvart beint, þegar skjótrar hjálpar er þurfi. Skipherrar varðskipanna taka þá sérhverja ákvörðun varð- andi athafnir varðskipsins til björg- unar eða aðstoðar. 7. Starfsafli. Starfsafli LHG til björgunarstarfa skiptist í stjórnmið- stöð, loftskeytastöð, skipaflota og flugvélar ásamt mannafla. Stjórn- miðstöð og loftskeytastöð starfa á venjulegum vinnutíma og þegar nauðsyn krefur. — Stjórnmiðstöð stjórnar ferðum skipa og flugvéla gegnum loftskeytastöð. LHG gerir nú út 3 varðskip. Skipin eru 208, 693 og 882 brúttólestir að stærð. Flugvélar eru ein Skymaster DC—4 og ein Bell Air þriggja farþega þyrla. Varðskipin starfa við öll skil- yrði og geta verið dögum saman á sjó. Skymastervélin er útbúin í löng leitarflug og þyrlan starfar á styttri vegalengdum. Varðskipin eru útbú- in til allra björgunarstarfa á sjó og tvö þau stærstu geta flutt þyrluna og þyrlur varnarliðsins. Flugvélarn- ar eru útbúnar til leitar og björg- unar úr lofti. 8. Fjarskipti. Stjórnmiðstöð, varð- skip og Skymaster geta haft fjar- skipti á venjulegum skipatíðnum á lang- og miðbylgjum og á hvaða bylgjum sem er á stuttbylgjusvið- inu. Einnig á VHF bylgjum flugvéla og skipa. Þyrlan getur haft fjar- skipti á VHF bylgjum flugvéla, á 2182, 2790 og nokkrum öðrum tíðn- um á miðbylgjum. Flug VHF tíðnir varðskipa og þyrla eru: 118,1 — 123.5 — 141,0 og 121,5 mr/s sem er flugneyðarbylgjan. — Skymastervél hefur VHF bylgjurnar: 119,7 — 121.5 — 123,5 — 118,7 —. 119,1 — 141,0 127,9 — 118,9 — 126,8 og 118,1, sem er uppkallsbylgja flug- véla. Varðskipin hafa skipa VHF bylgjur: 156,8 mr/s. og nokkrar aðr- ar tíðnir á því sviði. 9. Viðvörunarkerfi. Sérhver aðili eða einstaklingur getur tilkynnt LHG um hættu eða beðið um hjálp. Algengast er að skip, sem þurfa á hjálp að halda, kalli á varðskip á 2182 kr/s. Aðilar í landi koma beiðni sinni eftir aðstæðum til stjórnarmiðstöðvar LHG eða hafa samband við varðskip gegnum strandstöðvar landsímans. Stjórn- miðstöð LHG, sími 10230, er opin á venjulegum vinnutíma, og þegar þörf krefur. Utan vinnutíma er hringt í 10231 og svarar þá sjálf- svari, sem segir hvern eigi að hringja í og símanúmer hans. 10. Samvinna við aðra björgunar- aðila. LHG starfar að mestu sjálf- stætt við björgunarstörf á hafinu. Þegar nauðsyn krefur kallar LHG þá björgunaraðila og einstaklinga sér til aðstoðar, sem tiltækir eru, og stjórnar þá samræmdum aðgerðum þeirra aðila. LHG veitir sérhverjum björgunaraðila, sem hefur stjórn björgunaraðgerða á hendi, alla þá hjálp sem möguleg er, og hagar þá aðgerðum sínum samkvæmt vilja hjálparbeiðanda. — Stjórnmiðstöð LHG er í beinu f jarritasambandi við björgunarmiðstöð varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Ólafur V. Sigurðsson. * 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.