Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 1
EFNISYFIRLIT
Samábyrgð Islands á fiskiskip-
um: Viðtal við Pál Sigurðsson
forstjóra.
Sig. Brynjólfsson:
Mennirnir og þjóðarskútan
Brezki flotinn
Sjórinn — gullforðabúr
I fárviðri á Atlantshafi
Sjóslysavarnir norðmanna
Stýrið í SV
Danskir hraðbátar
Lloyds registur
Uppsögn Stýrim.skólans
Stormsveipir og þrumur
Félagsmálaopnan
Rannsóknarskipið Argos
Frívaktin og m. fl.
Forsíðumvridin er frá Önundarfirði
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi: F.F.S.I.
Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb).
og Jónas Guðmundsson.
Ritnefnd: Guðm. Ibsen, Jón
Wium, Ólafur Vignir Sigurðsson.
Varamenn: Ásgrímur Björnsson,
Guðm. Jónsson, Guðni
Sigurjónsson.
Ritstjóm og afgreiðsla er að
Bámgötu 11, Reykjavík.
Utanáskrift:
Sjómannablaðið Víkingur,
Pósthólf 425, Reykjavík.
Sími 15653.
Setning, umbrot, filmuvinna:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Prentun: ísafoldarprentsm. h.f.
Árg. kr. 2.500.00
38. ÁRGANGUR - 8. TÖLUBLAÐ 1976
Til lesenda Víkings
Þetta 8. tbl. Víkings er óvenju seint á ferðinni. Til þess liggja m.a.
sumarleyfin.
Eru velunnarar blaðsins beðnir velvirðingar á því og lofum við auðvitað að
herða róðurinn, við að ná reglulegum útkomutíma.
Það er okkur, sem við Víkinginn störfum í hvortveggja í senn gleðiefni og
uppörvun, hversu vinsældir blaðsins hafa haldist og ekki einungis það,
veruleg aukning hefir orðið að áskrifendum og það svo að um munar.
Haldi svo fram, sem full ástæða er til að ætla að verði, þarf Víkingurinn
engu að kvíða framtíðinni og leitast mun við, að bregðast ekki vonum lesenda
um efnisgæði.
Staðreynd er, að Víkingurinn, sem hefur látið sig varða og birt greinar um
allflest þau mál, sem við kemur sjómennsku og sjávarútvegi hefir oft á tíðum
verið á undan samtímanum, og gott er til þess að vita, að mörg velferðarmál,
sem blaðið átti frumkvæði að, en þóttu ótímabær þegar túlkuð voru, þvkja
nú í dag góð latína.
Mætti þar m.a. nefna þann skort á vöndun i meðferð sjávarfangs, sem
Víkingur fyrstur fjölmiðla birti ófáar greinar um, suinar ekki í vægum tón og
ekki alltaf við jákvæðar undirtektir.
Síðan hefir þó þróunin orðið sú, að segja má, að bylting hafi orðið í þessúm
efnum og kössum fiskjar er nánast sáluhjálparatriði hjá þeim ágætu sjó-
mönnum, sem leggja áherslu á og hafa aðstæður til að koma með vandaða
vöru að landi.
Víkingurinn hefir frá upphafi verið einn öruggasti tengiliður hinnar al-
hliða þjónustustarfsemi, við útgerðir og sjómenn, ekki síst hvað varðar öll
tæki sem sncrta rafeinda, véla, veiðarfæra- og öryggisbúnað skipa, svo að
eitthvað sé nefnt.
Umboðsmenn og framleiðendur hafa frá upphafi gætt þess og skilið, að hið
besta er aldrei of gott í búnaði skipa og sjómanna.
Þeim hefur alla tíð verið ljóst að Víkingur með sína miklu og öruggu
útbreiðslu er einn sá sterkasti og áhrifaríkasti auglýsingavettvangur, sem völ
er á, og kann blaðið þeim beztu þakkir fyrir mjög gott samstarf i þessari
nauðsynlegu kynningarstarfsemi.
í þessu blaði birtist ein þeirra ritgerða, sem viðurkenningu hlutu í rit-
gerðasamkeppni, sem Sjómannadagsráð efndi til í vor; Sjómennirnir og
þjóðarskútan. Höfundurinn er Sigurður Brynjólfsson fyrrv. íþróttakennari i
Keflavík. Síðar verða svo birtar fleiri ritgerðar sem viðurkenningu hlutu og
óhætt að fullyrða að margt er þar vel skrifað.
Með komandi haustnóttum óskar Víkingurinn íslenskri sjómannastétt og
öðrum landslýð gæfu og velgengni. G.J.
VlKINGUR
233