Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 12
komufólki á vertíðum. Og þó
sumir teldu útróðramenn ekki til
Guðs bestu barna, þá sýnir sagan
að slíku var meira flíkað í gaman-
málum en alvöru.
Þar tókust einatt mægðir og þar
hnýttust oft vináttubönd, sem ekki
rofnuðu æfina út. Þessi mikla
hreyfing fólksins landshluta á
milli, sem sjómennskan útheimti, á
örugglega sinn sterka þátt í því að
tunga landsmanna greindist ekki
meira í mállýskur en raun varð á.
Þó að aðbúnaðurinn í verstöðvun-
um væri frumstæður þá er þess að
gæta að fæstir, sem þangað sóttu
komu frá háreistum húsakynnum
eða nægtaborði. Það, sem aflaðist
— þótt oft væri lítið var þó ætt, svo
hungurvofan réði þar sjaldan ríkj-
um. Þó sjórinn væri sóttur af ofur-
kappi þá réðu vindar og brim því
að frístundir voru töluverðar og
þær nýttust furðanlega til andlegs
og líkamslegs þroska. Þar voru
æfðar þær íþróttir, sem þá tíðkuð-
ust, svo sem glíma og ýmsar afl-
raunir. Fimir léttleikamenn
stukku yfir garða og torfærur. Einn
var sá leikur, sem nú er löngu
horfinn af sjónarsviðinu. Það var
að stökkva jafnfætis upp úr tunnu
án þess að koma við barmana.
Sumir stukku ofaní tunnu. Það
léku færri, þó stökkið sjálft væri
ekki eins þvingað þá var meiðsla-
hættan meiri ef ekki var komið
nákvæmlega rétt ofaní tunnuna.
Hagir menn smíðuðu ýmsa
hluti til bús eða skips, jafnvel list-
muni og aðrir lærðu þar af. Rímur
voru kveðnar, ein og ein bók kom í
leitirnar og var lesin við glætu frá
ljóra eða litlu ljósi. Þar var látið
fjúka í kviðlíngum og þó efnið væri
misjafnt að andagift og stundum
nokkuð hrjúft þá var málið agað
undir form og rím. Þar blómstraði
þjóðsagan og þjóðtrúin, draum-
speki, dultrú og margskonar fyrir-
boðar, einkum þeir, sem bentu til
þess er verða vildi á komandi ver-
tíð, afli, farsæld, erfiðleikar, feigð.
Og svo var það hið sígilda umræðu
efni — sjórinn og sjósóknin —
Æfintýri hafsins. Þar var af nógu
að taka og umræðuefnið óþrjót-
andi. Sjórinn, skipin, aflabrögðin,
mennirnir, veðrið. Sagt var frá
æsilegum siglingum þegar söng í
rá og sauð á keipum. Þá voru
kveðnar dýrar siglingastemmur og
hvergi leyft af röddinni ef heyrast
átti gegn um hinn breiða organtón
hvítfaldaðra ægisdætra, sem fjöl-
þreifar seildust til skips og manna
og vildu færa til síns heima.
En það var ekki alltaf blásandi
byr. Oftar var beitivindur eða
barningur. Þá þurfti að hanga á
árunum klukkustund eftir klukku-
stund og reynt að berja til lands,
með blóðbragð í munni og
þreytudofna handleggi, þótt tím-
unum saman væri ekki hægt að sjá
að það steinmarkaði.
Þá var það seiglan — andleg og
líkamleg seigla, sem gilti um fram
allt. Láta ekki sljóleika ofurþreyt-
unnar brjóta niður lífsviljann og
slæva varúðina. I mörgum tilfell-
um var það þá tilhugsunin um af-
komu konu Og barna í lágu hreysi
við lítinn kost, sem hélt baráttu-
viljanum uppi fremur en dauða-
geigurinn. I þessari baráttu voru
engar samningsleiðir til — aðeins
sigur eða dauði. Þar urðu allir að
duga til hins ýtrasta og sameigin-
lega. Þar gat enginn skorist úr leik
eða farið sínar eigin leiðir. Allir
voru á sama báti tengdir sameig-
inlegum örlögum og það er
reynsla, sem seint gleymist og á
stóran þátt í að móta skapgerð
sjómannsins. En hafið var ekki
alltaf í vígahug. Stundum var það
slétt og blítt og vaggaði gnoðinni
værðarlega í faðmi sér. stundum
smáglettið, jafnvel hrekkjótt eins
og til að minna á að hér dugar
ekkert gáttlæti. Maður, mundu
hvar þú ert staddur. Þú skalt ekki
halda að þú sitjir heima á fleti
þínu og strjúkir kettinum eða
gasprir við konur.
En skrafdrýgst varð mönnum
um aflabrögðin. Einnig þar var oft
skammt öfganna á milli. Stundum
nærri óviðráðanlegur landburður,
stundum ördeyða. Þeir eldri sögðu
frá draumaróðrinum, þegar komið
var að landi í ljúfu leiði með
drekkhalðið skip. I lendingunni
var einatt beðið með brennandi
spurn. Er hin langþráða björg loks
að berast? Er útmánaðasveltunni
loks lokið?
Þar mátti jafnvel sjá fólk úr
TRETORN
GAMLA GÓÐA
MERKIÐ
SJÓSTÍGVÉLIN
Fullhá, álímd, lág og með
lausum svampgúmmísóla.
TRETORN
GÚMMlVETLINGAR
Einkaumboðsmenn:
JÓN BERGSSON HF.
Langholtsvegi 82, Reykjavík
Sími36579.
244
VlKINGUR