Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 17
Hann á að vera fullkominn
Um stýrimanninn:
Ef hann er vingjarnlegur, er
hann ísmeygilegur.
Ef hann er alvörugefinn, er hann
skapvondur.
Ef hann er ungur, kann hann
ekkert.
Ef hann er gamall, er hann
mosagróinn forngripur.
Ef hann er flokksbundinn, er
hann einþykkur.
Ef hann er það ekki, er hann
aumingi, sem þorir ekki að
taka afstöðu.
Ef hann er kirkjurækinn, er hann
hræsnari.
Ef hann sækir ekki kirkju, er
hann heiðingi.
Ef hann drekkur, er hann fylli-
bytta.
Ef hann drekkur ekki, er hann
leiðinlegur.
Ef hann talar við alla, er hann
kjaftaskur.
Ef hann gerir það ekki, er hann
steingerfingur.
Ef hann vill halda reglur, er hann
snuðrari.
Ef hann gerir það ekki, er hann
óábyggilegur.
Ef hann er eftirlitssamur, er hann
njósnari.
Ef hann er getir það ekki, er hann
kærulaus.
Hann verður að vera þolinmóður,
eins og engiil. Húðþykkur eins og
flóðhestur. Kænn eins og refur.
Hugrakkur eins og ljón. Blindur
eins og moldvarpa. Þögull, sem
gröfin.
í stuttu máli: Vita allt. Sjá allt,
segja ekkert.
En standa samt í stöðu sinni.
Ur dönsku.
Leiðréttingar.
Slæmar villur slæddust í textann við
forsíðumynd síðasta tbl. Víkings. Frúin á
myndinni, sem tók við heiðursmerkinu
að manni sínum Guðm. E. Guðmunds-
syni bryta fjarverandi, heitir Elínborg
Jónsdóttir. Stúlkan Guðbjörg, er dóttir
Jóns Sigurðssonar en ekki Eiríkssonar.
Við birtum myndina aftur og biðjum
mikillega afsökunar á þessum mistökum.
Guðmundur E. Guðmundsson bryti,
einn af elstu og virtustu starfsmönnum á
skipum El. Hann átti 30 ára starfsafmæli
8. des. í fyrra.
VÍKINGUR
249