Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 25
Fjórir Skotar og einn íri fóru eitt
sinn í skemmtireisu til Parísar. Þeir
fengu sér hressingu á einu af hinum
mörgu útiveitingahúsum. Allt í einu
segir einn Skotinn: — Ég borga allt
saman. Félagarnir urðu undrandi, en
daginn eftir stóð í Parísarblöðunum:
„Hörku slagsmál! Ofsareiður Skoti
réðist með barsmíð á írskan búktal-
ara.“
★
Enn ein Skotasaga
Ungur maður í einkennisbúningi
Hjálpræðishersins var á leiðinni til
Innvernes, sem er norðarlega í Skot-
landi. Á móti honum í klefanum sat
gamall Háskoti, er horfði á hinn unga
hermann forvitnum augum. — Loks
stóðst sá gamli ekki mátið og spurði:
„Hvaða herdeild tilheyrir þú ungi
maður, ég minnist ekki að hafa séð
þennan einkennisbúning fyrr.“ „Ég
er í Hjálpræðishernum,“ sagði ungi
maðurinn, „og ég er á leið til Innver-
nes til að berjast við djöfulinn. — Því
næst berst ég við hann í Aberdeen,
svo í Edinborg og svo áfram.“
„Þetta líkar mér, vinur,“ hrópaði
gamli Skotinn og lyfti sér í sætinu.
„Bara hrektu djöfulinn suður á bóg-
inn — en skildu ekki við hann fyrr
en hann er kominn alla leið yfir til
Englands!“
★
„Geturðu lánað henni mömmu
skæri í nokkrar mínútur?“ spurði Óli
litli nágrannakonuna.
„Alveg sjálfsagt, en á mamma þín
virkilega ekki skæri?“
„Jú, en hún tímir ekki að nota þau
til að opna sardínudósina."
Með leyfi Hennar Hótignar.
Háttsettur breti kom kvöld nokkurt
inn í einn fínasta klúbb í New York,
skellti sér úr jakkanum og hengdi
hann á stólbakið.
Yfirþjónninn kom að vörmu spori
og tilkynnti bretanum að slíkt væri
algerlega bannað á þessum stað.
„Ég hef sérstakt leyfi,“ svaraði bret-
inn.
„Leyfi? Frá hverjum?"
„Bretadrottningu. Ég var fyrir
skömmu gestur í Buckingham Palace
og ég fór úr jakkanum. Drottningin
lvfti vísifingrinum: „Þetta megið þér
aðeins gera í Ameríku.“
★
Þú ert allt of skynsöm, dóttir góð.
Karlmenn vilja heldur giftast heimsk-
um konum.
Ekki núna, mamma. Þetta var bara
í þína tíð.
★
Sjúkdómsgreining: Taugaveiklun.
Sýslumaðurinn: „Þér heitið Jón
Jónsson. Eruð þér faðir barnsins, sem
stúlkan kennir yður?“
Jón: „Já, það err ég.“
Sýslumaður: „Nú, þér meðgangið,
þá er eftir að tala um borgunina.“
Jón: „Ég hafði nú ekki hugsað mér
að taka neina borgun. Þetta var bara
greiðasemi.“
★
Er hérna selt lýsi á flöskum?
Já, það er hérna, drengur minn!
Þér ættuð að skammast yðar!
Með leyfi Hennar Hátignar.
Háttsettur breti kom kvöld nokkurt
inn á einn fínasta klúbb í New York,
skellti sér úr jakkanum og hengdi
hann á stólbakið.
Yfirþjónninn kom að vörmu spori
og tilkynnti bretanum að slíkt væri
algerlega bannað á þessum stað.
— Ég hefi sérstakt leyfi, svaraði
bretinn. „Leifi? — Frá hverjum?“
„Bretadrotningu.“ Eg var fyrir
skömmu gestur í Buckingham Palace,
og fór úr jakkanum. Drottningin lyfti
visifingrinum: „Þetta megið þér
aðeins gera í Ameríku."