Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 3
Hér sést v.s. Jórngerður GK 477, þar sem það hefur lagst á hliðina 16. febrúar í fyrra ó leið til Austfjarða með loðnufarm, en það sökk skömmu síðar. Skipverjar björguðust allir, 13 talsins. arfélögin, og vera þeim til ráðu- neytis um reksturinn. Þar að auki tekst Samábyrgðin á hendur aðrar endurtryggingar fyrir bátaábyrgðarfélögin. Þá er Samábyrgðin frumtryggjandi að skipum, sem ríkissjóður á eða gerir út, þ.e. strandferðaskipin, hafrann- sóknaskipin og varðskipin, þó skal Samábyrgðin ekki veita þessum rík- isstofnunum lakari tryggingakjör en önnur tryggingafélög bjóða. Þetta síðarnefnda er hugsað Samábyrgð- inni til aðhalds, og til þess að fyrir- byggja einokun. Hvað kostar bátaflotinnV — Hverð virði er íslenski báta- flotinn í krónum? — Frumtryggingarverð fiskiskipa undir 100 tonnum eru tæpir 9 mill- jarðar króna, en þetta eru 642 skip. Ef talin eru skip sem við tryggj- um, (skip yfir 100 tonn og skip í eigu ríkisins) þá eru tryggð hjá okkur 342 skip, vátryggingarupp- hæð þeirra skiptir milljörðum króna. Auk þess er svo bráðafúatrygging. Heildariðgjaldatekjur Samábyrgð- arinnar voru á síðasta ári um 620 milljónir króna. Samábyrgðin er því VÍKINGUR eitt af þrem stærstu tryggingafélög- um landsins, sem annast tryggingar á skipum. — Hver ákvarðar vátrygginga- upphæð fiskiskipa? — Hver bátur er virtur til vá- tryggingar af matsmönnum Sam- ábyrgðar og bátaábyrgðarfélaganna. Skipið er vandlega skoðað, og talið er upp allt sem í því er, þar með talið lausafé eða fylgifé, allt niður í potta og pönnur í eldhúsi. Þetta mat fer fram annað hvort ár, en skipseigendur geta þó krafist mats, ef þeim sýnist svo, þ.e.a.s. ef mikl- ar verðsveiflur verða á tímabilinu. Þorlákshöfn aðal mulningsvélin — Hver eru algengustu tjón fiskiskipa á íslandi? — Ef þetta er skoðað frá því sjónarmiði, þá eru um 50% af út- borguðum tjónum, ef frádregnir eru alskaðar, svokölluð hafnatjón. Skipa- stóllinn hefur nefnilega vaxið örar en hafnarbæturnar. Það eru marg- ar vondar hafnir á íslandi, og þar er víða þröngt um bátaflotann. Gott dæmi um þetta er Þorláks- höfn, sem hér fyrr á árum var ein mesta mulningsvélin af íslenskum höfnum. Þegar hafnarframkvæmdir hófust þar, þá fóru bátar að flykkjast þang- að, bæði stál- og trébátar, og ef eitthvað varð að veðri, þá varð út- koman alveg hræðileg. Nú hefur verið gert mikið átak í hafnargerð- inni í Þorlákshöfn, og þá bregður svo við að tjón í Þorlákshöfn hafa minnkað verulega. Á þessu sést hversu mikilvæg góð hafnarskilyrði eru fyrir afkomu útvegsins. — Samábyrgðinni hefur verið þesá vandi ljós frá fyrstu tíð. Farið hefur verið út í það í ríkari mæli, að reyna að.fyrirbyggja tjón í höfn- um. Við höfum ráðið sérstaka eftir- litsmenn við stærstu og viðsjárverð- ustu hafnirnar. Þessir menn fylgjast með bátunum, og gera skipshöfnun- um viðvart og geta jafnvel sjálfir gripið til aðgerða, hindrað að bátar slitni frá, ef þeir hafa verið illa bundnir o.s.frv. Þessir eftirlitsmenn hafa án efa sparað okkur milljóna- tugi með því að koma í veg fyrir tjón. — Við höfum einnig farið út í það í samvinnu við Siglingamála- stofnunina, að halda uppi eldvarna- eftirliti í skipum, en það er einkum fólgið í því, að við höfum í okkar þjónustu sérfróðan mann í rafmagni. Hann fer um borð í skipin og mælir þar upp rafkerfi skipanna og gerir athugasemdir og leiðbeinir. Rafkerfi fiskiskipanna eru oft yfirhlaðin (töflurnar) vegna nýrra tækja, sem stöðugt eru að bætast við vegna tækniþróunar. Við teljum að þetta eftirlit hafi gefið góða raun. Eru forráðamenn skipa kærulausir? Fiskiskip okkar eru oft undir mjög litlu eftirliti í höfnum. Menn láta sig kannski hafa það, að hafa skipin mannlaus — jafnvel vikum saman — með ljósavélar í gangi og jafnvel kvnditæki, ef skipið er við bryggju. Eftirfarandi sagði Páll Sigurðs- 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.