Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 4
Margir bátar eyðilögðust í eldsvoðum 1975 og hér sést einn þeirra, Sölvi
ÍS 125, vera að brenna, en áhöfnin bjargaðist í gúmmíbát.
son forstjóri um eldsvoða í fiskiskip-
um:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að eldsvoðatilfellum í íslensk-
um skipum hefur á undanfömum
árum fjölgað verulega. Þetta hefur
valdið þeim, sem um þessi mál
fjalla, auknum áhyggjum. Það vegur
eftirtekt að lítið heyrist um eldsvoða
í íslenskum skipum öðrum en fiski-
skipum og þ áeinkum hinum minni,
og a ðeldsupptök eiga sér langoftast
stað í vélarrúmu. Þetta leiðir óhjá-
kvæmilega hugann að því hvort
minni hirða og eftirlit eigi sér stað í
vélarrúmum fiskiskipa en t.d. flutn-
inga- og farmskipa. Eldsvoði í skipi
á rúmsjó er einhver óhugnanlegasta
lífshætta sem skipshöfn getur lent í
og ætti því að vera áhugamál hvers
skipverja að gæta fyllstu varúðar og
reglusemi í umgengni um þá staði
og tæki sem eldhætta geíur stafað af.
Grunur minn er sá, að í þessu
efni sé ýmsu ábótavant. Hvernig er
til dæmis varið eftirliti og prófun
á rafmagnstöflum? Er fylgst með
því að álag á þeim sé ekki of mikið
sérstaklega þegar bætt er við í skip-
i ðtækjum serri knúin eru rafmagni
o.s.frv.
Þá ber að geta eldsvoða í skipum
sem liggja í höfnum inni. Þess eru
því miður ekki fárdæmi að eldur
hefur komið upp í skipi sem lang-
tímum saman hefur legið mann-
laust og eftirlitslaust í höfn með
ljósavél og kynditæki í gangi. Hafa
menn hugleitt hvaða afleiðingar það
gæti haft ef óviðráðanlegur eldur
kæmi upp í skipi sem lægi innan um
fjölda annarra skipa í þröngri höfn
í hvassviðri og eldur bærist í önn-
ur skip? Hætt er við að útkoman
yrði hroðaleg.
Eins og getið var í upphafi þess-
ara orða, hefur eldsvoðatilfellum
farið fjölgandi og um þverbak keyrði
á árunum 1974 og 1975, því á ár-
inu 1964 urðu 6 alskaðar af völdum
eldsvoða í skipum minni en 100
rúmlestir og vátryggð voru hjá báta-
ábyrgðarfélögum og Samábyrgðinni
og námu bætur vátryggjenda vegna
þessara tjóna kr. 71.827.000,— og
á árinu 1975 urðu 8 alskaðar vegna
eldsvoða og tjónabætur vátryggj-
enda þeirra vegna kr. 132.042.000.
Ef talið er frá árinu 1968 til ársins
1973, hefur hlutur eldsvoðatjóna,
ef frá eru taldir alskaðar, verið þessi:
1968 13,34% af viðgerðartjónum
1969 15,50% — —
1970 11,23% — —
1971 5,71% — —
1972 30,47% — —
1973 18,49% — —
Þessi upptalning ber vissulega
með sér að ef hægt væri að stemma
stigu við brunatjónum, myndu
tjónabætur vátryggingarfélaganna
minnka og vátryggingariðgjöld
lækka að sama skapi. Það ætti því
að vera áhugamál hvers skipseig-
anda og skipverja að ganga þannig
um skipið sitt að þessari hættu væri
bægt frá.
„Óeðlilegir" skipstapar?
— Ef rætt er um skipstapa. Eru
þeir óeðlilega margir hér, ef orða
má það á þennan hátt, t.d. miðað
við önnur lönd?
— Því er ekki að leyna, að skips-
tapar eru óeðlilega miklir hér við
land. Ekki stafar það þó einvörð-
ungu af rysjóttu veðurfari. Ég vil
til dæmis nefna hina tíðu skips-
tapa af völdum eldsvoða. Það er
líka eftirtektarvert, að í flestum til-
fellum kemur eldurinn upp í vélar-
rúmi skipanna. Þetta leiðir hugann
að því, hvort ekki sé eitthvað at-
hugavert við frágang í vélarrúmi
skipanna, eða vörzlu þess. Við
minnumst á það hér að framan, að
eftirlit er nú haft með rafbúnaði
skipanna á vegum Samábyrgðar-
innar, en þrátt fyrir það virðist
eldsupptök oft benda á rafkerfið
og eins og áður sagði, þá er oft
búið að yfirhlaða rafkerfið af raf-
magnstækjum.
— Lítið er um strönd, allavega
minna en áður var. Stærstu tjónin
sem verða, eru brunatjón í höfn-
um, brunatjón í hafi, og þegar bát-
ana rekur á land í höfnum. Víða
eru erfiðar hafnir og þá getur
þetta komið fyrir.
236
VÍKINGUR