Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 7
aðmíráls og hollensk, undir stjórn
van Tromp aðmíráls á Ermasundi,
sem heilsaði ekki. Blake skaut því
fyrir framan flaggskip hollendinga
aðvörunarskoti, van Tromp lét sig
ekki. Skaut þá Blake á skipið og
drap einn mann, en þá svaraði
Hollendingurinn í sömu mynt og
þannig hófst fyrsta stríðið milli
Breta og Hollendinga.
Marryat.
Frederik Marryat, skipstjóri og
rithöfundur, sem skrifað hefur
margar æsispennandi skáldsögur,
hafði ýmislegt annað á prjónun-
um. Til dæmis merkjaflögg, sem
skip nota við ýmis tækifæri. 13 slík
flögg eru enn notuð af þeim sem
Marryat bjó til, en öðrum hefur
verið breytt.
Korvettur.
Á seinni heimstyrjaldarárunum,
voru hin léttvopnuðu og snún-
ingslipru skip, sem kölluðust kor-
vettur mikið á ferðinni, sérstaklega
voru þau hentug, sem fylgdarskip
kaupskipalestanna, þar sem þau
voru til aðstoðar stærri herskipum
og voru alltaf á ferðinni, líkt og
smalahundar. Til fyrirmyndar við
byggingu þessara skipa voru litlu
hvalveiðibátarnir, sterkbyggðir og
hraðskreiðir, auk þess að vera
snarir í snúningum. Freigátur voru
stærri og betur vopnum búnar.
Báðar þessar skipagerðir bættust
brezka flotanum í síðasta stríði, og
lánuðu Bandaríkin Bretum 102
freigátur. Þaraf fengu Rússar 28 og
skiluðu aftur 27, en ein hafði farist.
Þessum 27 freigátum var skilað til
Japans þangað, sem eigendunum
var gert að sækja þær, en það
drógst, enda komust þær í gagnið á
ný, þegar Kóreustyrjöldin hófst.
Jolly Roger
Hvernig sjórænngjaflaggið fékk
nafnið ,Jolly Roger“ er ekki vitað,
en þegar talað er um þennan fána,
dettur mönnum í hug, hauskúpa
með krosslögðum leggjum á svört-
um grunni, en það voru til fleiri
útgáfur af þessu hrollvekjandi
merki. Stundum gat að líta heila
beinagrind og gjarna mynd af
foringjanum til hliðar, með
brugðið sverð, svona til áherzlu á,
að kaupskipa skipstjórum væri
ráðlegast að gefast upp, án bar-
daga. Ef kaupfar, þótt vopnað
væri, hitti sjóræningjaskip á rúm-
sjó, urðu þau jafnan að lúta í lægra
haldi og var þá ekki að sökum að
spyrja. En væri það herskip en ekki
kaupfar, sem um var að ræða,
horfði málið öðruvísi við.
I febrúar árið 1721 hitti brezka
herskipið „Swallow“ ræningja
skipin „Ranger“ og „Royal Sover-
eign“ á hafi úti. Herskipið neyddi
ræningjana til uppgjafar og tók
300 fanga. 52 þeirra voru teknir af
lífi, eftir réttarhöld í landi, hinir
fengu ævilanga þrælkunarvist.
Ví KINGUR
239