Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 16
og styrkleika. Hér mega engin
mistök eiga sér stað. Hér er við
þann að deila, sem ekki gefur ann-
að tækifæri ef út af ber. Það er á
þessum stundum, sem menn bind-
ast góðu skipi traustum böndum.
Finna viðbrögð þess við hverri
raun. Hvernig það klifrar öldu-
skaflinn nötrandi af átökum vélar
og sjávar, veltir stynjandi af sér
vatnshrönninni, stingur sér niður í
öldudalinn og býr sig undir að
taka á móti næstu árás. Sjó-
maðurinn fylgist með öllu, sem
skeður. Hvort nokkuð fer aflaga,
hvort nokkurt aukahljóð heyrist,
sem gæfi til kynna að eitthvað væri
að losna eða bila. Gegnum storm-
hvininn í reiðanum heyrir hann
þennan yfirþyrmandi þunga nið
hafsins, sem nær eyranu í gegn um
öll önnur hljóð. Þó hugur og hönd
hafi ærið að starfa fer ekki hjá því,
þegar rokið tætir skýjabólstrana
frá tunglinu og það lýsir upp um-
hverfið um stund, að sjómaðurinn
skynji fegurð þessara hrikalegu og
voldugu sæfáka, sem æða áfram
silfurfextir í stoltri reisn og tillits-
lausri ógn.
Þessi æsilegi leikur er mikil
andleg og líkamleg þolraun ef til
lengdar lætur og þá er þreytan
ÚTGERÐARMENN!
Vér erum umboðsmenn fyrir
þýzku Dieselverksmiðjuna
KLÖCWNER-HUMBOLT-
DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í
heimi, hin elzta og reyndasta
í sinni grein.
Margra ára reynsla hér á landi.
HAMAR HF.
Símar: 22128 — 2212«
versti óvinur sjómannsins. Hafið á
líka sína kyrrð.
Sjómaðurinn minnist bjartra
sumarnátta, þegar menn og skip
líða sofandi áfram á logndauðum
haffleti, sem hvergi ber gára á svo
langt, sem auga eygir til allra átta
og minnir öllu öðru meira á hinn
eilífa frið, sem hvergi er til nema í
sjaldgæfum draumi. Jafnvel vor-
nótt á öræfum á ekki slíkt þagnar-
mál. Þrátt fyrir undur tækninnar,
gerfitungl, ferðir til annarra
hnatta, fjarstýrð skip og flýgildi —
einkum til manndrápa, þá er það
staðreynd dagsins í dag og um
ófyrirsjáanlega framtíð að Island
án sjómanna yrði ekki annað en
þjóðernislaust útsker, bitbein her-
velda til víghreiðurgerðar. Svo
einfalt er þetta mál. Og þó eru til
menn, sem þykjast sanna með töl-
um að þessir menn — sjómennirn-
ir séu að stofna afkomu þjóðar-
búsins í voða með því að krefjast
mannsæmandi lífskjara og vinnu-
aðstöðu. Var einhver að tala um
öfugmæli!
„Hvernig best verði unnið að
eflingu sjómannastéttarinnar.“
Hefja þarf sjómannsstarfið aftur
til þeirrar virðingar, sem það áður
naut, fyrst og fremst með því að
hafa það ekki lengur að hornreku
vinnumarkaðarins. Það er stað-
reynd að sjómannastéttin er ekki
ennþá komin upp úr því svaði,
sem stórútgerðin, um og uppúr
síðustu aldamótum dró hana niður
í með aðbúnaði og þrældómi, sem
engum mannlegum verum var
samboðin. Það þarf að launa sjó-
mannsstarfið það vel og búa
þannig að sjómönnunum þegar í
land er komið að þeir geti í ríkari
mæli en nú er, bætt sér upp það er
þeir fara á mis við starfs síns vegna,
fram yfir aðrar vinnandi stéttir.
I stuttu máli, gera sjómanns-
starfið eftirsótt, jafnvel af því fólki,
sem á góðra kosta völ í landi.
Endalaust er hægt að þvarga og
bollaleggja á hvern hátt það skuli
gert, einkum fyrir þá, sem ekkert
vilja í þessum málum gera. En
þetta eru þær staðreyndir, sem
engar reiknimeistara hártoganir
hagga. Betri laun, en ekki sí-
minnkandi skiptaprósenta. Betri
aðbúnaður, en ekki aukinn vinnu-
þrældóm og aukna slysahættu
með fækkun áhafnar. Þessi at-
vinnuvegur hlýtur að lúta sömu
lögum og aðrir atvinnuvegir.
Þ.e.a.s. Hversu þægilegur er hann
og hvað er upp úr honum að hafa.
Þetta vita raunar allir, sem vilja
vita og ekki hafa sett kíkirinn fyrir
blinda augað.
Það fer að fækka um, að gömul
sjóvinnutæki liggi fyrir fótum
manns og hver síðastur að halda til
haga því, sem enn er ekki grafið í
gleymsku og sand. Ennþá er hvar-
vetna að finna menn, sem kunna
skil á þeim áhöldum, sem sjósókn
tilheyrðu frá elstu tíð. Þetta er ekki
spurning um fornleifafræðinga eða
sérfræðinga í neinni mynd. Þetta
er spurning um peninga. Spurning
um það hvort sú kynslóð, sem nú
byggir landið vill verja örlitlu
broti þeirra auðæfa, sem hafið
gefur til arfleifðar komandi tíma,
eða éta sem mest upp á einu máli í
lífsgræðgi sinni — spurning um
manndóm. Hvernig eigi að afla
fjár til þessara framkvæmda? Til
þess eru ótal leiðir, bara ef vilji er
fyrir hendi. Happdrætti, frjáls
framlög og svo auðvitað þetta sí-
gilda fyrirbæri, skattlagning á eitt
eða annað. Færi ekki orðið sjó-
minjaskattur vel í þeim hóp?
Ábyggilega yrði hann ekki sá
óvinsælasti.
248
VÍKINGUR